Fótbolti

PSG deildarbikarmeistari eftir víta­spyrnu­keppni er keppnin fór fram í síðasta sinn

Anton Ingi Leifsson skrifar
Neymar í baráttunni í kvöld.
Neymar í baráttunni í kvöld. vísir/getty

PSG er franskur deildarbikarmeistari eftir sigur á Lyon í vítaspyrnukeppni í kvöld. Staðan var markalaus allt þangað til í vítaspyrnukeppninni.

Þetta er í fjórða skiptið sem liðin mætast í úrslitaleik og það þarf að framlengja. Þetta er þó í fyrsta sinn sem PSG vinnur eftir framlengingu og vítaspyrnukeppni.

Ekkert mark var skorað í venjulegum leiktíma og heldur ekkert í framlengingunni en á 120. mínútu fékk Rafael, fyrrum leikmaður Man. United, rautt spjald.

Það kom þó ekki að sök því framlengingin var nánast búin og því réðust úrslitin í vítaspyrnukeppni.

Bæði lið skoruðu úr fimm fyrstu spyrnum sínum og réðust úrslitin í sjöttu umferðinni. Bertrand Traore brenndi af fyrir Lyon og Pablo Sarabia tryggði PSG sigurinn.

Gott veganesti fyrir PSG inn í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar sem fara fram í ágúst mánuði en franski deildarbikarinn verður nú lagður af.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.