Dæmdur í 12 mánaða fangelsi fyrir vopnað rán með öxi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 29. júlí 2020 12:02 Innanstokksmunir voru illa farnir eftir ránið enda hafði ýmislegt verið brotið með öxi. Vísir/Egill Maður var fyrr í þessum mánuði dæmdur í 12 mánaða fangelsi fyrir vopnað rán og eignaspjöll í úrabúð Georgs V. Hannah í Reykjanesbæ í febrúar á þessu ári. Maðurinn réðst inn í búðina vopnaður exi og sló ítrekað í átt að búðareigendum og í innanstokksmuni sem eyðilögðust. Hann fór ófrjálsri hendi um búðina og tók með sér muni að andvirði tæpra 1,5 milljóna króna. Þar voru nokkur pör ermahnappa, hringur, bindisnælur, armbönd og hálsmen. Þá hafði hann einnig valdið eignaspjöllum í verslunum N1 og Nettó á Selfossi en honum hafði verið ekið þangað af fangavörðum frá Litla-Hrauni. Á N1 sparkaði hann í glerhurð og henti til hlutum áður en hann hélt í verslun Nettó og kastaði glerflöskum úr búðarhillum í kæli og braut flöskurnar en hann hrinti einnig stæðu með öldósum um koll. Maðurinn játaði á sig brotin sem framin voru á Selfossi en neitaði sök í vopnaða ráninu í úrabúðinni. Samkvæmt rannsóknarskýrslu lögreglulá maðurinn fyrir utan skartgripaverslunina þegar lögreglu bar að garði og var hann handtekinn á staðnum. Á honum fannst plastpoki sem innihélt skartgripina. Fyrir dómi lýsti hann því að hann myndi ekki eftir atvikinu sem átti sér stað þann 20. febrúar síðastliðinn í Reykjanesbæ en hann hafi verið afar ölvaður. Þegar honum voru sýndar útprentaðar myndir úr öryggismyndavélum verslunarinnar af ræningjanum sagðist hann ekki vera maðurinn og kvaðst ekki þekkja manninn. Honum var einnig sýnd mynd af bakpoka sem fannst í skartgripaversluninni og viðurkenndi hann að hafa átt bakpokann. Hann hefði þó aldrei framið slíkt brot áður og taldi að hann myndi ekki fremja brot sem þetta. Brotaþoli, sem rekur skartgripaverslunina ásamt foreldrum sínum, lýsti því fyrir dómi að hann hafi verið við afgreiðslustörf í versluninni ásamt foreldrum sínum þegar maðurinn hafi gengið inn með öxi. Maðurinn hafi byrjað að mölva gler og hefði öskrað eitthvað óskiljanlegt. Brotaþolinn hafi þá leitað skjóls í bakherbergi og hafi ákærði þá tekið til við að tína til gull og önnur verðmæti. Faðir brotaþola, hafi notað ryksugurör til að bægja manninn frá sér. Maðurinn hafi svo grýtt öxinni í átt að brotaþola áður en hann hefði rokið út. Dómsmál Reykjanesbær Tengdar fréttir Mikið tjón á innanstokksmunum eftir vopnað rán Mikið tjón varð á innanstokksmunum eftir tilraun til vopnaðs ráns hjá úrsmið í Keflavík í dag. Glerborð sem hafa skartgripi til sýnis eru mölbrotin eftir að ungur karlmaður hjó í þau með öxi. Engan sakaði en starfsfólk kom sér strax í skjól. 20. febrúar 2020 19:00 Vopnað rán hjá úrsmið í Reykjanesbæ Vopnað rán var framið í verslun í Reykjanesbæ í dag. 20. febrúar 2020 13:10 Vörðust vopnaða manninum með ryksuguröri Viðskiptavinur á leið frá úrsmiðnum sá vopnaðan mann á leið inn og gerði lögreglu viðvart. 20. febrúar 2020 22:46 Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent „Málið er fast“ Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Fleiri fréttir Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Sjá meira
Maður var fyrr í þessum mánuði dæmdur í 12 mánaða fangelsi fyrir vopnað rán og eignaspjöll í úrabúð Georgs V. Hannah í Reykjanesbæ í febrúar á þessu ári. Maðurinn réðst inn í búðina vopnaður exi og sló ítrekað í átt að búðareigendum og í innanstokksmuni sem eyðilögðust. Hann fór ófrjálsri hendi um búðina og tók með sér muni að andvirði tæpra 1,5 milljóna króna. Þar voru nokkur pör ermahnappa, hringur, bindisnælur, armbönd og hálsmen. Þá hafði hann einnig valdið eignaspjöllum í verslunum N1 og Nettó á Selfossi en honum hafði verið ekið þangað af fangavörðum frá Litla-Hrauni. Á N1 sparkaði hann í glerhurð og henti til hlutum áður en hann hélt í verslun Nettó og kastaði glerflöskum úr búðarhillum í kæli og braut flöskurnar en hann hrinti einnig stæðu með öldósum um koll. Maðurinn játaði á sig brotin sem framin voru á Selfossi en neitaði sök í vopnaða ráninu í úrabúðinni. Samkvæmt rannsóknarskýrslu lögreglulá maðurinn fyrir utan skartgripaverslunina þegar lögreglu bar að garði og var hann handtekinn á staðnum. Á honum fannst plastpoki sem innihélt skartgripina. Fyrir dómi lýsti hann því að hann myndi ekki eftir atvikinu sem átti sér stað þann 20. febrúar síðastliðinn í Reykjanesbæ en hann hafi verið afar ölvaður. Þegar honum voru sýndar útprentaðar myndir úr öryggismyndavélum verslunarinnar af ræningjanum sagðist hann ekki vera maðurinn og kvaðst ekki þekkja manninn. Honum var einnig sýnd mynd af bakpoka sem fannst í skartgripaversluninni og viðurkenndi hann að hafa átt bakpokann. Hann hefði þó aldrei framið slíkt brot áður og taldi að hann myndi ekki fremja brot sem þetta. Brotaþoli, sem rekur skartgripaverslunina ásamt foreldrum sínum, lýsti því fyrir dómi að hann hafi verið við afgreiðslustörf í versluninni ásamt foreldrum sínum þegar maðurinn hafi gengið inn með öxi. Maðurinn hafi byrjað að mölva gler og hefði öskrað eitthvað óskiljanlegt. Brotaþolinn hafi þá leitað skjóls í bakherbergi og hafi ákærði þá tekið til við að tína til gull og önnur verðmæti. Faðir brotaþola, hafi notað ryksugurör til að bægja manninn frá sér. Maðurinn hafi svo grýtt öxinni í átt að brotaþola áður en hann hefði rokið út.
Dómsmál Reykjanesbær Tengdar fréttir Mikið tjón á innanstokksmunum eftir vopnað rán Mikið tjón varð á innanstokksmunum eftir tilraun til vopnaðs ráns hjá úrsmið í Keflavík í dag. Glerborð sem hafa skartgripi til sýnis eru mölbrotin eftir að ungur karlmaður hjó í þau með öxi. Engan sakaði en starfsfólk kom sér strax í skjól. 20. febrúar 2020 19:00 Vopnað rán hjá úrsmið í Reykjanesbæ Vopnað rán var framið í verslun í Reykjanesbæ í dag. 20. febrúar 2020 13:10 Vörðust vopnaða manninum með ryksuguröri Viðskiptavinur á leið frá úrsmiðnum sá vopnaðan mann á leið inn og gerði lögreglu viðvart. 20. febrúar 2020 22:46 Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent „Málið er fast“ Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Fleiri fréttir Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Sjá meira
Mikið tjón á innanstokksmunum eftir vopnað rán Mikið tjón varð á innanstokksmunum eftir tilraun til vopnaðs ráns hjá úrsmið í Keflavík í dag. Glerborð sem hafa skartgripi til sýnis eru mölbrotin eftir að ungur karlmaður hjó í þau með öxi. Engan sakaði en starfsfólk kom sér strax í skjól. 20. febrúar 2020 19:00
Vopnað rán hjá úrsmið í Reykjanesbæ Vopnað rán var framið í verslun í Reykjanesbæ í dag. 20. febrúar 2020 13:10
Vörðust vopnaða manninum með ryksuguröri Viðskiptavinur á leið frá úrsmiðnum sá vopnaðan mann á leið inn og gerði lögreglu viðvart. 20. febrúar 2020 22:46