Kínverskur maður dó úr svarta dauða Samúel Karl Ólason skrifar 7. ágúst 2020 14:09 Bræður sem borðuðu múrmelsdýr smituðust af svarta dauða fyrr í sumar. Ekki liggur fyrir hvernig maðurinn sem dó smitaðist. Vísir/Getty Yfirvöld í Innri Mongólíu í Kína hafa girt þorp af eftir að maður dó þar úr svarta dauða. Sjúkdómi sem olli versta faraldri sögunnar. Maðurinn er sá þriðji sem smitast í Kína á þessu ári en sá fyrsti sem deyr. Maðurinn dó á sunnudaginn og svo var staðfest í gær að hann hefði dáið vegna svarta dauða. Ekki liggur fyrir hvernig maðurinn smitaðist af veikinni en þorpið Suji Xincun hefur verið lokað af vegna málsins. Öll heimili þorpsins eru sótthreinsuð einu sinni á dag en hingað til hefur enginn annar íbúi greinst með svarta dauða. Alls hafa 26 verið sendir í sóttkví. Þorpið Suji Xincun er staðsett í Baotou héraði. Fyrr í sumar greindist maður í Bayannur, héraði við hlið Baotou, með svarta dauða. Þar smituðust bræður eftir að þeir borðuðu múrmeldýr. Á Vísindavefnum segir að baktería sem nefnist Yersinia pestis valdi svartadauða. Sjúkdómurinn er fyrst og fremst bundinn við nagdýr, til dæmis rottur, en hann getur borist í menn með flóm nagdýra og valdið lungna- og kýlapest. Eins og tekið er fram í frétt CNN er talið að eitt til tvö þúsund manns smitist af svarta dauða á ári hverju. Líklegt er að sjúkdómurinn finnist á hverri heimsálfu og þá sérstaklega í vesturhluta Bandaríkjanna, Brasilíu, suðausturhluta Afríku, Indlandi, Kína og Mið-Austurlöndum. Árið 2015 dóu til að mynda tvær manneskjur í Colorado í Bandaríkjunum. Árið áður greindust átta með svarta dauða í ríkinu Who segir tiltölulega auðvelt að bregðast við sjúkdómnum með sýklalyfjum og hefðbundnum sóttvörnum. Yfirvöld í Baotou hafa varað íbúa við því umgangast villt dýr og forðast veiðar. Þá er þeim ráðlagt að leita til læknis sýni þau einkenni sjúkdómsins eins og hita og/eða hósta. Kína Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Fleiri fréttir „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Sjá meira
Yfirvöld í Innri Mongólíu í Kína hafa girt þorp af eftir að maður dó þar úr svarta dauða. Sjúkdómi sem olli versta faraldri sögunnar. Maðurinn er sá þriðji sem smitast í Kína á þessu ári en sá fyrsti sem deyr. Maðurinn dó á sunnudaginn og svo var staðfest í gær að hann hefði dáið vegna svarta dauða. Ekki liggur fyrir hvernig maðurinn smitaðist af veikinni en þorpið Suji Xincun hefur verið lokað af vegna málsins. Öll heimili þorpsins eru sótthreinsuð einu sinni á dag en hingað til hefur enginn annar íbúi greinst með svarta dauða. Alls hafa 26 verið sendir í sóttkví. Þorpið Suji Xincun er staðsett í Baotou héraði. Fyrr í sumar greindist maður í Bayannur, héraði við hlið Baotou, með svarta dauða. Þar smituðust bræður eftir að þeir borðuðu múrmeldýr. Á Vísindavefnum segir að baktería sem nefnist Yersinia pestis valdi svartadauða. Sjúkdómurinn er fyrst og fremst bundinn við nagdýr, til dæmis rottur, en hann getur borist í menn með flóm nagdýra og valdið lungna- og kýlapest. Eins og tekið er fram í frétt CNN er talið að eitt til tvö þúsund manns smitist af svarta dauða á ári hverju. Líklegt er að sjúkdómurinn finnist á hverri heimsálfu og þá sérstaklega í vesturhluta Bandaríkjanna, Brasilíu, suðausturhluta Afríku, Indlandi, Kína og Mið-Austurlöndum. Árið 2015 dóu til að mynda tvær manneskjur í Colorado í Bandaríkjunum. Árið áður greindust átta með svarta dauða í ríkinu Who segir tiltölulega auðvelt að bregðast við sjúkdómnum með sýklalyfjum og hefðbundnum sóttvörnum. Yfirvöld í Baotou hafa varað íbúa við því umgangast villt dýr og forðast veiðar. Þá er þeim ráðlagt að leita til læknis sýni þau einkenni sjúkdómsins eins og hita og/eða hósta.
Kína Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Fleiri fréttir „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Sjá meira