Innlent

Bíða eftir heimild til að rekja síma og skoða eftir­lits­mynda­vélar

Sylvía Hall skrifar
Ekkert hefur spurst til Konráðs síðan á fimmtudagsmorgun.
Ekkert hefur spurst til Konráðs síðan á fimmtudagsmorgun. Facebook

Lögreglunni í Belgíu er hvorki heimilt að skoða myndefni úr eftirlitsmyndavélum né rekja síma Konráðs Hrafnkelssonar án samþykkis yfirvalda þar sem málið er ekki flokkað sem neyðartilfelli. Slík beiðni hefur þó verið lögð fram af lögreglu og bíður hún nú svara.

Þetta kemur fram á vef belgíska miðilsins Flanders Today þar sem er rætt við unnustu Konráðs. Fjölskyldan biðlar nú til almennings um að hafa augun opin og láta vita ef einhver býr yfir upplýsingum um ferðir hans.

Ekkert hefur spurst til Konráðs síðan á fimmtudagsmorgun þegar hann yfirgaf heimili sitt í Brussel skömmu eftir klukkan átta. Hann sást síðast á McDonalds-stað í miðborginni um klukkan níu.

Konráð hafði yfirgefið heimili sitt á hjóli og segir á vef Flanders Today að hann hafi verið að fara taka próf tengt flugnámi sínu. Hann var klæddur í gallabuxur, gráan bol og hvíta Nike-skó. Hann hafði bakpoka og derhúfu með sér sem og svört Marshall-heyrnatól.

Parið hefur verið búsett í Brussel undanfarin tvö ár en lögreglan á Norðurlandi eystra hefur unnið með lögregluyfirvöldum í Belgíu.

Þeir sem hafa upplýsingar um ferðir Konráðs geta haft samband við lögregluna á Norðurlandi eystra í síma 444-2800 eða fjölskyldu hans í gegnum netfangið info.konni92@gmail.com.


Tengdar fréttir

Leitað að Íslendingi í Brussel

Ekkert hefur spurst til Konráðs Hrafnkelssonar, 27 ára gamals Íslendings í Brussel, frá því á fimmtudagsmorgun.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.