Fótbolti

Bologna staðfestir nýjan fimm ára samning við Andra Fannar

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Andri Fannar stimplaði sig inn hjá Bologna á nýafstöðnu tímabili.
Andri Fannar stimplaði sig inn hjá Bologna á nýafstöðnu tímabili. vísir/getty

Íslenski fótboltamaðurinn Andri Fannar Baldursson hefur skrifað undir nýjan samning við ítalska félagið Bologna. 

Andri fékk sitt fyrsta tækifæri með aðalliði Bologna á þessu tímabili og lék alls sjö leiki í ítölsku úrvalsdeildinni. 

Gamli samningurinn hans átti að renna út 30. júní 2021 en hann kom til Bologna frá Breiðabliki í byrjun júlí í fyrra. 

Bologna sagði frá því á heimasíðu sinni í dag að félagið hafi fengið frá samningum við þrjá leikmenn og einn af þeim er íslenski unglingalandsliðsmaðurinn. Það vekur athygli að Andri fékk lengsta samninginn af þeim öllum. 

Hann fékk nefnilega fimm ára samning eða samning til 30. júní 2025. Hinir tveir, Federico Ravaglia og Simone Rabbi, fengu ekki eins langan samning.

Andri, sem er átján ára, lék alls sjö leiki með Bologna í ítölsku úrvalsdeildinni á nýafstöðnu tímabili. Hann kom m.a. við sögu í leikjum gegn Inter, AC Milan og Napoli.

Bologna endaði í 12. sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar með 47 stig. Liðið gerði 1-1 jafntefli við Torino í lokaumferðinni á sunnudaginn. Andri lék síðustu átján mínútur leiksins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×