Telur ekki að of brátt hafi verið farið í opnun landsins Vésteinn Örn Pétursson skrifar 30. júlí 2020 11:34 Katrín segir Ísland hafa nálgast komu ferðamanna hingað til lands með varfærni. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segist ekki telja að of brátt hafi verið farið í opnun landsins og að ekki hafi verið mistök að liðka fyrir komu ferðamanna hingað til lands. Þetta kom fram í máli hennar á fréttamannafundi vegna hertra aðgerða í baráttunni við faraldur kórónuveirunnar. Katrín segir að þegar Ísland sé borið saman við aðrar þjóðir komi í ljós að Ísland hafi nálgast komur til landsins með varfærnasta mögulega hætti. Segir hún skimun á landamærunum hafa sýnt gildi sitt og sannað. Nú sé hins vegar verið að herða aðgerðir á landamærunum. „Við vitum að stór hluti sem hefur verið að koma hingað eru Íslendingar að snúa heim. Þetta er ekki einlitur veruleiki sem við búum í. Við vorum meðvituð um þessa áhættu en herðum núna reglurnar og gæti þurft að koma til frekari herðinga síðar,“ sagði Katrín. Lá fyrir að grípa þyrfti inn í Í viðtali við fréttastofu beint eftir fundinn sagði Katrín að hertar aðgerðir vegna faraldursins hafi verið aðaldagskrármálið á fundi ríkisstjórnar í morgun. Það hafi legið fyrir að grípa þyrfti inn í vegna fjölgunar smita. Þá útilokar Katrín ekki að stjórnvöld grípi til frekari efnahagsaðgerða vegna áhrifa veirunnar á hagkerfið. Þá benti Katrín á að ekki sé verið að leggja til lokanir á þjónustu heldur sé verið að gera kröfu til almennings um að viðhafa sóttvarnir. Þá sagði Katrín að eins og sakir standa þurfi ekki að kalla þingið saman til þess að bregðast við. Hins vegar séu allir þingmenn meðvitaðir um að þeir gætu þurft að vera á bakvakt það sem eftir lifir sumri. Klippa: Viðtal við Katrínu Jakobsdóttur Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Fleiri fréttir Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segist ekki telja að of brátt hafi verið farið í opnun landsins og að ekki hafi verið mistök að liðka fyrir komu ferðamanna hingað til lands. Þetta kom fram í máli hennar á fréttamannafundi vegna hertra aðgerða í baráttunni við faraldur kórónuveirunnar. Katrín segir að þegar Ísland sé borið saman við aðrar þjóðir komi í ljós að Ísland hafi nálgast komur til landsins með varfærnasta mögulega hætti. Segir hún skimun á landamærunum hafa sýnt gildi sitt og sannað. Nú sé hins vegar verið að herða aðgerðir á landamærunum. „Við vitum að stór hluti sem hefur verið að koma hingað eru Íslendingar að snúa heim. Þetta er ekki einlitur veruleiki sem við búum í. Við vorum meðvituð um þessa áhættu en herðum núna reglurnar og gæti þurft að koma til frekari herðinga síðar,“ sagði Katrín. Lá fyrir að grípa þyrfti inn í Í viðtali við fréttastofu beint eftir fundinn sagði Katrín að hertar aðgerðir vegna faraldursins hafi verið aðaldagskrármálið á fundi ríkisstjórnar í morgun. Það hafi legið fyrir að grípa þyrfti inn í vegna fjölgunar smita. Þá útilokar Katrín ekki að stjórnvöld grípi til frekari efnahagsaðgerða vegna áhrifa veirunnar á hagkerfið. Þá benti Katrín á að ekki sé verið að leggja til lokanir á þjónustu heldur sé verið að gera kröfu til almennings um að viðhafa sóttvarnir. Þá sagði Katrín að eins og sakir standa þurfi ekki að kalla þingið saman til þess að bregðast við. Hins vegar séu allir þingmenn meðvitaðir um að þeir gætu þurft að vera á bakvakt það sem eftir lifir sumri. Klippa: Viðtal við Katrínu Jakobsdóttur
Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Fleiri fréttir Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Sjá meira