Innlent

Skólastéttir samþykktu kjarasamninga

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Rúmlega 81 prósent félagsmanna í Félagi leikskólakennara samþykktu nýundirritaðan kjarasamning.
Rúmlega 81 prósent félagsmanna í Félagi leikskólakennara samþykktu nýundirritaðan kjarasamning. Foto: Vilhelm Gunnarsson

Félagsmenn í Félagi leikskólakennara, Félagi stjórnenda leikskóla og Skólastjórafélagi Íslands hafa samþykkt kjarasamninga sem undirritaðir voru 10. júlí.

Atkvæðagreiðslur um samningana hófust á þriðjudag í liðinni viku og lauk fyrir hádegi í dag. Samningarnir eiga það allir sammerkt að gilda frá upphafi þessa árs til 31. desember 2021.

Á vef Kennarasambands Íslands er greint frá niðurstöðum atkvæðagreiðslnanna,sem voru eftirfarandi:

Félag leikskólakennara

  • Á kjörskrá voru 1.764
  • Atkvæði greiddu 1.236 eða 70,07%
  • Já sögðu 1.008 eða 81,55%
  • Nei sögðu 204 eða 16,51%
  • Auðir 24 eða 1,94%

Félag stjórnenda leikskóla

  • Á kjörskrá voru 417
  • Atkvæði greiddu 319 eða 76,5%
  • Já sögðu 280 eða 87,77%
  • Nei sögðu 36 eða 11,2%
  • Auðir 3 eða 0,94%

Skólastjórafélag Íslands

  • Á kjörskrá voru 656
  • Atkvæði greiddu 507 eða 77,29%
  • Já sögðu 473 eða 93,29%
  • Nei sögðu 31 eða 6,12%
  • Auðir 3 eða 0,59%

Á vef KÍ er janframt minnt á að enn sé ósamið við Félag grunnskólakennara og Félag kennara og stjórnenda í tónlistarskólum. Viðræðuáætlun hafi verið endurnýjuð í liðnum mánuði og eru viðræður sagðar standa yfir.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×