Innlent

Gísli Rúnar látinn

Samúel Karl Ólason skrifar
Gísli Rúnar Jónsson.
Gísli Rúnar Jónsson.

Gísli Rúnar Jónsson, leikari, leikstjóri, handritshöfundur og þúsundþjalasmiður, er látinn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fjölskyldu hans en þar segir að Gísli, sem var 67 ára gamall, hafi látist á heimili sínu í gær.

„Fjöl­skyld­an syrg­ir kær­leiks­rík­an og ein­stak­an fjöl­skyldu­föður og þjóðardýr­grip,“ segir í tilkynningunni.

Gísli hefur verið tíður gestur í stofum og sjónvarpsherbergjum landsmanna um árabil. Hann lék meðal annars í kvikmyndinni Stella í orlofi og skrifaði og leikstýrði Heilsubælinu og þáttunum Fastir liðir eins og venjulega. Þá má ekki gleyma Kaffibrúsakörlunum, þar sem Gísli og Júlíus Brjánsson slógu í gegn.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×