Innlent

Aurskriða lokar þjóðvegi 1 um Þvottárskriður

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Aurskriðan fór yfir veginn, líkt og sést á myndinni.
Aurskriðan fór yfir veginn, líkt og sést á myndinni. Vegagerðin

Þjóðvegi 1 um Þvottárskriður milli Hafnar og Djúpavogs hefur verið lokað vegna aurskriðu sem féll yfir veginn. Í tilkynningu frá Vegagerðinni segir að viðbúið sé að langan tíma muni taka að opna veginn aftur. Nánari upplýsingar gætu legið fyrir um klukkan 16 í dag.

Mikið vatnaveður hefur verið á Suðausturlandi síðasta sólarhringinn og voru gular storm- og rigningarviðvaranir í gildi í landshlutanum fram eftir morgni. Samkvæmt veðurspá er ráð fyrir að áfram rigni nokkuð hressilega um austanvert landið fram undir hádegi í dag.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.