Henry lagði Guðlaug Victor í einelti en bauð honum svo í heimsókn Sindri Sverrisson skrifar 29. júlí 2020 11:30 Guðlaugur Victor Pálsson hefur verið í byrjunarliði Íslands í síðustu mótsleikjum, sem hægri bakvörður. Hér er hann á ferðinni gegn Andorra. VÍSIR/VILHELM Guðlaugur Victor Pálsson reif eitt sinn kjaft við knattspyrnugoðsögnina Thierry Henry þegar þeir voru liðsfélagar í New York. Frakkinn lagði Victor í einelti vikurnar á eftir. Guðlaugur Victor segir frá þessu í Podcasti Sölva Tryggvasonar. Þar ræddu þeir meðal annars um þættina The Last Dance á Netflix, og hugarfar Michael Jordan sem minnti Guðlaug Victor um margt á Henry og árið sem þeir léku saman 2012. „Maður hugsaði oft bara; hvernig nennirðu að vera svona? Þú ert kominn til New York 35 ára gamall, einn besti „striker“ frá upphafi, búinn að vinna allt, hvernig nennirðu að vera svona,“ segir Guðlaugur Victor og á þá við hversu brjálaður Henry var á hverri einustu æfingu. Íslenski landsliðsmaðurinn ætlaði einu sinni að láta Henry heyra það, en fékk að finna fyrir því að það væri ekki góð ákvörðun. Í tvær vikur var ég fórnarlambið hans „Ég svaraði honum einu sinni og hann lét mig finna fyrir því í tvær vikur á eftir. Alltaf þegar ég var með boltann þá reyndi hann að tækla mig upp í hné – hann tók mig af lífi. Í þessar tvær vikur var ég „victim-ið“ hans. Hann tók mig alltaf fyrir; í hvaða fötum ég var, hvað ég gerði á æfingum og fleira. Hann rústaði mér,“ segir Guðlaugur Victor, sem segist þó hafa átt það skilið hvernig Henry lét. Eftir að Henry hafði kennt Guðlaugi Victori sína lexíu bauð hann honum heim til sín að horfa á vináttuleik Íslands og Frakklands sem fór fram á þessum tíma. Hann kveðst þó ekki vita hvort það hafi verið vegna þess hvernig Henry hafði látið vikurnar á undan. „Hann býður mér heim til sín að horfa á leikinn, þannig að við vorum bara tveir saman að horfa á Ísland - Frakkland... og mér fannst þetta náttúrulega geggjað að fá að vera þarna með honum að horfa á leikinn.... Hann lét mig læra „the hard way“, en ég átti það líka skilið. Þessar tvær vikur voru alveg eftirminnilegar.“ Guðlaugur Victor, sem fékk samning hjá Liverpool aðeins 17 ára gamall, fer yfir víðan völl í þættinum en hægt er að horfa á viðtalið í heild sinni hér að neðan. MLS Fótbolti Vinnustaðamenning Mest lesið Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur í Keflavík og brunað á brautinni í Las Vegas Sport Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Fleiri fréttir Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Sjá meira
Guðlaugur Victor Pálsson reif eitt sinn kjaft við knattspyrnugoðsögnina Thierry Henry þegar þeir voru liðsfélagar í New York. Frakkinn lagði Victor í einelti vikurnar á eftir. Guðlaugur Victor segir frá þessu í Podcasti Sölva Tryggvasonar. Þar ræddu þeir meðal annars um þættina The Last Dance á Netflix, og hugarfar Michael Jordan sem minnti Guðlaug Victor um margt á Henry og árið sem þeir léku saman 2012. „Maður hugsaði oft bara; hvernig nennirðu að vera svona? Þú ert kominn til New York 35 ára gamall, einn besti „striker“ frá upphafi, búinn að vinna allt, hvernig nennirðu að vera svona,“ segir Guðlaugur Victor og á þá við hversu brjálaður Henry var á hverri einustu æfingu. Íslenski landsliðsmaðurinn ætlaði einu sinni að láta Henry heyra það, en fékk að finna fyrir því að það væri ekki góð ákvörðun. Í tvær vikur var ég fórnarlambið hans „Ég svaraði honum einu sinni og hann lét mig finna fyrir því í tvær vikur á eftir. Alltaf þegar ég var með boltann þá reyndi hann að tækla mig upp í hné – hann tók mig af lífi. Í þessar tvær vikur var ég „victim-ið“ hans. Hann tók mig alltaf fyrir; í hvaða fötum ég var, hvað ég gerði á æfingum og fleira. Hann rústaði mér,“ segir Guðlaugur Victor, sem segist þó hafa átt það skilið hvernig Henry lét. Eftir að Henry hafði kennt Guðlaugi Victori sína lexíu bauð hann honum heim til sín að horfa á vináttuleik Íslands og Frakklands sem fór fram á þessum tíma. Hann kveðst þó ekki vita hvort það hafi verið vegna þess hvernig Henry hafði látið vikurnar á undan. „Hann býður mér heim til sín að horfa á leikinn, þannig að við vorum bara tveir saman að horfa á Ísland - Frakkland... og mér fannst þetta náttúrulega geggjað að fá að vera þarna með honum að horfa á leikinn.... Hann lét mig læra „the hard way“, en ég átti það líka skilið. Þessar tvær vikur voru alveg eftirminnilegar.“ Guðlaugur Victor, sem fékk samning hjá Liverpool aðeins 17 ára gamall, fer yfir víðan völl í þættinum en hægt er að horfa á viðtalið í heild sinni hér að neðan.
MLS Fótbolti Vinnustaðamenning Mest lesið Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur í Keflavík og brunað á brautinni í Las Vegas Sport Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Fleiri fréttir Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Sjá meira