Ræddi mál sendiherrans í beinni útsendingu á CBS Kristín Ólafsdóttir skrifar 27. júlí 2020 15:37 Fréttamenn CBS News ræða við Christinu Ruffini í beinni útsendingu í dag. Skjáskot/CBSN Christina Ruffini, fréttamaður CBS sem fjallaði um mál bandaríska sendiherrans á Íslandi um helgina, segir að ósk sendiherrans um að bera byssu og ráða lífvörð skjóti skökku við í ljósi þess að Ísland sé eitt öruggasta ríki heims. Þetta kom fram í viðtali CBS News við Ruffini nú síðdegis. Annar fréttamannanna sem ræddi við hana tók undir með henni og sagði það alls ekki óvenjulegt að sjá forsætisráðherrann „Jakobsdottir“ á vappi í Reykjavík – án allrar öryggisgæslu. Mál Jeffrey Ross Gunter sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi vakti mikla athygli um helgina eftir að umfjöllun Ruffini birtist á vef CBS. Gunter er þar sagður hafa verið „vænisjúkur“ um öryggi sitt síðan hann kom hingað til lands í fyrra og óskað eftir því að fá að bera byssu. Þá hafi hann einnig óskað eftir vesti sem ver hann gegn hnífsstungum og brynvörðum bíl, auk þess sem vakin er athygli á því að bandaríska sendiráðið í Reykjavík auglýsti eftir lífverði til starfa fyrr í mánuðinum. Ruslatunnustuldur alvarlegasti glæpurinn Ruffini lýsti því í viðtali við fréttamenn CBS nú síðdegis að íslenskum tíma að henni hefðu mætt „langar þagnir“ þegar hún innti fólk eftir því hvort erindrekar væru í hættu á Íslandi. „Svarið er nei,“ sagði hún sjálf þegar hún var spurð þessarar sömu spurningar í viðtalinu. Þá kvaðst Ruffini hafa rætt við erindreka sem gegnt hefðu embætti á Íslandi. Þeim hefði ekki fundist sér nokkurn tímann ógnað á embættistímanum. Eini „glæpurinn“ sem þeir mundu eftir að hafa orðið fyrir hafi verið þjófnaður á ruslatunnum. Ruffini hafði jafnframt eftir heimildarmönnum sínum á Íslandi að það skyti afar skökku við að óska eftir því að fá að bera vopn og njóta viðveru lífvarðar hér á landi, líkt og sendiherrann hafi gert. Hér þyrftu erlendir embættismenn ekki að vera hræddir við neitt. Forsætisráðherra óhrædd á vappi Undir þetta tók annar fréttamaðurinn sem tók viðtalið við Ruffini. Hann lýsti því þannig að hann hefði sjálfur komið til Íslands og að í Reykjavík væri það alls ekki óvenjulegt að sjá forsætisráðherrann „Jakobsdottir“ [Katrín Jakobsdóttir] á vappi án hvers kyns öryggisgæslu. Þarna væri greinilega um að ræða einn öruggasta stað heims. Þá ræddi Ruffini einnig hina miklu starfsmannaveltu í bandaríska sendiráðinu í Reykjavík, sem einmitt er fjallað um í frétt hennar um málið. Þar var haft eftir heimildarmönnum að Gunter hafi haft neikvæð áhrif á starfsanda sendiráðsins. Þá hafi hann þegar haft sjö næstráðandi starfsmenn í sendiráðinu frá maí í fyrra og m.a. sakað þá um að tilheyra hinu svokallaða „Djúpríki“. Ruffini sagðist jafnframt hafa sent sendiherranum og sendiráðinu „margar spurningar“ en engin viðbrögð fengið. Það hafi aðeins verið íslenskir fjölmiðlar, sem hún hafi verið í sambandi við, sem hafi fengið nokkuð upp úr sendiráðinu. Umrædda yfirlýsingu, sem Ruffini las upp fyrir fréttamenn CBS, má finna hér að neðan. „Áhersla okkar í sendiráði Bandaríkjanna í Reykjavík er sú sama og hún hefur ávallt verið – að styrkja tvíhliða samband Bandaríkjanna og Íslands sem hefur gefið ríkjunum báðum svo margt. Það er mér heiður að fá að leiða okkar teymi á þessum farsæla tímabili virðingar milli ríkjanna tveggja,“ sagði í yfirlýsingu sendiherrans. Sendiráðið sendi einnig frá sér yfirlýsingu þar sem segir „Stefna Bandaríkjanna er að tjá sig ekki um einstaka öryggismál sem snúa að sendiráðum eða starfsfólki þeirra.“ Utanríkismál Bandaríkin Tengdar fréttir Vilja sendiherrann sinn burt Bandaríkjamenn á Íslandi vilja margir losna við sendiherra sinn sem situr í lokuðu sendiráði og vill fá að bera byssu á Íslandi. 26. júlí 2020 18:30 Sendiherrann vill bera byssu á Íslandi Jeffrey Ross Gunter, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, vill fá að bera byssu hér á landi og vill aukna öryggisgæslu. Hann er sagður hafa verið „vænisjúkur“ um öryggi sitt síðan hann kom til lands í fyrra. 26. júlí 2020 11:56 Bandaríski sendiherrann fær það óþvegið á samfélagsmiðlum Sakaður um rasisma og sagt að snauta heim til sín. 21. júlí 2020 11:08 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Erlent Fleiri fréttir Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Sjá meira
Christina Ruffini, fréttamaður CBS sem fjallaði um mál bandaríska sendiherrans á Íslandi um helgina, segir að ósk sendiherrans um að bera byssu og ráða lífvörð skjóti skökku við í ljósi þess að Ísland sé eitt öruggasta ríki heims. Þetta kom fram í viðtali CBS News við Ruffini nú síðdegis. Annar fréttamannanna sem ræddi við hana tók undir með henni og sagði það alls ekki óvenjulegt að sjá forsætisráðherrann „Jakobsdottir“ á vappi í Reykjavík – án allrar öryggisgæslu. Mál Jeffrey Ross Gunter sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi vakti mikla athygli um helgina eftir að umfjöllun Ruffini birtist á vef CBS. Gunter er þar sagður hafa verið „vænisjúkur“ um öryggi sitt síðan hann kom hingað til lands í fyrra og óskað eftir því að fá að bera byssu. Þá hafi hann einnig óskað eftir vesti sem ver hann gegn hnífsstungum og brynvörðum bíl, auk þess sem vakin er athygli á því að bandaríska sendiráðið í Reykjavík auglýsti eftir lífverði til starfa fyrr í mánuðinum. Ruslatunnustuldur alvarlegasti glæpurinn Ruffini lýsti því í viðtali við fréttamenn CBS nú síðdegis að íslenskum tíma að henni hefðu mætt „langar þagnir“ þegar hún innti fólk eftir því hvort erindrekar væru í hættu á Íslandi. „Svarið er nei,“ sagði hún sjálf þegar hún var spurð þessarar sömu spurningar í viðtalinu. Þá kvaðst Ruffini hafa rætt við erindreka sem gegnt hefðu embætti á Íslandi. Þeim hefði ekki fundist sér nokkurn tímann ógnað á embættistímanum. Eini „glæpurinn“ sem þeir mundu eftir að hafa orðið fyrir hafi verið þjófnaður á ruslatunnum. Ruffini hafði jafnframt eftir heimildarmönnum sínum á Íslandi að það skyti afar skökku við að óska eftir því að fá að bera vopn og njóta viðveru lífvarðar hér á landi, líkt og sendiherrann hafi gert. Hér þyrftu erlendir embættismenn ekki að vera hræddir við neitt. Forsætisráðherra óhrædd á vappi Undir þetta tók annar fréttamaðurinn sem tók viðtalið við Ruffini. Hann lýsti því þannig að hann hefði sjálfur komið til Íslands og að í Reykjavík væri það alls ekki óvenjulegt að sjá forsætisráðherrann „Jakobsdottir“ [Katrín Jakobsdóttir] á vappi án hvers kyns öryggisgæslu. Þarna væri greinilega um að ræða einn öruggasta stað heims. Þá ræddi Ruffini einnig hina miklu starfsmannaveltu í bandaríska sendiráðinu í Reykjavík, sem einmitt er fjallað um í frétt hennar um málið. Þar var haft eftir heimildarmönnum að Gunter hafi haft neikvæð áhrif á starfsanda sendiráðsins. Þá hafi hann þegar haft sjö næstráðandi starfsmenn í sendiráðinu frá maí í fyrra og m.a. sakað þá um að tilheyra hinu svokallaða „Djúpríki“. Ruffini sagðist jafnframt hafa sent sendiherranum og sendiráðinu „margar spurningar“ en engin viðbrögð fengið. Það hafi aðeins verið íslenskir fjölmiðlar, sem hún hafi verið í sambandi við, sem hafi fengið nokkuð upp úr sendiráðinu. Umrædda yfirlýsingu, sem Ruffini las upp fyrir fréttamenn CBS, má finna hér að neðan. „Áhersla okkar í sendiráði Bandaríkjanna í Reykjavík er sú sama og hún hefur ávallt verið – að styrkja tvíhliða samband Bandaríkjanna og Íslands sem hefur gefið ríkjunum báðum svo margt. Það er mér heiður að fá að leiða okkar teymi á þessum farsæla tímabili virðingar milli ríkjanna tveggja,“ sagði í yfirlýsingu sendiherrans. Sendiráðið sendi einnig frá sér yfirlýsingu þar sem segir „Stefna Bandaríkjanna er að tjá sig ekki um einstaka öryggismál sem snúa að sendiráðum eða starfsfólki þeirra.“
Utanríkismál Bandaríkin Tengdar fréttir Vilja sendiherrann sinn burt Bandaríkjamenn á Íslandi vilja margir losna við sendiherra sinn sem situr í lokuðu sendiráði og vill fá að bera byssu á Íslandi. 26. júlí 2020 18:30 Sendiherrann vill bera byssu á Íslandi Jeffrey Ross Gunter, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, vill fá að bera byssu hér á landi og vill aukna öryggisgæslu. Hann er sagður hafa verið „vænisjúkur“ um öryggi sitt síðan hann kom til lands í fyrra. 26. júlí 2020 11:56 Bandaríski sendiherrann fær það óþvegið á samfélagsmiðlum Sakaður um rasisma og sagt að snauta heim til sín. 21. júlí 2020 11:08 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Erlent Fleiri fréttir Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Sjá meira
Vilja sendiherrann sinn burt Bandaríkjamenn á Íslandi vilja margir losna við sendiherra sinn sem situr í lokuðu sendiráði og vill fá að bera byssu á Íslandi. 26. júlí 2020 18:30
Sendiherrann vill bera byssu á Íslandi Jeffrey Ross Gunter, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, vill fá að bera byssu hér á landi og vill aukna öryggisgæslu. Hann er sagður hafa verið „vænisjúkur“ um öryggi sitt síðan hann kom til lands í fyrra. 26. júlí 2020 11:56
Bandaríski sendiherrann fær það óþvegið á samfélagsmiðlum Sakaður um rasisma og sagt að snauta heim til sín. 21. júlí 2020 11:08