Innlent

Vona að rannsókn lögreglu beri árangur

Sylvía Hall skrifar
Ekkert hefur spurst til Konráðs, sem búsettur er í Brussel, frá því um klukkan níu á fimmtudagsmorgun.
Ekkert hefur spurst til Konráðs, sem búsettur er í Brussel, frá því um klukkan níu á fimmtudagsmorgun. Facebook

Enn er leitað að Konráði Hrafnkelssyni, 27 ára Íslendingi sem búsettur er í Belgíu. Konráðs hefur verið saknað síðan á fimmtudag.

Í tilkynningu frá fjölskyldu Konráðs kemur fram að lögregluyfirvöld á Íslandi og í Belgíu séu að vinna í málinu og þau bindi vonir við að sú vinna fari að skila árangri. Þangað til munu aðstandendur hans lýsa eftir honum á samfélagsmiðlum og víða í Belgíu.

Konráð er 178 á hæð, ljóshærður með blá augu. Hann fór á hjóli milli staða og var klæddur í gallabuxur, gráan bol og hvíta Nike-skó. Hann hafði bakpoka og derhúfu með sér og svört Marshall-heyrnatól.

Þeir sem hafa upplýsingar um ferðir Konráðs geta haft samband við lögregluna á Norðurlandi eystra í síma 444-2800 eða fjölskyldu hans í gegnum netfangið info.konni92@gmail.com.


Tengdar fréttir

Leitað að Íslendingi í Brussel

Ekkert hefur spurst til Konráðs Hrafnkelssonar, 27 ára gamals Íslendings í Brussel, frá því á fimmtudagsmorgun.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×