Líklegt að Ísland lendi á rauðum listum Stefán Ó. Jónsson skrifar 5. ágúst 2020 15:22 Ferðalangar frá Íslandi gætu þurft að sæta sóttkví við komuna til Evrópuríkja, fari svo að Ísland lendi á rauðum lista annarra landa. Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Sóttvarnalæknir gerir allt eins ráð fyrir því að Ísland lendi á „rauðum listum“ annarra þjóða vegna fjölgunar smitaðra síðustu daga. Það sé vissulega áhyggjuefni. Hið svokallaða nýgengi smita innanlands á Íslandi er nú 21. Það þýðir að undanfarna 14 daga hafa greinst 21 smit á hverja 100 þúsund íbúa. Þessi tala er þó nokkuð hærri á lista Sóttvarnastofnunar Evrópu, eða 22,1. Það er næst hæsta gildið meðal Norðurlanda en hæst er það í Svíþjóð, 29,5. Stjórnvöld hinna ýmsu landa horfa til nýgengis þegar ákvörðun er tekin um flokkun landa í áhættusvæði vegna kórónuveirudreifingar. Í þessu samhengi má nefna að Norðmenn hyggjast uppfæra lista sinn yfir áhætturíki á föstudag, en þeir hafa miðað við nýgengið 20 til þessa. Fari svo að Ísland lendi á „rauða listanum“ munu Íslendingar sem koma til Noregs t.d. þurfa að sæta sóttkví við komuna til landsins. Á upplýsingafundi almannavarna í dag sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir það vissulega áhyggjuefni að nýgengi smita skuli hækka á Íslandi. Hann telur það þó mismunandi eftir löndum hvenær þau skilgreina önnur ríki sem áhættusvæði. Til að mynda sé víða horft hlutfalls smitaðra af höfðatölu og hlutfalls jákvæðra sýna af heildarfjölda. „Það getur vel verið að við lendum á rauðum lista hjá einhverjum þjóðum. Það er mjög líklegt jafnvel,“ sagði Þórólfur á fundi dagsins. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Svona var 95. upplýsingafundur almannavarna Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boðuðu til upplýsingafundar klukkan 14 í dag í húsakynnum landlæknisembættisins að Katrínartúni í Reykjavík. 5. ágúst 2020 13:50 Smitaðir í öllum fjórðungum en útbreitt smit ólíklegt Kórónuveirusmitaða má nú finna í öllum landsfjórðungum. 5. ágúst 2020 14:55 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fleiri fréttir Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Sjá meira
Sóttvarnalæknir gerir allt eins ráð fyrir því að Ísland lendi á „rauðum listum“ annarra þjóða vegna fjölgunar smitaðra síðustu daga. Það sé vissulega áhyggjuefni. Hið svokallaða nýgengi smita innanlands á Íslandi er nú 21. Það þýðir að undanfarna 14 daga hafa greinst 21 smit á hverja 100 þúsund íbúa. Þessi tala er þó nokkuð hærri á lista Sóttvarnastofnunar Evrópu, eða 22,1. Það er næst hæsta gildið meðal Norðurlanda en hæst er það í Svíþjóð, 29,5. Stjórnvöld hinna ýmsu landa horfa til nýgengis þegar ákvörðun er tekin um flokkun landa í áhættusvæði vegna kórónuveirudreifingar. Í þessu samhengi má nefna að Norðmenn hyggjast uppfæra lista sinn yfir áhætturíki á föstudag, en þeir hafa miðað við nýgengið 20 til þessa. Fari svo að Ísland lendi á „rauða listanum“ munu Íslendingar sem koma til Noregs t.d. þurfa að sæta sóttkví við komuna til landsins. Á upplýsingafundi almannavarna í dag sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir það vissulega áhyggjuefni að nýgengi smita skuli hækka á Íslandi. Hann telur það þó mismunandi eftir löndum hvenær þau skilgreina önnur ríki sem áhættusvæði. Til að mynda sé víða horft hlutfalls smitaðra af höfðatölu og hlutfalls jákvæðra sýna af heildarfjölda. „Það getur vel verið að við lendum á rauðum lista hjá einhverjum þjóðum. Það er mjög líklegt jafnvel,“ sagði Þórólfur á fundi dagsins.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Svona var 95. upplýsingafundur almannavarna Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boðuðu til upplýsingafundar klukkan 14 í dag í húsakynnum landlæknisembættisins að Katrínartúni í Reykjavík. 5. ágúst 2020 13:50 Smitaðir í öllum fjórðungum en útbreitt smit ólíklegt Kórónuveirusmitaða má nú finna í öllum landsfjórðungum. 5. ágúst 2020 14:55 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fleiri fréttir Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Sjá meira
Svona var 95. upplýsingafundur almannavarna Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boðuðu til upplýsingafundar klukkan 14 í dag í húsakynnum landlæknisembættisins að Katrínartúni í Reykjavík. 5. ágúst 2020 13:50
Smitaðir í öllum fjórðungum en útbreitt smit ólíklegt Kórónuveirusmitaða má nú finna í öllum landsfjórðungum. 5. ágúst 2020 14:55