Erlent

Segja Jóhann Karl njóta lífsins á lúxus­hóteli í Abú Dabí

Andri Eysteinsson skrifar
Jóhann Karl flúði Spán í vikunni.
Jóhann Karl flúði Spán í vikunni. Getty/ CDMeR

Fyrrverrandi konungur Spánar hefur notið lífsins á einu af glæsilegustu hótelum heims síðan að hann flúði heimalandið vegna fjársvikamáls sem er til rannsóknar á Spáni.

Spænski miðillinn ABC greinir frá því að hinn 82 ára gamli Jóhann Karl hafi innritað sig inn á Emirates Palace Hótelið í Abú Dabí, höfuðborg Sameinuðu arabísku furstadæmanna á mánudagskvöld. Sama kvöld var bréf sem hann sendi á son sinn Filippus VI. Spánarkonung gert opinbert.

Talið hefur verið að Jóhann Karl hafi flogið til Dóminíkanska lýðveldisins með viðkomu í Portúgal en ABC segir einkaþotu konungs hafa flogið frá Vigo til Arabíuskagans um hádegisbilið á mánudeginum.

Um borð hafi verið gamli konungurinn og fjórir lífverðir hans. Flugvélin hafi lent á Al Bateen flugvellinum þar sem að þyrla beið Jóhanns Karls og flaug hann þaðan á Emirates Palace hótelið. Sky greinir frá því að yfirvöld í Dóminíkanska lýðveldinu og í Portúgal hafi ekki vitað til þess að konungurinn hafi komið til landanna.

Stjórnvöld í Furstadæmunum hafa ekki viljað tjá sig um málið og sama má segja um starfsfólk hótelsins, sem raunar er í eigu stjórnvalda.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.