Innlent

Handtaka vegna heimilisofbeldis

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Kyn eða aldur manneskjunnar sem varði nóttinni í fangaklefa eru ekki tilgreind í dagbók lögreglu.
Kyn eða aldur manneskjunnar sem varði nóttinni í fangaklefa eru ekki tilgreind í dagbók lögreglu. Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segist hafa handtekið einstakling vegna heimilisofbeldis í nótt. Tvö slík eiga að hafa komið upp og segir lögreglan í dagbók sinni að öðru þeirra hafi lokið með handtöku og flutningi í fangaklefa.

Nóttin virðist að öðru leyti hafa verið nokkuð róleg hjá embættinu. Aðeins tveir eru sagðir hafa varið nóttinni í haldi lögreglu eftir þau 58 mál sem komu inn á borð lögreglunnar frá klukkan fimm síðdegis til fimm í morgun.

Þá segir lögreglan að sex ökumenn hafi komist í kast við lögin vegna gruns um að þeir ækju undir áhrifum vímuefna og jafnframt hafi nokkrar hávaðakvartanir borist.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×