Enski boltinn

Chelsea ná­lægt því að fá „næsta Van Dijk“ frá Barcelona

Anton Ingi Leifsson skrifar
Lampard vill styrkja varnarleikinn.
Lampard vill styrkja varnarleikinn. vísir/getty

Chelsea er nálægt því að semja við hinn átján ára gamla Xavier Mbuayamba sem hefur verið nefndur „næsti Virgil van Dijk.“

Varnarmaðurinn gekk í raðir Barcelona síðasta sumar frá MVV Maastricht en nú hefur hann yfirgefið spænska stórliðið eftir einungis eitt ár á Spáni.

Mbuyamba æfði með Chelsea á síðata ári en Chelsea náði ekki að semja við hann því hann hafði áhuga á því að semja við Barcelona.

Hann samdi einungis til eins árs í Barcelona og samningurinn er nú runninn út. Chelsea vill því fá hann til liðs við sig í sumar.

Mbuayamba spilaði einungis þrjá leiki í UEFA Youth League með Barcelona og náði ekki að spila sig inn í aðallið félagsins.

„Flest stór félög í Evrópu hafa spurst fyrir um Xavier. Real Madrid eru áhugasamir, Juventus og Inter hafa áhuga, sem og topp félög í Þýskalandi og Englandi,“ sagði Carlos Barros, umboðsmaður Xavier, fyrr á þessu ári.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.