Erlent

Samþykktu lög til að þrengja að samfélagsmiðlum

Kjartan Kjartansson skrifar
Samfélagsmiðlarisarnir Youtube, Facebook og Twitter hafa enn ekki tjáð sig um aðgerðir tyrkneskra stjórnvalda.
Samfélagsmiðlarisarnir Youtube, Facebook og Twitter hafa enn ekki tjáð sig um aðgerðir tyrkneskra stjórnvalda. Vísir/EPA

Tyrkneska þingið samþykkti lög sem þrengja verulega að samfélagsmiðlum í landinu verði þeir ekki að vilja þarlendra stjórnvalda. Mannréttindasamtök vara við því að lögin ógni tjáningarfrelsi í Tyrklandi verulega.

Samfélagsmiðlar sem hafa fleiri en milljón tyrkneska notendur þurfa að opna skrifstofur í Tyrklandi og fjarlægja efni ef stjórnvöld fara þess á leit. Geri fyrirtækin það ekki eiga þau yfir höfði sér sektir auk þess sem yfirvöld gætu hægt svo á gagnaflutningum að miðlarnir væru svo gott sem ónothæfir.

Recep Erdogan forseti hefur lýst samfélagsmiðlum sem ósiðlegum og vill að þeir lúti ströngum reglum. AKP, stjórnarflokkur hans, og samstarfsflokkurinn MHP, lögðu málið fram á þingi og samþykktu í morgun, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC.

Andstæðingar laganna segja þau eiga eftir að leiða til aukinnar ritskoðunar stjórnvalda sem hafa í gegnum tíðina gripið til þess ráðs að hægja á gagnaflutningum á netinu til að koma í veg fyrir að landsmenn noti samfélagsmiðla, til dæmis eftir hryðjuverkaárásir.

Mannréttindasamtökin Amnesty International telja lagasetninguna líklega kræfustu árás tyrkneskra stjórnvalda á tjáningarfrelsið til þessa.


Tengdar fréttir

Greiða atkvæði um framtíð samfélagsmiðla í Tyrklandi

Tyrkneska þingið undirbýr nú atkvæðagreiðslu um lagafrumvarp sem myndi, ef það yrði samþykkt, veita yfirvöldum víðtækar heimildir til þess hafa áhrif á samfélagsmiðla og það sem birtist á þeim.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×