Fótbolti

Meistara­þynnka í Juventus og Andri Fannar spilaði í hálf­tíma

Anton Ingi Leifsson skrifar
Andri Fannar einbeittur. Hann hefur skotist fljótt upp á stjörnuhimininn.
Andri Fannar einbeittur. Hann hefur skotist fljótt upp á stjörnuhimininn. vísir/getty

Juventus varð ítalskur meistari níunda árið í röð um helgina en það var einhver meistaraþynnka í þeim í kvöld.

Juventus vann 2-0 sigur á Sampdoria um helgina og tryggði sér titilinn en í kvöld mætti liðið Cagliari á útivelli.

Það gekk ekki betur en svo að Juventus tapaði leiknum 2-0. Luca Gagliano kom Cagliari yfir á 8. mínútu og Giovanni Simeone tvöfaldaði forystuna á 45. mínútu.

Fleiri urðu mörkin ekki en forysta Juventus er fjögur stig á toppnum fyrir lokaumferðina. Inter er í 2. sætinu og Atalanta þriðja en lokaumferðin fer fram um komandi helgi.

Caglari er í 13. sætinu.

Andri Fannar Baldursson kom inn á sem varamaður á 63. mínútu er Bologna tapaði 4-0 á útivelli fyrir Fiorentina.

Bologna er í 12. sætinu með 46 stig.

Roma vann svo 3-2 sigur á Torino. Edin Dzeko, Chris Smalling og Amadou Diawara skoruðu mörk Roma sem er í 5. sætinu með 67 stig og enda þar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×