Níu af ellefu nýsmituðum voru ekki í sóttkví Kristín Ólafsdóttir skrifar 31. júlí 2020 12:23 Jóhann segir smitrakningu í fullum gangi. Vísir/vilhelm Níu af þeim ellefu sem greindust með innanlandssmit í gær voru ekki í sóttkví við greiningu. Tveir voru í sóttkví. Þetta staðfestir Jóhann K. Jóhannsson upplýsingafulltrúi almannavarna í samtali við Vísi. Jóhann hefur ekki upplýsingar um hvort þeir nýsmituðu séu tengdir öðrum smituðum. Þó megi í það minnsta leiða að því líkum að tengsl séu fyrir hendi hjá þeim tveimur sem voru í sóttkví er þeir greindust. Jóhann segir smitrakningu í fullum gangi og greint verði frekar frá henni á upplýsingafundi almannavarna klukkan tvö. Víðir Reynisson hjá Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að smituðum væri nú að fjölga að hluta til vegna þess að landsmenn hafi slegið slöku við í sóttvörnum. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn.Vísir/vilhelm „Þetta innanlandssmit sem við erum að horfa á kemur til að einhverju leyti vegna þess að við höfum slakað á okkar persónulegu sóttvörnum. Það er stóra málið fyrir alla núna. Það er handþvottur og sprittun, þessi tveggja metra fjarlægð og þetta sem við höfum oft talað um. Ekki faðmast, ekki heilsast með handabandi. Nú er þetta stóra málið,“ segir Víðir. Er hætt við að smituðum haldi áfram að fjölga næstu daga? „Aðgerðirnar miðast að því að hefta þetta og hluti þeirra sem greindust í dag voru þegar í sóttkví, sem segir að þetta beri nokkurn árangur nú þegar. Þannig að við erum að haldaþessu áfram næstu dagana. Það er erfitt að segja, við settum þessar reglur til tveggja vikna vegna þess að við teljum að það sé tíminn sem gæti tekið að ná utan um þetta,“ segir Víðir. Alls eru 50 nú í einangrun á landinu, samkvæmt nýuppfærðum tölum á Covid.is. Þá greindust þrír með veiruna á landamærunum í gær; einn er með virkt smit, einn með mótefni og einn bíður eftir niðurstöðu úr mótefnamælingu. 287 eru í sóttkví og fjölgar um 72 síðan í gær. Hertar aðgerðir vegna bylgju nýsmita sem nú hefur komið upp taka gildi á hádegi í dag. Þar með verða fjöldamörk samkomubanns lækkuð í hundrað og tveggja metra reglunni komið aftur á. Upplýsingafundur almannavarna verður haldinn vegna veirunnar klukkan 14 í dag og sýndur í beinni útsendingu hér á Vísi. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ellefu innanlandssmit til viðbótar Ellefu ný innanlandssmit kórónuveirunnar greindust síðasta sólarhringinn og eru alls 50 nú í einangrun á landinu. 31. júlí 2020 11:08 Engin hættulaus leið til að opna landamæri Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin, WHO, segir ómögulegt að opna landamæri ríkja án áhættu á meðan heimsfaraldur nýju kórónuveirunnar stendur yfir. Þrátt fyrir það sé ekki hægt að hafa landamæri lokuð til lengdar. 31. júlí 2020 10:41 Halda grímuskyldu til streitu Forsvarsmenn Strætó hafa tekið þá ákvörðun að halda andlitsgrímuskyldu um borð í strætisvögnum til streitu. 31. júlí 2020 09:23 Mest lesið „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent Holskefla í kortunum Innlent Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Innlent Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Sjá meira
Níu af þeim ellefu sem greindust með innanlandssmit í gær voru ekki í sóttkví við greiningu. Tveir voru í sóttkví. Þetta staðfestir Jóhann K. Jóhannsson upplýsingafulltrúi almannavarna í samtali við Vísi. Jóhann hefur ekki upplýsingar um hvort þeir nýsmituðu séu tengdir öðrum smituðum. Þó megi í það minnsta leiða að því líkum að tengsl séu fyrir hendi hjá þeim tveimur sem voru í sóttkví er þeir greindust. Jóhann segir smitrakningu í fullum gangi og greint verði frekar frá henni á upplýsingafundi almannavarna klukkan tvö. Víðir Reynisson hjá Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að smituðum væri nú að fjölga að hluta til vegna þess að landsmenn hafi slegið slöku við í sóttvörnum. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn.Vísir/vilhelm „Þetta innanlandssmit sem við erum að horfa á kemur til að einhverju leyti vegna þess að við höfum slakað á okkar persónulegu sóttvörnum. Það er stóra málið fyrir alla núna. Það er handþvottur og sprittun, þessi tveggja metra fjarlægð og þetta sem við höfum oft talað um. Ekki faðmast, ekki heilsast með handabandi. Nú er þetta stóra málið,“ segir Víðir. Er hætt við að smituðum haldi áfram að fjölga næstu daga? „Aðgerðirnar miðast að því að hefta þetta og hluti þeirra sem greindust í dag voru þegar í sóttkví, sem segir að þetta beri nokkurn árangur nú þegar. Þannig að við erum að haldaþessu áfram næstu dagana. Það er erfitt að segja, við settum þessar reglur til tveggja vikna vegna þess að við teljum að það sé tíminn sem gæti tekið að ná utan um þetta,“ segir Víðir. Alls eru 50 nú í einangrun á landinu, samkvæmt nýuppfærðum tölum á Covid.is. Þá greindust þrír með veiruna á landamærunum í gær; einn er með virkt smit, einn með mótefni og einn bíður eftir niðurstöðu úr mótefnamælingu. 287 eru í sóttkví og fjölgar um 72 síðan í gær. Hertar aðgerðir vegna bylgju nýsmita sem nú hefur komið upp taka gildi á hádegi í dag. Þar með verða fjöldamörk samkomubanns lækkuð í hundrað og tveggja metra reglunni komið aftur á. Upplýsingafundur almannavarna verður haldinn vegna veirunnar klukkan 14 í dag og sýndur í beinni útsendingu hér á Vísi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ellefu innanlandssmit til viðbótar Ellefu ný innanlandssmit kórónuveirunnar greindust síðasta sólarhringinn og eru alls 50 nú í einangrun á landinu. 31. júlí 2020 11:08 Engin hættulaus leið til að opna landamæri Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin, WHO, segir ómögulegt að opna landamæri ríkja án áhættu á meðan heimsfaraldur nýju kórónuveirunnar stendur yfir. Þrátt fyrir það sé ekki hægt að hafa landamæri lokuð til lengdar. 31. júlí 2020 10:41 Halda grímuskyldu til streitu Forsvarsmenn Strætó hafa tekið þá ákvörðun að halda andlitsgrímuskyldu um borð í strætisvögnum til streitu. 31. júlí 2020 09:23 Mest lesið „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent Holskefla í kortunum Innlent Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Innlent Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Sjá meira
Ellefu innanlandssmit til viðbótar Ellefu ný innanlandssmit kórónuveirunnar greindust síðasta sólarhringinn og eru alls 50 nú í einangrun á landinu. 31. júlí 2020 11:08
Engin hættulaus leið til að opna landamæri Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin, WHO, segir ómögulegt að opna landamæri ríkja án áhættu á meðan heimsfaraldur nýju kórónuveirunnar stendur yfir. Þrátt fyrir það sé ekki hægt að hafa landamæri lokuð til lengdar. 31. júlí 2020 10:41
Halda grímuskyldu til streitu Forsvarsmenn Strætó hafa tekið þá ákvörðun að halda andlitsgrímuskyldu um borð í strætisvögnum til streitu. 31. júlí 2020 09:23