Fótbolti

PSG deildarbikarmeistari eftir víta­spyrnu­keppni er keppnin fór fram í síðasta sinn

Anton Ingi Leifsson skrifar
Neymar í baráttunni í kvöld.
Neymar í baráttunni í kvöld. vísir/getty

PSG er franskur deildarbikarmeistari eftir sigur á Lyon í vítaspyrnukeppni í kvöld. Staðan var markalaus allt þangað til í vítaspyrnukeppninni.

Þetta er í fjórða skiptið sem liðin mætast í úrslitaleik og það þarf að framlengja. Þetta er þó í fyrsta sinn sem PSG vinnur eftir framlengingu og vítaspyrnukeppni.

Ekkert mark var skorað í venjulegum leiktíma og heldur ekkert í framlengingunni en á 120. mínútu fékk Rafael, fyrrum leikmaður Man. United, rautt spjald.

Það kom þó ekki að sök því framlengingin var nánast búin og því réðust úrslitin í vítaspyrnukeppni.

Bæði lið skoruðu úr fimm fyrstu spyrnum sínum og réðust úrslitin í sjöttu umferðinni. Bertrand Traore brenndi af fyrir Lyon og Pablo Sarabia tryggði PSG sigurinn.

Gott veganesti fyrir PSG inn í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar sem fara fram í ágúst mánuði en franski deildarbikarinn verður nú lagður af.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×