Innlent

Kon­ráð fundinn heill á húfi

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Konráð fannst heill á húfi.
Konráð fannst heill á húfi. EPA-EFE/OLIVIER HOSLET

Konráð Hrafnkelsson sem leitað hefur verið í Brussel undanfarna daga er fundinn heill á húfi. Þetta kemur fram í pósti sem móðir Konráðs deildi á Facebook á tíunda tímanum í dag.

Fjölskyldan þakkar öllum fyrir „hlýhug, kveðjur, bænir og allan þann stuðning sem okkur hefur verið veittur í leitinni að Konráði, allur sá stuðningur er ómetanlegur og verður aldrei þakkað nóg.“

Leitin að Konráði stóð yfir í um eina og hálfa viku en ekkert hafði til hans spurst frá 30. júlí síðastliðnum. Lögreglan í Brussel í samstarfi við lögregluna á Norðurlandi eystra hafði annast leit að honum og höfðu um tuttugu vinir og aðstandendur Konráðs leitað hans í borginni.


Tengdar fréttirAthugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.