Innlent

Grunur um að íbúi á Hrafnistu Laugar­ási hafi smitast

Atli Ísleifsson skrifar
Frá Hrafnistu Laugarási.
Frá Hrafnistu Laugarási. Hrafnista

Grunur er um að íbúi á Hrafnistu í Laugarási hafi smitast af kórónuveirunni sem veldur sjúkdómnum Covid-19. 

Þetta staðfestir María Fjóla Harðardóttir, framkvæmdastjóri heilbrigðissviðs Hrafnistu, í samtali við Vísi. „Það er grunur um smit, en ekkert staðfest. Viðkomandi er á Landspítala þar sem grunur vaknaði,“ segir María Fjóla.

Hún segir að ákveðið hafi verið að grípa til fyrirbyggjandi aðgerða og loka tveimur deildum – Sólteig og Mánateig. „En það er enginn lasinn, hvorki starfsmenn né íbúar. Við erum róleg og í góðu sambandi við smitrakningateymið og Landspítala,“ segir María Fjóla.

Á heimasíðu Hrafnistu segir að á Sólteig-Mánateig búi sextíu heimilismenn – þrjátíu á hvorri hæð og þar af búi fimmtán manns á sérhæfðri deild fyrir minnisskerta á Sólteigi.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.