Innlent

Starfs­fólk hjúkrunar­heimila fari í fjór­tán daga sótt­kví

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Aðstandendur heimilismanna á hjúkrunarheimilinu Hömrum í Mosfellsbæ kíkja í heimsókn í vor, þegar samkomubann stóð sem hæst.
Aðstandendur heimilismanna á hjúkrunarheimilinu Hömrum í Mosfellsbæ kíkja í heimsókn í vor, þegar samkomubann stóð sem hæst. Vísir/vilhelm

Reynt verður eins og hægt er að senda starfsmenn hjúkrunarheimila sem koma frá útlöndum í fjórtán daga sóttkví áður en þeir koma til vinnu. Þetta kom fram í máli Ölmu Möller landlæknis á upplýsingafundi almannavarna vegna kórónuveirunnar í dag.

Alma sagði að haldinn hefði verið fundur í samráðshópi hjúkrunarheimila í morgun. Leiðbeiningar um starf og heimsóknir þar verði uppfærðar og birtar eftir helgi. Á fundinum hafi þó verið ákveðið að reyna, eins og hægt er, að starfsmenn sem koma erlendis frá komi ekki til vinnu fyrr en að lokinni fjórtán daga sóttkví.

Þar sem staðbundin smit eru í samfélaginu gangi hjúkrunarheimili lengra með frekari heimsóknartakmarkanir. Svo þurfa starfsmenn og aðstandendur að sýna ýtrustu smitgát.

Heimsóknir verði takmarkaðar við einn nánasta aðstandanda á degi hverjum og þeir aðstandendur sem koma mjög oft haldi sig í sóttkví B meðan óvissa ríkir. Þá einangri deildir sig eins og hægt er og starfsmenn fari ekki milli deilda nema brýna nauðsyn krefji. Stoðþjónusta á borð við hárgreiðslu verður áfram í boði.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×