Fótbolti

Dagskráin í dag: Hverjir fara upp í ensku úrvalsdeildina?

Ísak Hallmundarson skrifar
Tekst Brentford að fara upp í efstu deild á Englandi í fyrsta skipti síðan árið 1947?
Tekst Brentford að fara upp í efstu deild á Englandi í fyrsta skipti síðan árið 1947? getty/Catherine Ivill

Í dag ræðst hvaða lið fylgir Leeds og West Brom upp í deild þeirra bestu á Englandi. 

Brentford og Fulham mætast í úrslitaleik á Wembley um síðasta lausa sætið í ensku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð. Leikurinn verður í beinni á Stöð 2 Sport 2 og hefst útsending kl. 18:30. 

Bæði lið voru aðeins tveimur stigum á eftir West Bromwich Albion sem endaði í öðru sæti Championship-deildarinnar og fór beint upp. Fulham lék síðast í ensku úrvalsdeildinni fyrir ári síðan, eða tímabilið 2018-19. Brentford hefur ekki spilað í efstu deild á Englandi síðan árið 1947. Það verður spennandi að sjá hvort liðið hefur betur í dag og mætir til leiks í ensku úrvalsdeildina þann 12. september næstkomandi.

Það verður síðan nóg um að vera fyrir fótboltaaðdáendur á öllum sportrásum Stöðvar 2. Sýndir verða leikir úr síðustu umferð Mjólkurbikarsins, leikir úr ítölsku deildinni og klassískir leikir úr enska bikarnum. Alla dagskránna má sjá hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×