Ekki ólíklegt að áfram verði hert og slakað þar til bóluefni kemur á markað Kristín Ólafsdóttir skrifar 31. júlí 2020 15:15 Alma Möller, landlæknir. Vísir/vilhelm Það kæmi ekki á óvart þótt ýmist þyrfti að slaka á aðgerðum vegna kórónuveirunnar og herða þær á ný þangað til bóluefni við veirunni er komið á markað. Þetta kom fram í máli Ölmu Möller á upplýsingafundi almannavarna nú síðdegis. Alma sagði að vegna þeirrar stöðu sem uppi er núna þurfi allir að vera sérstaklega á varðbergi gagnvart einkennum. Hún minnti á að helstu einkenni sem borið hefur á undanfarið eru hálssærindi, hiti, slappleiki, höfuðverkur, hósti og andþyngsli. Þá minnti hún á sjaldgæfari einkenni eins og tap á bragð- og lyktarskyni, ógleði, uppköst og niðurgangur. Fólk með einkenni haldi sig heima og veri ekki á ferðinni fyrr en neikvætt sýni liggi fyrir. Þá þakkaði Alma almenningi fyrir að hafa brugðist vel við hertum aðgerðum. „Mér finnst fólk almennt sýna mikinn skilning og ég veit að það mun enginn láta sitt eftir liggja, enda mikið í húfi. […] Við þurfum öll að sýna yfirvegun, tala af varfærni og skynsemi, notum ekki stærri orð en þörf er á og völdum ekki öðrum kvíða. Einhverjum finnst of lítið gert, öðrum of mikið en sóttvarnalæknir reynir að fara bil beggja og það hefur alltaf verið helsta markmiðið að grípa ekki til harðari aðgerða en þörf er á,“ sagði Alma. „Þessi veira er sjálfri sér samkvæm. Hún rís upp þegar slakað er á og það kæmi ekki á óvart þótt við yrðum í því að herða og slaka þar til bóluefni er fram komið.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Skólar og aðrar stofnanir þurfa að undirbúa skerta starfsemi Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir skynsamlegt að skólastjórnendur og fyrirtæki undirbúi sig ef grípa þarf til hertari aðgerða í haust. 31. júlí 2020 15:10 „Við erum alls ekki að mæla með almennri notkun á grímum“ Sóttvarnalæknir segir nýjar niðurstöður um grímunotkun í ákveðnum tilfellum hafa verið grunninn að nýjum tilmælum stjórnvalda. 31. júlí 2020 13:00 Níu af ellefu nýsmituðum voru ekki í sóttkví Níu af þeim ellefu sem greindust með innanlandssmit í gær voru ekki í sóttkví við greiningu. Tveir voru í sóttkví. 31. júlí 2020 12:23 Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira
Það kæmi ekki á óvart þótt ýmist þyrfti að slaka á aðgerðum vegna kórónuveirunnar og herða þær á ný þangað til bóluefni við veirunni er komið á markað. Þetta kom fram í máli Ölmu Möller á upplýsingafundi almannavarna nú síðdegis. Alma sagði að vegna þeirrar stöðu sem uppi er núna þurfi allir að vera sérstaklega á varðbergi gagnvart einkennum. Hún minnti á að helstu einkenni sem borið hefur á undanfarið eru hálssærindi, hiti, slappleiki, höfuðverkur, hósti og andþyngsli. Þá minnti hún á sjaldgæfari einkenni eins og tap á bragð- og lyktarskyni, ógleði, uppköst og niðurgangur. Fólk með einkenni haldi sig heima og veri ekki á ferðinni fyrr en neikvætt sýni liggi fyrir. Þá þakkaði Alma almenningi fyrir að hafa brugðist vel við hertum aðgerðum. „Mér finnst fólk almennt sýna mikinn skilning og ég veit að það mun enginn láta sitt eftir liggja, enda mikið í húfi. […] Við þurfum öll að sýna yfirvegun, tala af varfærni og skynsemi, notum ekki stærri orð en þörf er á og völdum ekki öðrum kvíða. Einhverjum finnst of lítið gert, öðrum of mikið en sóttvarnalæknir reynir að fara bil beggja og það hefur alltaf verið helsta markmiðið að grípa ekki til harðari aðgerða en þörf er á,“ sagði Alma. „Þessi veira er sjálfri sér samkvæm. Hún rís upp þegar slakað er á og það kæmi ekki á óvart þótt við yrðum í því að herða og slaka þar til bóluefni er fram komið.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Skólar og aðrar stofnanir þurfa að undirbúa skerta starfsemi Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir skynsamlegt að skólastjórnendur og fyrirtæki undirbúi sig ef grípa þarf til hertari aðgerða í haust. 31. júlí 2020 15:10 „Við erum alls ekki að mæla með almennri notkun á grímum“ Sóttvarnalæknir segir nýjar niðurstöður um grímunotkun í ákveðnum tilfellum hafa verið grunninn að nýjum tilmælum stjórnvalda. 31. júlí 2020 13:00 Níu af ellefu nýsmituðum voru ekki í sóttkví Níu af þeim ellefu sem greindust með innanlandssmit í gær voru ekki í sóttkví við greiningu. Tveir voru í sóttkví. 31. júlí 2020 12:23 Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira
Skólar og aðrar stofnanir þurfa að undirbúa skerta starfsemi Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir skynsamlegt að skólastjórnendur og fyrirtæki undirbúi sig ef grípa þarf til hertari aðgerða í haust. 31. júlí 2020 15:10
„Við erum alls ekki að mæla með almennri notkun á grímum“ Sóttvarnalæknir segir nýjar niðurstöður um grímunotkun í ákveðnum tilfellum hafa verið grunninn að nýjum tilmælum stjórnvalda. 31. júlí 2020 13:00
Níu af ellefu nýsmituðum voru ekki í sóttkví Níu af þeim ellefu sem greindust með innanlandssmit í gær voru ekki í sóttkví við greiningu. Tveir voru í sóttkví. 31. júlí 2020 12:23