Vilja sendiherrann sinn burt Stefán Ó. Jónsson skrifar 26. júlí 2020 18:30 Grace Jane Claiborn-Barbörudóttir hefur búið á Íslandi í fimm ár. vísir/arnar Bandaríkjamenn á Íslandi vilja margir losna við sendiherra sinn sem situr í lokuðu sendiráði og vill fá að bera byssu á Íslandi. Bandarísk kona búsett hér segir marga samlanda sína reiða sendiherranum og skammast sín fyrir hann. Þau hvetja íslensk stjórnvöld til að vísa sendiherranum úr landi. Jeffrey Ross Gunter tók formlega við stöðu sinni í júlí í fyrra. Hann starfaði sem húðsjúkdómalæknir og hafði enga reynslu sem erindreki áður en hann tók við sendiherrastöðunni, sem honum hlotnaðist vegna starfa sinna fyrir Repúblikanaflokkinn. Frá því að Gunter kom til landsins hafa störf hans reglulega ratað í fjölmiðla, nú síðast í dag þegar bandaríska sjónvarpsstöðin CBS birti langa úttekt á ósk sendiherrans að fá að bera skotvopn og efla öryggisráðstafanir sendiráðsins, þar sem sögð er ríkja óánægja með störf Gunters. „Mikil ókyrrð“ meðal Bandaríkjamanna á Íslandi Óánægjan er þó ekki bundin við sendiráðið að sögn Grace Jane Claiborn-Barbörudóttur, sem búið hefur hér á landi í fimm ár. Bandaríkjamenn á Íslandi séu orðnir þreyttir á störfum Gunters og sendiráðsins og segir Grace að óánægja þeirra sé tvíþætt. Hún lúti að framgöngu sendiráðsins út á við, sem og sjálfri kjarnastarfsemi þess. Sambland þessara tveggja þátta hafi valdið „mikill ókyrrð meðal Bandaríkjamanna á Íslandi,“ að sögn Grace. „Fyrir það fyrsta eru þau [í sendiráðinu] að endurtaka málflutning Trump-stjórnarinnar, sem hefur sett fólk í hættu með því að ýta undir kynþáttaspennu, falsfréttir og samsæriskenningar sem hafa lengt faraldurinn og þjáningar Bandaríkjamanna,“ segir Grace. Vísar hún þar meðal annars til umdeilds tísts sendiherrans úr liðinni viku. Þar sagði hann Ísland og Bandaríkin standa sameinuð gegn kórónuveirunni sem hann kallaði hina ósýnilegu Kínaveiru,. Sú orðanotkun er umdeild og talin ýta undir fordóma í garð fólks frá Austur-Asíu. We are United to defeat the Invisible China Virus! https://t.co/7X1k5S7dNb— Ambassador Gunter (@USAmbIceland) July 20, 2020 „Ég tel þetta ekki viðeigandi í þessu samfélagi og mér finnst að hann [sendiherrann] ætti að fara með svona talsmáta heim til sín.“ Grace segir þó ekki aðeins sendiherrann sjálfan gagnrýniverðan, heldur jafnframt starfsemi sendiráðsins sem hafi verið í lamasessi mánuðum saman. „Þegar kemur að daglegum störfum sendiráðsins þá hafa Bandaríkjamenn ekki náð á neinn starfsmenn til að fá vegabréf endurnýjuð eða breyta skráningu sinni. Ég á sjö mánaða gamalt barn sem er íslenskur ríkisborgari en ekki bandarískur því sendiráðið hefur ekki tekið við beiðnum þess efnis í marga mánuði.“ „Á hvaða plánetu er hann“ Það hafi þannig ekki bætt úr skák þegar sendiherrann birti mynd af sér með heimsfrægum leikara, í miðjum faraldri og samskiptaleysi. Enjoyed spending time with the gracious and talented #OrlandoBloom at our @usembreykjavik. Hollywood is a brand and industry that resonates around the world & brings two great friends like #America and #Iceland even closer. Thank you, Orlando for stopping by! pic.twitter.com/rgRmqZHHHw— Ambassador Gunter (@USAmbIceland) July 7, 2020 „Við hin fáum lítil sem engin viðbrögð við tölvupóstum okkar eða símtölum, en þá birtir hann mynd af sér með Orlando Bloom. Það fékk okkur til að hugsa: „Á hvaða plánetu er hann?““ Grace er meðal þeirra sem kalla hafa eftir því að Gunter láti af embætti Hún segir Bandaríkjamenn á Íslandi íhuga nú að senda formlega beiðni til íslenskra stjórnvalda að vísa Gunter úr landi. Fyrir því sé heimild í níundu grein Vínarsáttmálans og ýmis fordæmi þegar sendiherrar hafi brotið af sér með beinum hætti. „Það er kannski ekki hægt að sækja þá til saka, en það er hægt að vísa þeim úr landi,“ segir Grace og bætir við að þolinmæði margra Bandaríkjamanna hérlendis sé á þrotum. Brjáluð og niðurlægð „Það er erfitt að vera Bandaríkjamaður á Íslandi vegna sambands ríkjanna tveggja, Bandaríkin verandi ekki í Schengen. Þú þarft að sanna þig og leggja hart að þér til að búa hérna. Svo sjáum við þennan mann sem getur ferðast eins og hann vill með sína friðhelgi og haga sér með þessum hætti,“ segir Grace. „Fyrir vikið erum við brjáluð, því við leggjum hart að okkur og viljum vera góðir samfélagsþegnar. Það að hann skuli vera fulltrúi okkar er ósanngjarnt gagnvart okkur, það er niðurlægjandi og fullt af fólki finnst það skítt.“ Mikill heiður að leiða teymið hér á landi Jeffrey Ross Gunter og bandaríska sendiráðið hafa nú svarað fyrirspurnum fréttastofu vegna málsins. „Áhersla okkar í sendiráði Bandaríkjanna í Reykjavík er sú sama og hún hefur ávallt verið – að styrkja tvíhliða samband Bandaríkjanna og Íslands sem hefur gefið ríkjunum báðum svo margt. Það er mér heiður að fá að leiða okkar teymi á þessum farsæla tímabili virðingar milli ríkjanna tveggja,“ sagði í yfirlýsingu sendiherrans. Sendiráðið sendi einnig frá sér yfirlýsingu þar sem segir „Stefna Bandaríkjanna er að tjá sig ekki um einstaka öryggismál sem snúa að sendiráðum eða starfsfólki þeirra.“ Bandaríkin Utanríkismál Tengdar fréttir Sendiherrann vill bera byssu á Íslandi Jeffrey Ross Gunter, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, vill fá að bera byssu hér á landi og vill aukna öryggisgæslu. Hann er sagður hafa verið „vænisjúkur“ um öryggi sitt síðan hann kom til lands í fyrra. 26. júlí 2020 11:56 Bandaríski sendiherrann fær það óþvegið á samfélagsmiðlum Sakaður um rasisma og sagt að snauta heim til sín. 21. júlí 2020 11:08 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Sjá meira
Bandaríkjamenn á Íslandi vilja margir losna við sendiherra sinn sem situr í lokuðu sendiráði og vill fá að bera byssu á Íslandi. Bandarísk kona búsett hér segir marga samlanda sína reiða sendiherranum og skammast sín fyrir hann. Þau hvetja íslensk stjórnvöld til að vísa sendiherranum úr landi. Jeffrey Ross Gunter tók formlega við stöðu sinni í júlí í fyrra. Hann starfaði sem húðsjúkdómalæknir og hafði enga reynslu sem erindreki áður en hann tók við sendiherrastöðunni, sem honum hlotnaðist vegna starfa sinna fyrir Repúblikanaflokkinn. Frá því að Gunter kom til landsins hafa störf hans reglulega ratað í fjölmiðla, nú síðast í dag þegar bandaríska sjónvarpsstöðin CBS birti langa úttekt á ósk sendiherrans að fá að bera skotvopn og efla öryggisráðstafanir sendiráðsins, þar sem sögð er ríkja óánægja með störf Gunters. „Mikil ókyrrð“ meðal Bandaríkjamanna á Íslandi Óánægjan er þó ekki bundin við sendiráðið að sögn Grace Jane Claiborn-Barbörudóttur, sem búið hefur hér á landi í fimm ár. Bandaríkjamenn á Íslandi séu orðnir þreyttir á störfum Gunters og sendiráðsins og segir Grace að óánægja þeirra sé tvíþætt. Hún lúti að framgöngu sendiráðsins út á við, sem og sjálfri kjarnastarfsemi þess. Sambland þessara tveggja þátta hafi valdið „mikill ókyrrð meðal Bandaríkjamanna á Íslandi,“ að sögn Grace. „Fyrir það fyrsta eru þau [í sendiráðinu] að endurtaka málflutning Trump-stjórnarinnar, sem hefur sett fólk í hættu með því að ýta undir kynþáttaspennu, falsfréttir og samsæriskenningar sem hafa lengt faraldurinn og þjáningar Bandaríkjamanna,“ segir Grace. Vísar hún þar meðal annars til umdeilds tísts sendiherrans úr liðinni viku. Þar sagði hann Ísland og Bandaríkin standa sameinuð gegn kórónuveirunni sem hann kallaði hina ósýnilegu Kínaveiru,. Sú orðanotkun er umdeild og talin ýta undir fordóma í garð fólks frá Austur-Asíu. We are United to defeat the Invisible China Virus! https://t.co/7X1k5S7dNb— Ambassador Gunter (@USAmbIceland) July 20, 2020 „Ég tel þetta ekki viðeigandi í þessu samfélagi og mér finnst að hann [sendiherrann] ætti að fara með svona talsmáta heim til sín.“ Grace segir þó ekki aðeins sendiherrann sjálfan gagnrýniverðan, heldur jafnframt starfsemi sendiráðsins sem hafi verið í lamasessi mánuðum saman. „Þegar kemur að daglegum störfum sendiráðsins þá hafa Bandaríkjamenn ekki náð á neinn starfsmenn til að fá vegabréf endurnýjuð eða breyta skráningu sinni. Ég á sjö mánaða gamalt barn sem er íslenskur ríkisborgari en ekki bandarískur því sendiráðið hefur ekki tekið við beiðnum þess efnis í marga mánuði.“ „Á hvaða plánetu er hann“ Það hafi þannig ekki bætt úr skák þegar sendiherrann birti mynd af sér með heimsfrægum leikara, í miðjum faraldri og samskiptaleysi. Enjoyed spending time with the gracious and talented #OrlandoBloom at our @usembreykjavik. Hollywood is a brand and industry that resonates around the world & brings two great friends like #America and #Iceland even closer. Thank you, Orlando for stopping by! pic.twitter.com/rgRmqZHHHw— Ambassador Gunter (@USAmbIceland) July 7, 2020 „Við hin fáum lítil sem engin viðbrögð við tölvupóstum okkar eða símtölum, en þá birtir hann mynd af sér með Orlando Bloom. Það fékk okkur til að hugsa: „Á hvaða plánetu er hann?““ Grace er meðal þeirra sem kalla hafa eftir því að Gunter láti af embætti Hún segir Bandaríkjamenn á Íslandi íhuga nú að senda formlega beiðni til íslenskra stjórnvalda að vísa Gunter úr landi. Fyrir því sé heimild í níundu grein Vínarsáttmálans og ýmis fordæmi þegar sendiherrar hafi brotið af sér með beinum hætti. „Það er kannski ekki hægt að sækja þá til saka, en það er hægt að vísa þeim úr landi,“ segir Grace og bætir við að þolinmæði margra Bandaríkjamanna hérlendis sé á þrotum. Brjáluð og niðurlægð „Það er erfitt að vera Bandaríkjamaður á Íslandi vegna sambands ríkjanna tveggja, Bandaríkin verandi ekki í Schengen. Þú þarft að sanna þig og leggja hart að þér til að búa hérna. Svo sjáum við þennan mann sem getur ferðast eins og hann vill með sína friðhelgi og haga sér með þessum hætti,“ segir Grace. „Fyrir vikið erum við brjáluð, því við leggjum hart að okkur og viljum vera góðir samfélagsþegnar. Það að hann skuli vera fulltrúi okkar er ósanngjarnt gagnvart okkur, það er niðurlægjandi og fullt af fólki finnst það skítt.“ Mikill heiður að leiða teymið hér á landi Jeffrey Ross Gunter og bandaríska sendiráðið hafa nú svarað fyrirspurnum fréttastofu vegna málsins. „Áhersla okkar í sendiráði Bandaríkjanna í Reykjavík er sú sama og hún hefur ávallt verið – að styrkja tvíhliða samband Bandaríkjanna og Íslands sem hefur gefið ríkjunum báðum svo margt. Það er mér heiður að fá að leiða okkar teymi á þessum farsæla tímabili virðingar milli ríkjanna tveggja,“ sagði í yfirlýsingu sendiherrans. Sendiráðið sendi einnig frá sér yfirlýsingu þar sem segir „Stefna Bandaríkjanna er að tjá sig ekki um einstaka öryggismál sem snúa að sendiráðum eða starfsfólki þeirra.“
Bandaríkin Utanríkismál Tengdar fréttir Sendiherrann vill bera byssu á Íslandi Jeffrey Ross Gunter, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, vill fá að bera byssu hér á landi og vill aukna öryggisgæslu. Hann er sagður hafa verið „vænisjúkur“ um öryggi sitt síðan hann kom til lands í fyrra. 26. júlí 2020 11:56 Bandaríski sendiherrann fær það óþvegið á samfélagsmiðlum Sakaður um rasisma og sagt að snauta heim til sín. 21. júlí 2020 11:08 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Sjá meira
Sendiherrann vill bera byssu á Íslandi Jeffrey Ross Gunter, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, vill fá að bera byssu hér á landi og vill aukna öryggisgæslu. Hann er sagður hafa verið „vænisjúkur“ um öryggi sitt síðan hann kom til lands í fyrra. 26. júlí 2020 11:56
Bandaríski sendiherrann fær það óþvegið á samfélagsmiðlum Sakaður um rasisma og sagt að snauta heim til sín. 21. júlí 2020 11:08