Þjóðvegi 1 um Þvottárskriður milli Hafnar og Djúpavogs hefur verið lokað vegna aurskriðu sem féll yfir veginn. Í tilkynningu frá Vegagerðinni segir að viðbúið sé að langan tíma muni taka að opna veginn aftur. Nánari upplýsingar gætu legið fyrir um klukkan 16 í dag.
Mikið vatnaveður hefur verið á Suðausturlandi síðasta sólarhringinn og voru gular storm- og rigningarviðvaranir í gildi í landshlutanum fram eftir morgni. Samkvæmt veðurspá er ráð fyrir að áfram rigni nokkuð hressilega um austanvert landið fram undir hádegi í dag.
