Fótbolti

Misjafnt gengi landsliðskvennana í Svíþjóð | Sara Björk kom inn af bekknum

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Sara Björk kom inn af varamannabekk Lyon er liðið tryggði sér sæti í úrslitum franska bikarsins.
Sara Björk kom inn af varamannabekk Lyon er liðið tryggði sér sæti í úrslitum franska bikarsins. Vísir/Bára

Landsliðskonurnar Glódís Perla Viggósdóttir, Svava Rós Guðmundsdóttir og Guðrún Arnardóttir voru allar eldlínunni í sænsku úrvalsdeildinni í dag. Þá kom landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir inn af varamannabekk Lyon í sínum fyrsta mótsleik er liðið komst naumlega áfram í franska bikarnum.

Glódís Perla var óvænt í stöðu hægri bakvarðar er Rosengård lagði Piteå 2-1 á heimavelli í dag.  Rosengård var komið í 2-0 eftir aðeins 20 mínútur en gestirnir bitu frá sér í síðari hálfleik. Þær minnkuðu muninn á 58. mínútu en nær komust leikmenn Piteå ekki.

Lokatölur eins og áður sagði 2-1 og Rosengård þar með komið á toppinn með 19 stig, tveimur meira en Göteborg sem á þó leik til góða.

Svava Rós Guðmundsdóttir lék allan leikinn er Kristianstad gerði 1-1 jafntefli við Umeå. Jafntefli einkar svekkjandi niðurstaða þar sem Umeå jafnaði undir lok venjulegs leiktíma. Þá var Guðrún Arnardóttir í byrjunarliði Djurgården sem tapaði 1-0 á útivelli gegn Växjö.

Kristianstad er í 4. sæti deildarinnar með 12 stig á meðan Djurgården er í 8. sæti með átta stig.

Að lokum tryggði Nikita Parris franska stórliðinu Lyon 1-0 sigur á Guingamp í undanúrslitum franska bikarsins. Sara Björk spilaði síðustu 20 mínúturnar í leiknum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.