„Sérstakt“ ef færa á lögreglustjórann til Eyja Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 29. júlí 2020 19:00 Bæjarstjórinn í Vestmannaeyjum segir sérstakt að leysa eigi deilur með því að senda lögreglustjóra Suðurnesja til Eyja. Dómsmálaráðherra mun hafa beðið Ólaf Helga Kjartansson lögreglustjóra að flytja sig til Eyja og taka við lausu embætti lögreglustjóra þar vegna átaka innan embættisins á Suðurnesjum. Bæjarstjórinn í Eyjum segir bæjarbúa hissa. Sérstakt útspil „Þetta er mjög sérstakt útspil hjá ráðherra og hefur vakið talsverð viðbrögð hérna í Vestmannaeyjum. Ef dómsmálaráðherra metur viðkomandi einstakling óhæfan til að gegna því embætti sem hann er í dag er mjög sérstakt að flytja hann í sams konar embætti annars staðar,“ segir Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri. Hún segist hafa óskað eftir skýringum frá dómsmálaráðherra. „Og ég geri bara ráð fyrir því að fleiri í bæjarstjórn hafi gert það. Margir í bæjarstjórn hafa tjáð sig um þetta opinberlega. Fólk er hissa á þessu en við hljótum að fá skýringar á næstu dögum um hvað er hér í gangi.“ Ólafur Helgi hafi andmælarétt Sérfræðingar í lögum um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna sem fréttastofa ræddi við segja réttindi skipaðs embættismanns ansi mikil, svo framarlega sem hann hafi ekki beinlínis brotið af sér í starfi og brugðist hafi verið við því með viðeigandi hætti. Vilji dómsmálaráðherra flytja Ólaf Helga frá Suðurnesjum verði það að gerast í samráði við hann, gæta þurfi meðalhófs við ákvörðunina og Ólafur Helgi verði að njóta andmælaréttar sé hann ekki sáttur við ákvörðun dómsmálaráðherra. Lögreglan Stjórnsýsla Suðurnesjabær Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Starfsmannalög heimila flutning embættismanna milli embætta Í lögum um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna er kveðið á um að ráðherra geti flutt embættismann á milli embætta sem undir hann heyra. Það verði þó að gerast að ósk eða með samþykki viðkomandi embættismanns. 29. júlí 2020 12:02 Eyjamenn gagnrýna meintan flutning Ólafs Helga til Eyja „Það liggur auðvitað í hlutarins eðli að sé lögreglustjóri óhæfur til að sinna sínu embætti á Suðurnesjum er hann jafn óhæfur til að sinna því í Vestmannaeyjum.“ 28. júlí 2020 23:55 Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira
Bæjarstjórinn í Vestmannaeyjum segir sérstakt að leysa eigi deilur með því að senda lögreglustjóra Suðurnesja til Eyja. Dómsmálaráðherra mun hafa beðið Ólaf Helga Kjartansson lögreglustjóra að flytja sig til Eyja og taka við lausu embætti lögreglustjóra þar vegna átaka innan embættisins á Suðurnesjum. Bæjarstjórinn í Eyjum segir bæjarbúa hissa. Sérstakt útspil „Þetta er mjög sérstakt útspil hjá ráðherra og hefur vakið talsverð viðbrögð hérna í Vestmannaeyjum. Ef dómsmálaráðherra metur viðkomandi einstakling óhæfan til að gegna því embætti sem hann er í dag er mjög sérstakt að flytja hann í sams konar embætti annars staðar,“ segir Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri. Hún segist hafa óskað eftir skýringum frá dómsmálaráðherra. „Og ég geri bara ráð fyrir því að fleiri í bæjarstjórn hafi gert það. Margir í bæjarstjórn hafa tjáð sig um þetta opinberlega. Fólk er hissa á þessu en við hljótum að fá skýringar á næstu dögum um hvað er hér í gangi.“ Ólafur Helgi hafi andmælarétt Sérfræðingar í lögum um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna sem fréttastofa ræddi við segja réttindi skipaðs embættismanns ansi mikil, svo framarlega sem hann hafi ekki beinlínis brotið af sér í starfi og brugðist hafi verið við því með viðeigandi hætti. Vilji dómsmálaráðherra flytja Ólaf Helga frá Suðurnesjum verði það að gerast í samráði við hann, gæta þurfi meðalhófs við ákvörðunina og Ólafur Helgi verði að njóta andmælaréttar sé hann ekki sáttur við ákvörðun dómsmálaráðherra.
Lögreglan Stjórnsýsla Suðurnesjabær Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Starfsmannalög heimila flutning embættismanna milli embætta Í lögum um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna er kveðið á um að ráðherra geti flutt embættismann á milli embætta sem undir hann heyra. Það verði þó að gerast að ósk eða með samþykki viðkomandi embættismanns. 29. júlí 2020 12:02 Eyjamenn gagnrýna meintan flutning Ólafs Helga til Eyja „Það liggur auðvitað í hlutarins eðli að sé lögreglustjóri óhæfur til að sinna sínu embætti á Suðurnesjum er hann jafn óhæfur til að sinna því í Vestmannaeyjum.“ 28. júlí 2020 23:55 Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira
Starfsmannalög heimila flutning embættismanna milli embætta Í lögum um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna er kveðið á um að ráðherra geti flutt embættismann á milli embætta sem undir hann heyra. Það verði þó að gerast að ósk eða með samþykki viðkomandi embættismanns. 29. júlí 2020 12:02
Eyjamenn gagnrýna meintan flutning Ólafs Helga til Eyja „Það liggur auðvitað í hlutarins eðli að sé lögreglustjóri óhæfur til að sinna sínu embætti á Suðurnesjum er hann jafn óhæfur til að sinna því í Vestmannaeyjum.“ 28. júlí 2020 23:55