Bandaríkjamenn á Íslandi safna undirskriftum til að skipta sendiherranum út Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 28. júlí 2020 07:46 Bandaríkjamenn á Íslandi hvetja Donald Trump Bandaríkjaforset til að fjarlægja Jeffrey Ross Gunter, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, úr embætti. Getty/Bandaríska Sendiráðið Opinber undirskriftasöfnun er hafin á vef Hvíta hússins á vegum Bandaríkjamanna búsettum á Íslandi þar sem Donald Trump, Bandaríkjaforseti, er hvattur til að skipta Jeffrey Ross Gunter, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, út. Bandaríkjamennirnir segja Gunter hafa sýnt óábyrga hegðun í starfi og hafi ræðismannaþjónustu Bandaríkjanna á Íslandi og samstarfi Bandaríkjanna og Íslands liðið ekki verið sinnt undir stjórn Gunters. Þá segir í yfirlýsingunni sem fylgir undirskriftasöfnuninni að órökstuddur ótti Gunters um að hann sé ekki öruggur á Íslandi sé óábyrg hegðun hjá diplómata. Fram kom í fréttum á sunnudag að Gunter teldi sig ekki öruggan hér á landi og hafi hann óskað eftir því að fá að bera byssu á Íslandi og vildi hann einnig aukna öryggisgæslu. Þá er hann sagður hafa verið „vænisjúkur“ um öryggi sitt síðan hann kom til lands í fyrra. Gunter er sagður hafa beðið utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna um að falast eftir því við íslensk stjórnvöld að hann megi bera byssu. Þá hefur hann beðið um brynvarðan bíl og vesti sem ver hann gegn hnífstungum. Fjallað var ítarlega um málið á CBS og segir í þeirri frétt að utanríkisráðuneyti Íslands hafi ekki veitt upplýsingar um hvort beiðni hafi borist frá Bandaríkjunum um mögulegan vopnaburð Gunter, sökum þess að yfirvöld tjái sig ekki um öryggisráðstafanir erlendra erindreka. Heimildarmenn fréttastofunnar segja þó að engin beiðni hafi verið lögð fram. Gunter er reynslulaus sem erindreki en hann hefur um árabil verið húðsjúkdómalæknir í Kaliforníu. Hann er virkur í Repúblikanaflokki Bandaríkjanna og ötull stuðningsmaður Donald Trump, forseta. Hann vakti nýverið athygli hér á landi þegar hann tísti um „ósýnilegu Kínaveiruna“. Undirskriftasöfnunin fer fram, eins og áður sagði á undirskriftasöfnunarvef Hvíta hússins. Til þess að forsvarsmenn söfnunarinnar fái svar frá yfirvöldum þurfa 100.000 manns að skrifa undir. Þegar þessi frétt er skrifuð hafa 95 skrifað undir. Söfnunin fer fram hér. Bandaríkin Tengdar fréttir Ræddi mál sendiherrans í beinni útsendingu á CBS Christina Ruffini, fréttamaður CBS sem fjallaði um mál bandaríska sendiherrans á Íslandi um helgina, segir að ósk sendiherrans um að bera byssu og ráða lífvörð skjóti skökku við í ljósi þess að Ísland sé eitt öruggasta ríki heims. 27. júlí 2020 15:37 Vilja sendiherrann sinn burt Bandaríkjamenn á Íslandi vilja margir losna við sendiherra sinn sem situr í lokuðu sendiráði og vill fá að bera byssu á Íslandi. 26. júlí 2020 18:30 Sendiherrann vill bera byssu á Íslandi Jeffrey Ross Gunter, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, vill fá að bera byssu hér á landi og vill aukna öryggisgæslu. Hann er sagður hafa verið „vænisjúkur“ um öryggi sitt síðan hann kom til lands í fyrra. 26. júlí 2020 11:56 Bandaríski sendiherrann fær það óþvegið á samfélagsmiðlum Sakaður um rasisma og sagt að snauta heim til sín. 21. júlí 2020 11:08 Mest lesið Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Innlent Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent Fleiri fréttir Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Sjá meira
Opinber undirskriftasöfnun er hafin á vef Hvíta hússins á vegum Bandaríkjamanna búsettum á Íslandi þar sem Donald Trump, Bandaríkjaforseti, er hvattur til að skipta Jeffrey Ross Gunter, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, út. Bandaríkjamennirnir segja Gunter hafa sýnt óábyrga hegðun í starfi og hafi ræðismannaþjónustu Bandaríkjanna á Íslandi og samstarfi Bandaríkjanna og Íslands liðið ekki verið sinnt undir stjórn Gunters. Þá segir í yfirlýsingunni sem fylgir undirskriftasöfnuninni að órökstuddur ótti Gunters um að hann sé ekki öruggur á Íslandi sé óábyrg hegðun hjá diplómata. Fram kom í fréttum á sunnudag að Gunter teldi sig ekki öruggan hér á landi og hafi hann óskað eftir því að fá að bera byssu á Íslandi og vildi hann einnig aukna öryggisgæslu. Þá er hann sagður hafa verið „vænisjúkur“ um öryggi sitt síðan hann kom til lands í fyrra. Gunter er sagður hafa beðið utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna um að falast eftir því við íslensk stjórnvöld að hann megi bera byssu. Þá hefur hann beðið um brynvarðan bíl og vesti sem ver hann gegn hnífstungum. Fjallað var ítarlega um málið á CBS og segir í þeirri frétt að utanríkisráðuneyti Íslands hafi ekki veitt upplýsingar um hvort beiðni hafi borist frá Bandaríkjunum um mögulegan vopnaburð Gunter, sökum þess að yfirvöld tjái sig ekki um öryggisráðstafanir erlendra erindreka. Heimildarmenn fréttastofunnar segja þó að engin beiðni hafi verið lögð fram. Gunter er reynslulaus sem erindreki en hann hefur um árabil verið húðsjúkdómalæknir í Kaliforníu. Hann er virkur í Repúblikanaflokki Bandaríkjanna og ötull stuðningsmaður Donald Trump, forseta. Hann vakti nýverið athygli hér á landi þegar hann tísti um „ósýnilegu Kínaveiruna“. Undirskriftasöfnunin fer fram, eins og áður sagði á undirskriftasöfnunarvef Hvíta hússins. Til þess að forsvarsmenn söfnunarinnar fái svar frá yfirvöldum þurfa 100.000 manns að skrifa undir. Þegar þessi frétt er skrifuð hafa 95 skrifað undir. Söfnunin fer fram hér.
Bandaríkin Tengdar fréttir Ræddi mál sendiherrans í beinni útsendingu á CBS Christina Ruffini, fréttamaður CBS sem fjallaði um mál bandaríska sendiherrans á Íslandi um helgina, segir að ósk sendiherrans um að bera byssu og ráða lífvörð skjóti skökku við í ljósi þess að Ísland sé eitt öruggasta ríki heims. 27. júlí 2020 15:37 Vilja sendiherrann sinn burt Bandaríkjamenn á Íslandi vilja margir losna við sendiherra sinn sem situr í lokuðu sendiráði og vill fá að bera byssu á Íslandi. 26. júlí 2020 18:30 Sendiherrann vill bera byssu á Íslandi Jeffrey Ross Gunter, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, vill fá að bera byssu hér á landi og vill aukna öryggisgæslu. Hann er sagður hafa verið „vænisjúkur“ um öryggi sitt síðan hann kom til lands í fyrra. 26. júlí 2020 11:56 Bandaríski sendiherrann fær það óþvegið á samfélagsmiðlum Sakaður um rasisma og sagt að snauta heim til sín. 21. júlí 2020 11:08 Mest lesið Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Innlent Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent Fleiri fréttir Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Sjá meira
Ræddi mál sendiherrans í beinni útsendingu á CBS Christina Ruffini, fréttamaður CBS sem fjallaði um mál bandaríska sendiherrans á Íslandi um helgina, segir að ósk sendiherrans um að bera byssu og ráða lífvörð skjóti skökku við í ljósi þess að Ísland sé eitt öruggasta ríki heims. 27. júlí 2020 15:37
Vilja sendiherrann sinn burt Bandaríkjamenn á Íslandi vilja margir losna við sendiherra sinn sem situr í lokuðu sendiráði og vill fá að bera byssu á Íslandi. 26. júlí 2020 18:30
Sendiherrann vill bera byssu á Íslandi Jeffrey Ross Gunter, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, vill fá að bera byssu hér á landi og vill aukna öryggisgæslu. Hann er sagður hafa verið „vænisjúkur“ um öryggi sitt síðan hann kom til lands í fyrra. 26. júlí 2020 11:56
Bandaríski sendiherrann fær það óþvegið á samfélagsmiðlum Sakaður um rasisma og sagt að snauta heim til sín. 21. júlí 2020 11:08