Innlent

Aurskriða lokar þjóðvegi 1 um Þvottárskriður

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Aurskriðan fór yfir veginn, líkt og sést á myndinni.
Aurskriðan fór yfir veginn, líkt og sést á myndinni. Vegagerðin

Þjóðvegi 1 um Þvottárskriður milli Hafnar og Djúpavogs hefur verið lokað vegna aurskriðu sem féll yfir veginn. Í tilkynningu frá Vegagerðinni segir að viðbúið sé að langan tíma muni taka að opna veginn aftur. Nánari upplýsingar gætu legið fyrir um klukkan 16 í dag.

Mikið vatnaveður hefur verið á Suðausturlandi síðasta sólarhringinn og voru gular storm- og rigningarviðvaranir í gildi í landshlutanum fram eftir morgni. Samkvæmt veðurspá er ráð fyrir að áfram rigni nokkuð hressilega um austanvert landið fram undir hádegi í dag.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.