Fótbolti

Pirlo ráðinn stjóri Juventus

Anton Ingi Leifsson skrifar
Pirlo er mættur aftur til uppeldisfélagsins.
Pirlo er mættur aftur til uppeldisfélagsins. vísir/getty

Andrea Pirlo hefur verið ráðinn þjálfari Juventus en samningur hans gildir út næstu leiktíð.

Maurizio Sarri var í morgun rekinn úr starfi sem þjálfari félagsins eftir að Juventus datt út fyrir Lyon í 16-liða úrslitum Meistaradeilarinnar.

Sarri skilaði ítalska meistaratitlinum í hús en gengið í Meistaradeildinni varð til þess að hann var rekinn úr starfi.

Í síðasta mánuði var Pirlo ráðinn til starfa sem U23-þjálfari félagsins en nú er hann tekinn við aðalliðinu.

Þetta er fyrsta starf hans sem þjálfari en hann átti magnaðan feril, þar á meðal hjá Juventus.


Tengdar fréttir

Juventus búið að reka Sarri

Maurizio Sarri hefur verið sagt upp störfum hjá Ítalíumeisturum Juventus eftir eitt ár með liðinu.

Pochettino líklegur til að taka við Juventus

Maurizio Sarri mun að öllum líkindum ekki halda áfram að stýra liði Juventus á næstu leiktíð. Argentínumaðurinn Mauricio Pochettino er talinn líklegur arftaki.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.