Líklegt að Ísland lendi á rauðum listum Stefán Ó. Jónsson skrifar 5. ágúst 2020 15:22 Ferðalangar frá Íslandi gætu þurft að sæta sóttkví við komuna til Evrópuríkja, fari svo að Ísland lendi á rauðum lista annarra landa. Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Sóttvarnalæknir gerir allt eins ráð fyrir því að Ísland lendi á „rauðum listum“ annarra þjóða vegna fjölgunar smitaðra síðustu daga. Það sé vissulega áhyggjuefni. Hið svokallaða nýgengi smita innanlands á Íslandi er nú 21. Það þýðir að undanfarna 14 daga hafa greinst 21 smit á hverja 100 þúsund íbúa. Þessi tala er þó nokkuð hærri á lista Sóttvarnastofnunar Evrópu, eða 22,1. Það er næst hæsta gildið meðal Norðurlanda en hæst er það í Svíþjóð, 29,5. Stjórnvöld hinna ýmsu landa horfa til nýgengis þegar ákvörðun er tekin um flokkun landa í áhættusvæði vegna kórónuveirudreifingar. Í þessu samhengi má nefna að Norðmenn hyggjast uppfæra lista sinn yfir áhætturíki á föstudag, en þeir hafa miðað við nýgengið 20 til þessa. Fari svo að Ísland lendi á „rauða listanum“ munu Íslendingar sem koma til Noregs t.d. þurfa að sæta sóttkví við komuna til landsins. Á upplýsingafundi almannavarna í dag sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir það vissulega áhyggjuefni að nýgengi smita skuli hækka á Íslandi. Hann telur það þó mismunandi eftir löndum hvenær þau skilgreina önnur ríki sem áhættusvæði. Til að mynda sé víða horft hlutfalls smitaðra af höfðatölu og hlutfalls jákvæðra sýna af heildarfjölda. „Það getur vel verið að við lendum á rauðum lista hjá einhverjum þjóðum. Það er mjög líklegt jafnvel,“ sagði Þórólfur á fundi dagsins. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Svona var 95. upplýsingafundur almannavarna Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boðuðu til upplýsingafundar klukkan 14 í dag í húsakynnum landlæknisembættisins að Katrínartúni í Reykjavík. 5. ágúst 2020 13:50 Smitaðir í öllum fjórðungum en útbreitt smit ólíklegt Kórónuveirusmitaða má nú finna í öllum landsfjórðungum. 5. ágúst 2020 14:55 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Erlent Fleiri fréttir Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Sjá meira
Sóttvarnalæknir gerir allt eins ráð fyrir því að Ísland lendi á „rauðum listum“ annarra þjóða vegna fjölgunar smitaðra síðustu daga. Það sé vissulega áhyggjuefni. Hið svokallaða nýgengi smita innanlands á Íslandi er nú 21. Það þýðir að undanfarna 14 daga hafa greinst 21 smit á hverja 100 þúsund íbúa. Þessi tala er þó nokkuð hærri á lista Sóttvarnastofnunar Evrópu, eða 22,1. Það er næst hæsta gildið meðal Norðurlanda en hæst er það í Svíþjóð, 29,5. Stjórnvöld hinna ýmsu landa horfa til nýgengis þegar ákvörðun er tekin um flokkun landa í áhættusvæði vegna kórónuveirudreifingar. Í þessu samhengi má nefna að Norðmenn hyggjast uppfæra lista sinn yfir áhætturíki á föstudag, en þeir hafa miðað við nýgengið 20 til þessa. Fari svo að Ísland lendi á „rauða listanum“ munu Íslendingar sem koma til Noregs t.d. þurfa að sæta sóttkví við komuna til landsins. Á upplýsingafundi almannavarna í dag sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir það vissulega áhyggjuefni að nýgengi smita skuli hækka á Íslandi. Hann telur það þó mismunandi eftir löndum hvenær þau skilgreina önnur ríki sem áhættusvæði. Til að mynda sé víða horft hlutfalls smitaðra af höfðatölu og hlutfalls jákvæðra sýna af heildarfjölda. „Það getur vel verið að við lendum á rauðum lista hjá einhverjum þjóðum. Það er mjög líklegt jafnvel,“ sagði Þórólfur á fundi dagsins.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Svona var 95. upplýsingafundur almannavarna Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boðuðu til upplýsingafundar klukkan 14 í dag í húsakynnum landlæknisembættisins að Katrínartúni í Reykjavík. 5. ágúst 2020 13:50 Smitaðir í öllum fjórðungum en útbreitt smit ólíklegt Kórónuveirusmitaða má nú finna í öllum landsfjórðungum. 5. ágúst 2020 14:55 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Erlent Fleiri fréttir Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Sjá meira
Svona var 95. upplýsingafundur almannavarna Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boðuðu til upplýsingafundar klukkan 14 í dag í húsakynnum landlæknisembættisins að Katrínartúni í Reykjavík. 5. ágúst 2020 13:50
Smitaðir í öllum fjórðungum en útbreitt smit ólíklegt Kórónuveirusmitaða má nú finna í öllum landsfjórðungum. 5. ágúst 2020 14:55