Sakaði Biden um að ætla að „skaða guð“ Kjartan Kjartansson skrifar 6. ágúst 2020 22:43 Trump réðst harkalega á trú Joe Biden í dag. Biden er kaþólskur en fyrr í vikunni sagði Trump um kaþólikka að þeir „elskuðu“ byssur. AP/Susan Walsh Donald Trump Bandaríkjaforseti vefengdi trúrækni Joe Biden, væntanlegs forsetframbjóðanda Demókrataflokksins, og sagði að hann ætli sér að „skaða guð“ í heimsókn í Ohio í dag. Framboð Biden sakaði forsetann á móti um að notfæra sé Biblíuna í pólitískum tilgangi. Skoðanakannanir benda til þess að Biden hafi töluvert forskot á Trump á landsvísu nú þegar innan við þrír mánuðir eru til forsetakosninga. Trump hefur brugðist við með framandlegum fullyrðingum um að Biden muni sem forseti „leggja niður“ lögregluna og taka byssur af fólki fyrirvaralaust. Forsetinn gekk enn lengra þegar hann heimsótti Ohio í dag með persónuárás sem beindist að trú Biden. „Hann fylgir stefnu róttæka vinstrisins, taka af ykkur byssurnar, eyðileggja annan viðaukann ykkar, engin trúarbrögð, ekkert ekki neitt, skaða Biblíuna, skaða guð. Hann er á móti guði. Hann er á móti byssum. Hann er á móti orku, okkar tegund af orku. Ég held að honum eigi ekki eftir að vegna svo vel í Ohio,“ sagði Trump og vísaði til annars viðaukans við bandarísku stjórnarskrána sem hefur verið túlkuð þannig að hún gefi einstaklingum rétt til að eiga skotvopn. Biden er kaþólskur og hefur meðal annars rætt opinberlega um að trúin hafi hjálpað honum að takast á við lát fyrstu eiginkonu sinnar og barna. Trump, sem nýtur mikil stuðnings evangelískra kristinna kjósenda, er ekki trúaður að því er best er vitað. Hann hefur meðal annars sagst aldrei hafa þurft að biðja guð fyrirgefningar um ævina. Talsmaður framboðs Biden svaraði ummælum forsetans með því að segja að trúin væri kjarni Biden sem manneskju. Hún hafi verið honum styrkur og huggun í miklum erfiðleikum. Sakaði hann Trump um að notfæra sér Biblíuna og að reyna að „sundra þjóðinni á tímum neyðar og sársauka“. Vísaði talsmaður þar til þess þegar Trump lét rýma torg við Hvíta húsið þar sem mótmælendur voru komnir saman með valdi til þess að geta látið mynda sig við kirkju með Biblíu á lofti. Heimsókn Trump til Ohio gekk ekki áfallalaust í dag. Mike DeWine, ríkisstjóri Ohio, sem átti að taka þátt í opinberum viðburði í verksmiðju Whirlpool í dag forfallaðist eftir að hann greindist smitaður af Covid-19. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Trúmál Tengdar fréttir Kom illa út úr viðtali sem líkt hefur verið við „lestarslys“ Viðtal Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, við Jonathan Swan, blaðamann Axios, virðist ætla að draga dilk á eftir sér fyrir forsetann, sem þykir hafa komið einkar illa út úr því. 5. ágúst 2020 11:18 Á brattann að sækja hundrað daga í kosningar undrað dagar eru þar til Bandaríkjamenn ganga til kosninga og velja sér forseta til fjögurra ára. Donald Trump sækist eftir endurkjöri en hann á þó á brattann að sækja. 26. júlí 2020 14:13 Trump varði sig með lygum í átakasömu viðtali við Fox Misheppnuð viðbrögð Bandaríkjastjórnar við kórónuveirufaraldrinum voru efst á baugi í átakasömu viðtali Donalds Trump Bandaríkjaforseta við Fox-sjónvarpsstöðina um helgina. Trump hélt fast í lygar og misvísandi fullyrðingar þrátt fyrir tilraunir spyrils Fox til þess að ganga á forsetann um sannleiksgildi þeirra. 20. júlí 2020 12:26 Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Erlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Innlent Fleiri fréttir Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti vefengdi trúrækni Joe Biden, væntanlegs forsetframbjóðanda Demókrataflokksins, og sagði að hann ætli sér að „skaða guð“ í heimsókn í Ohio í dag. Framboð Biden sakaði forsetann á móti um að notfæra sé Biblíuna í pólitískum tilgangi. Skoðanakannanir benda til þess að Biden hafi töluvert forskot á Trump á landsvísu nú þegar innan við þrír mánuðir eru til forsetakosninga. Trump hefur brugðist við með framandlegum fullyrðingum um að Biden muni sem forseti „leggja niður“ lögregluna og taka byssur af fólki fyrirvaralaust. Forsetinn gekk enn lengra þegar hann heimsótti Ohio í dag með persónuárás sem beindist að trú Biden. „Hann fylgir stefnu róttæka vinstrisins, taka af ykkur byssurnar, eyðileggja annan viðaukann ykkar, engin trúarbrögð, ekkert ekki neitt, skaða Biblíuna, skaða guð. Hann er á móti guði. Hann er á móti byssum. Hann er á móti orku, okkar tegund af orku. Ég held að honum eigi ekki eftir að vegna svo vel í Ohio,“ sagði Trump og vísaði til annars viðaukans við bandarísku stjórnarskrána sem hefur verið túlkuð þannig að hún gefi einstaklingum rétt til að eiga skotvopn. Biden er kaþólskur og hefur meðal annars rætt opinberlega um að trúin hafi hjálpað honum að takast á við lát fyrstu eiginkonu sinnar og barna. Trump, sem nýtur mikil stuðnings evangelískra kristinna kjósenda, er ekki trúaður að því er best er vitað. Hann hefur meðal annars sagst aldrei hafa þurft að biðja guð fyrirgefningar um ævina. Talsmaður framboðs Biden svaraði ummælum forsetans með því að segja að trúin væri kjarni Biden sem manneskju. Hún hafi verið honum styrkur og huggun í miklum erfiðleikum. Sakaði hann Trump um að notfæra sér Biblíuna og að reyna að „sundra þjóðinni á tímum neyðar og sársauka“. Vísaði talsmaður þar til þess þegar Trump lét rýma torg við Hvíta húsið þar sem mótmælendur voru komnir saman með valdi til þess að geta látið mynda sig við kirkju með Biblíu á lofti. Heimsókn Trump til Ohio gekk ekki áfallalaust í dag. Mike DeWine, ríkisstjóri Ohio, sem átti að taka þátt í opinberum viðburði í verksmiðju Whirlpool í dag forfallaðist eftir að hann greindist smitaður af Covid-19.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Trúmál Tengdar fréttir Kom illa út úr viðtali sem líkt hefur verið við „lestarslys“ Viðtal Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, við Jonathan Swan, blaðamann Axios, virðist ætla að draga dilk á eftir sér fyrir forsetann, sem þykir hafa komið einkar illa út úr því. 5. ágúst 2020 11:18 Á brattann að sækja hundrað daga í kosningar undrað dagar eru þar til Bandaríkjamenn ganga til kosninga og velja sér forseta til fjögurra ára. Donald Trump sækist eftir endurkjöri en hann á þó á brattann að sækja. 26. júlí 2020 14:13 Trump varði sig með lygum í átakasömu viðtali við Fox Misheppnuð viðbrögð Bandaríkjastjórnar við kórónuveirufaraldrinum voru efst á baugi í átakasömu viðtali Donalds Trump Bandaríkjaforseta við Fox-sjónvarpsstöðina um helgina. Trump hélt fast í lygar og misvísandi fullyrðingar þrátt fyrir tilraunir spyrils Fox til þess að ganga á forsetann um sannleiksgildi þeirra. 20. júlí 2020 12:26 Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Erlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Innlent Fleiri fréttir Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Sjá meira
Kom illa út úr viðtali sem líkt hefur verið við „lestarslys“ Viðtal Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, við Jonathan Swan, blaðamann Axios, virðist ætla að draga dilk á eftir sér fyrir forsetann, sem þykir hafa komið einkar illa út úr því. 5. ágúst 2020 11:18
Á brattann að sækja hundrað daga í kosningar undrað dagar eru þar til Bandaríkjamenn ganga til kosninga og velja sér forseta til fjögurra ára. Donald Trump sækist eftir endurkjöri en hann á þó á brattann að sækja. 26. júlí 2020 14:13
Trump varði sig með lygum í átakasömu viðtali við Fox Misheppnuð viðbrögð Bandaríkjastjórnar við kórónuveirufaraldrinum voru efst á baugi í átakasömu viðtali Donalds Trump Bandaríkjaforseta við Fox-sjónvarpsstöðina um helgina. Trump hélt fast í lygar og misvísandi fullyrðingar þrátt fyrir tilraunir spyrils Fox til þess að ganga á forsetann um sannleiksgildi þeirra. 20. júlí 2020 12:26