Smitaðir í öllum fjórðungum en útbreitt smit ólíklegt Stefán Ó. Jónsson skrifar 5. ágúst 2020 14:55 Upplýsingafundur almannavarna í dag hófst með lófataki en Björn Ingi Hrafnsson, einn viðstaddra, á afmæli í dag. Almannavarnir Kórónuveirusmitaða má nú finna í öllum landsfjórðungum. Fram til þessa hafði Austurland verið smitfrítt en Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði á upplýsingafundi almannavarna í dag að það hafi breyst á liðnum sólarhring. Aðspurður sagðist hann þó ekki hafa á takteinum hversu mörg hafi þurft að fara í sóttkví vegna þess smitaða á Austurlandi. Níu greindust með veiruna síðastliðinn sólarhring og var einn í sóttkví. Því er 91 sjúklingur í einangrun þessa stundina. Aftur á móti er búið að útskrifa þann eina smitaða sem dvalið hefur á Landspítalanum síðustu daga. Már Kristjánsson yfirlæknir sagði í samtali við fréttastofu í hádeginu að þó sé grunur um að tveir inniliggjandi á spítalanum kunni að vera smitaðir. Þórólfur sagði að smit þeirra sem greindust síðasta sólarhring bæru með sér að þau tilheyrðu annarri hópsýkingunni sem greinst hefur hér á landi. Um 750 eru nú í sóttkví, langflest á höfuðborgarsvæðinu. Líklega ekki útbreitt smit Um 111 þúsund farþegar hafa komið til landsins frá 15. júní og sýni verið tekið úr um 71 þúsund einstaklingum. 27 hafa greinst með virkt smit og rúmlega hundrað með gömul smit. Íslensk erfðagreining hefur skimað rúmlega 4000 og af þeim reyndust þrír smitaðir. Því virðist, að mati Þórólfs, að ekki sé um mjög útbreitt smit í samfélaginu að ræða. Þórólfur segist telja að næstu dagar og næsta vika sýni betur hvort þær aðgerðir sem gripið hefur verið til muni skila árangri. Hann telur ekki tímabært að herða aðgerðir, þó einhver kalli því. Þau séu þó í startholunum með tillögur um að herða aðgerðir - eða slaka á þeim, ef svo ber undir. Lykilatriði sé að allir leggi sig fram við að fara eftir þeim leiðbeiningum sem í gildi eru. Þá séu líka breytingar til skoðunar hjá stjórnvöldum er lúta að skimun við landamærin, einkum í ljósi þess að nú sé unnið við hámarksgetu við landamærin. Ekkert sé þó ákveðið enn að sögn Þórólfs og margt til skoðunar. Hann segist þó gera ráð fyrir að senda stjórnvöldum tillögur sínar í þessum efnum í dag eða á morgun. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Íslendingar verði að læra að lifa með veirunni „Fólk verður að átta sig á því að líklegast er ár í bóluefni fyrir almenning,“ sagði Bryndís Sigurðardóttir smitsjúkdómalæknir í morgunþættinum Bítinu á Bylgjunni. Bryndís sagði einnig að hræðsluáróður væri ekki besta leiðin til lengdar og að fólk þyrfti að læra að lifa með kórónuveirunni. 5. ágúst 2020 11:30 Níu innanlandssmit bætast við Einn greindist með veiruna við landamærin en sá er með mótefni. 5. ágúst 2020 11:12 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Sjá meira
Kórónuveirusmitaða má nú finna í öllum landsfjórðungum. Fram til þessa hafði Austurland verið smitfrítt en Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði á upplýsingafundi almannavarna í dag að það hafi breyst á liðnum sólarhring. Aðspurður sagðist hann þó ekki hafa á takteinum hversu mörg hafi þurft að fara í sóttkví vegna þess smitaða á Austurlandi. Níu greindust með veiruna síðastliðinn sólarhring og var einn í sóttkví. Því er 91 sjúklingur í einangrun þessa stundina. Aftur á móti er búið að útskrifa þann eina smitaða sem dvalið hefur á Landspítalanum síðustu daga. Már Kristjánsson yfirlæknir sagði í samtali við fréttastofu í hádeginu að þó sé grunur um að tveir inniliggjandi á spítalanum kunni að vera smitaðir. Þórólfur sagði að smit þeirra sem greindust síðasta sólarhring bæru með sér að þau tilheyrðu annarri hópsýkingunni sem greinst hefur hér á landi. Um 750 eru nú í sóttkví, langflest á höfuðborgarsvæðinu. Líklega ekki útbreitt smit Um 111 þúsund farþegar hafa komið til landsins frá 15. júní og sýni verið tekið úr um 71 þúsund einstaklingum. 27 hafa greinst með virkt smit og rúmlega hundrað með gömul smit. Íslensk erfðagreining hefur skimað rúmlega 4000 og af þeim reyndust þrír smitaðir. Því virðist, að mati Þórólfs, að ekki sé um mjög útbreitt smit í samfélaginu að ræða. Þórólfur segist telja að næstu dagar og næsta vika sýni betur hvort þær aðgerðir sem gripið hefur verið til muni skila árangri. Hann telur ekki tímabært að herða aðgerðir, þó einhver kalli því. Þau séu þó í startholunum með tillögur um að herða aðgerðir - eða slaka á þeim, ef svo ber undir. Lykilatriði sé að allir leggi sig fram við að fara eftir þeim leiðbeiningum sem í gildi eru. Þá séu líka breytingar til skoðunar hjá stjórnvöldum er lúta að skimun við landamærin, einkum í ljósi þess að nú sé unnið við hámarksgetu við landamærin. Ekkert sé þó ákveðið enn að sögn Þórólfs og margt til skoðunar. Hann segist þó gera ráð fyrir að senda stjórnvöldum tillögur sínar í þessum efnum í dag eða á morgun.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Íslendingar verði að læra að lifa með veirunni „Fólk verður að átta sig á því að líklegast er ár í bóluefni fyrir almenning,“ sagði Bryndís Sigurðardóttir smitsjúkdómalæknir í morgunþættinum Bítinu á Bylgjunni. Bryndís sagði einnig að hræðsluáróður væri ekki besta leiðin til lengdar og að fólk þyrfti að læra að lifa með kórónuveirunni. 5. ágúst 2020 11:30 Níu innanlandssmit bætast við Einn greindist með veiruna við landamærin en sá er með mótefni. 5. ágúst 2020 11:12 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Sjá meira
Íslendingar verði að læra að lifa með veirunni „Fólk verður að átta sig á því að líklegast er ár í bóluefni fyrir almenning,“ sagði Bryndís Sigurðardóttir smitsjúkdómalæknir í morgunþættinum Bítinu á Bylgjunni. Bryndís sagði einnig að hræðsluáróður væri ekki besta leiðin til lengdar og að fólk þyrfti að læra að lifa með kórónuveirunni. 5. ágúst 2020 11:30
Níu innanlandssmit bætast við Einn greindist með veiruna við landamærin en sá er með mótefni. 5. ágúst 2020 11:12