Innlent

Einn smitaður af kórónu­veirunni í Vest­manna­eyjum og 75 í sótt­kví

Birgir Olgeirsson skrifar
Frá Vestmannaeyjum.
Frá Vestmannaeyjum. Vísir/Vilhelm

Einstaklingur búsettur í Vestmannaeyjum hefur greinst með kórónuveiruna og er nú kominn í einangrun. Viðkomandi var í sóttkví þegar hann greindist. 75 eru nú í sóttkví í Vestmannaeyjum.

Greint var frá því í gær að sex einstaklingar, sem búa á höfuðborgarsvæðinu, hefðu greinst með kórónuveiruna eftir að hafa heimsótt Vestmannaeyjar yfir verslunarmannahelgina. Einn þessara sex, karl á fertugsaldri, er í öndunarvél á gjörgæslu.

Íslensk erfðagreining mun standa fyrir skimun í Vestmannaeyjum á mánudag til að kanna útbreiðslu veirunnar þar.

Þrír greindust með veiruna innanlands í gær, þar af voru tveir í sóttkví. Fjórir greindust á landamærunum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.