Ekki ólíklegt að áfram verði hert og slakað þar til bóluefni kemur á markað Kristín Ólafsdóttir skrifar 31. júlí 2020 15:15 Alma Möller, landlæknir. Vísir/vilhelm Það kæmi ekki á óvart þótt ýmist þyrfti að slaka á aðgerðum vegna kórónuveirunnar og herða þær á ný þangað til bóluefni við veirunni er komið á markað. Þetta kom fram í máli Ölmu Möller á upplýsingafundi almannavarna nú síðdegis. Alma sagði að vegna þeirrar stöðu sem uppi er núna þurfi allir að vera sérstaklega á varðbergi gagnvart einkennum. Hún minnti á að helstu einkenni sem borið hefur á undanfarið eru hálssærindi, hiti, slappleiki, höfuðverkur, hósti og andþyngsli. Þá minnti hún á sjaldgæfari einkenni eins og tap á bragð- og lyktarskyni, ógleði, uppköst og niðurgangur. Fólk með einkenni haldi sig heima og veri ekki á ferðinni fyrr en neikvætt sýni liggi fyrir. Þá þakkaði Alma almenningi fyrir að hafa brugðist vel við hertum aðgerðum. „Mér finnst fólk almennt sýna mikinn skilning og ég veit að það mun enginn láta sitt eftir liggja, enda mikið í húfi. […] Við þurfum öll að sýna yfirvegun, tala af varfærni og skynsemi, notum ekki stærri orð en þörf er á og völdum ekki öðrum kvíða. Einhverjum finnst of lítið gert, öðrum of mikið en sóttvarnalæknir reynir að fara bil beggja og það hefur alltaf verið helsta markmiðið að grípa ekki til harðari aðgerða en þörf er á,“ sagði Alma. „Þessi veira er sjálfri sér samkvæm. Hún rís upp þegar slakað er á og það kæmi ekki á óvart þótt við yrðum í því að herða og slaka þar til bóluefni er fram komið.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Skólar og aðrar stofnanir þurfa að undirbúa skerta starfsemi Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir skynsamlegt að skólastjórnendur og fyrirtæki undirbúi sig ef grípa þarf til hertari aðgerða í haust. 31. júlí 2020 15:10 „Við erum alls ekki að mæla með almennri notkun á grímum“ Sóttvarnalæknir segir nýjar niðurstöður um grímunotkun í ákveðnum tilfellum hafa verið grunninn að nýjum tilmælum stjórnvalda. 31. júlí 2020 13:00 Níu af ellefu nýsmituðum voru ekki í sóttkví Níu af þeim ellefu sem greindust með innanlandssmit í gær voru ekki í sóttkví við greiningu. Tveir voru í sóttkví. 31. júlí 2020 12:23 Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Fleiri fréttir Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Sjá meira
Það kæmi ekki á óvart þótt ýmist þyrfti að slaka á aðgerðum vegna kórónuveirunnar og herða þær á ný þangað til bóluefni við veirunni er komið á markað. Þetta kom fram í máli Ölmu Möller á upplýsingafundi almannavarna nú síðdegis. Alma sagði að vegna þeirrar stöðu sem uppi er núna þurfi allir að vera sérstaklega á varðbergi gagnvart einkennum. Hún minnti á að helstu einkenni sem borið hefur á undanfarið eru hálssærindi, hiti, slappleiki, höfuðverkur, hósti og andþyngsli. Þá minnti hún á sjaldgæfari einkenni eins og tap á bragð- og lyktarskyni, ógleði, uppköst og niðurgangur. Fólk með einkenni haldi sig heima og veri ekki á ferðinni fyrr en neikvætt sýni liggi fyrir. Þá þakkaði Alma almenningi fyrir að hafa brugðist vel við hertum aðgerðum. „Mér finnst fólk almennt sýna mikinn skilning og ég veit að það mun enginn láta sitt eftir liggja, enda mikið í húfi. […] Við þurfum öll að sýna yfirvegun, tala af varfærni og skynsemi, notum ekki stærri orð en þörf er á og völdum ekki öðrum kvíða. Einhverjum finnst of lítið gert, öðrum of mikið en sóttvarnalæknir reynir að fara bil beggja og það hefur alltaf verið helsta markmiðið að grípa ekki til harðari aðgerða en þörf er á,“ sagði Alma. „Þessi veira er sjálfri sér samkvæm. Hún rís upp þegar slakað er á og það kæmi ekki á óvart þótt við yrðum í því að herða og slaka þar til bóluefni er fram komið.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Skólar og aðrar stofnanir þurfa að undirbúa skerta starfsemi Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir skynsamlegt að skólastjórnendur og fyrirtæki undirbúi sig ef grípa þarf til hertari aðgerða í haust. 31. júlí 2020 15:10 „Við erum alls ekki að mæla með almennri notkun á grímum“ Sóttvarnalæknir segir nýjar niðurstöður um grímunotkun í ákveðnum tilfellum hafa verið grunninn að nýjum tilmælum stjórnvalda. 31. júlí 2020 13:00 Níu af ellefu nýsmituðum voru ekki í sóttkví Níu af þeim ellefu sem greindust með innanlandssmit í gær voru ekki í sóttkví við greiningu. Tveir voru í sóttkví. 31. júlí 2020 12:23 Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Fleiri fréttir Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Sjá meira
Skólar og aðrar stofnanir þurfa að undirbúa skerta starfsemi Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir skynsamlegt að skólastjórnendur og fyrirtæki undirbúi sig ef grípa þarf til hertari aðgerða í haust. 31. júlí 2020 15:10
„Við erum alls ekki að mæla með almennri notkun á grímum“ Sóttvarnalæknir segir nýjar niðurstöður um grímunotkun í ákveðnum tilfellum hafa verið grunninn að nýjum tilmælum stjórnvalda. 31. júlí 2020 13:00
Níu af ellefu nýsmituðum voru ekki í sóttkví Níu af þeim ellefu sem greindust með innanlandssmit í gær voru ekki í sóttkví við greiningu. Tveir voru í sóttkví. 31. júlí 2020 12:23