Fótbolti

Sjöundi leikur Andra Fannars á Ítalíu á leiktíðinni

Anton Ingi Leifsson skrifar
Andri Fannar hefur gert það gott á Ítalíu í vetur.
Andri Fannar hefur gert það gott á Ítalíu í vetur. vísir/getty

Andri Fannar Baldursson kom inn á sem varamaður á 72. mínútu er Bologna gerði 1-1 jafntefli við Torino í lokaumferð ítölsku úrvalsdeildarinnar.

Þetta var sjöundi leikurinn sem hinn átján ára gamli Andri Fannar tekur þátt í á þessari leiktíð með Bologna og hefur hann m.a. spilað gegn Inter og AC Milan.

Eftir jafntefli kvöldsins endar Bologna í 12. sæti deildarinnar með 47 stig. Torino endar í 16. sætinu með 39 stig.

Genoa bjargaði sér frá falli og sendi Lecce niður í B-deildina. Genoa vann 3-0 sigur á Verona á meðan Lecce tapaði fyrir Parma á heimavelli, 3-4, í frábærum leik leik.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.