Fótbolti

Sjáðu öll mörk kvöldsins í Evrópudeildinni | Hvert öðru glæsilegra

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Philipp Wiesinger með skot sem söng í samskeytunum fjær á Old Trafford í kvöld.
Philipp Wiesinger með skot sem söng í samskeytunum fjær á Old Trafford í kvöld. Martin Rickett/Getty Images

Alls voru 11 mörk skoruð í þeim fjórum leikjum sem fóru fram í Evrópudeildinni í kvöld. Þau má öll sjá í spilaranum hér að neðan.

FC Kaupmannahöfn, Inter Milan og Shakhtar Donetsk tryggðu sér öll sæti í 8-liða úrslitum Evrópudeildarinnar með góðum sigrum í kvöld. 

Romelu Lukaku skoraði í sínum áttunda Evrópudeildarleik í röð er hann kom Inter yfir gegn Getafe með glæsilegu marki. Flottasta mark kvöldsins var þó skorað á Old Trafford í eina leiknum sem skipti varla máli.

Eftir 5-0 sigur Manchester United í fyrri leik liðanna var lítil von fyrir LASK Linz frá Austurríki er liðin mættust á Old Trafford í kvöld. Gestirnir spiluðu upp á stoltið og Philipp Wiesinger skoraði eflaust flottast mark ferilsins er hann þrumaði knettinum í netið á 55. mínútu leiksins.

Sergio Romero gat ekki annað gert en horft á eftir boltanum syngja í netinu. Man United vann þó leikinn á endanum 2-1 og einvígið 7-1. 

Klippa: Mörk kvöldsins í Evrópudeildinni

Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.