Fótbolti

Rosengard með níu mörk í Íslendingaslagnum

Ísak Hallmundarson skrifar
Glódís í leik með íslenska landsliðinu.
Glódís í leik með íslenska landsliðinu. getty/Eric Verhoeven

Glódís Perla Viggósdóttir og Anna Rakel Pétursdóttir mættust í leik Rosengard og Uppsala í sænsku úrvalsdeildinni í kvöld.

Glódís Perla lék allan leikinn fyrir Rosengard á meðan Anna Rakel spilaði allar mínúturnar fyrir Uppsala. Fór leikurinn 9-1 fyrir Rosengard en hann fór fram á heimavelli Uppsala. 

Uppsala komst yfir á 6. mínútu en Rosengard skoraði sex mörk fyrir hálfleik og staðan í leikhléi 1-6. Glódís og liðsfélagar bættu síðan við þremur mörkum í seinni hálfleik og lokatölur ótrúlegur 9-1 útisigur. 

Rosengard er á toppi deildarinnar en Uppsala um miðja deild í 6. sæti.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.