Erlent

Tala látinna sögð þre­falt hærri en stjórn­völd halda fram

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Frá höfuðborg Írans, Teheran.
Frá höfuðborg Írans, Teheran. EPA/ABEDIN TAHERKENAREH

Tala þeirra sem látist hafa af völdum kórónuveirunnar í Íran er þrefalt hærri en opinberar tölur ríkisstjórnarinnar gefa til kynna. Þetta sýna tölur sem breska ríkisútvarpið fékk sendar frá ónanfgreindum heimildarmanni, en tekur þó trúanlegar.

Samkvæmt fréttum BBC af málinu virðast innri gögn ríkisstjórnarinnar sýna að hátt í 42 þúsund manns hafi látist af völdum kórónuveirunnar fram að 20. júlí í Íran. Opinberar tölur á vegum heilbrigðisráðuneytisins í landinu segja hins vegar að rúmlega 14 þúsund hafi látist á sama tímabili.

Þá segja opinberar tölur að tæplega 279 þúsund manns hafi smitast af veirunni, en óbirt gögn ríkisstjórnarinnar benda til þess að raunverulega talan sé yfir 450 þúsund manns.

Eins og áður segir fékk breska ríkisútvarpið tölurnar sendar frá ónafngreindum heimildarmanni. Með tölunum fylgdu upplýsingar um sjúklinga, svo sem nöfn þeirra, aldur, kyn, einkenni og sá tími sem sjúklingar vörðu á spítala. Breska ríkisútvarpið segir ákveðin atriði á listanum stemma við upplýsingar sem það hafði fyrir um ákveðna kórónuveirusjúklinga í Íran, bæði lifandi og látna.

Í gögnunum er einnig að finna upplýsingar um fyrsta dauðsfallið af völdum kórónuveirunnar í Íran. Samkvæmt þeim varð það 22. janúar á þessu ári, eða tæpum mánuði áður en yfirvöld skráðu fyrsta dauðsfallið af völdum veirunnar í landinu, þann 19. febrúar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.