Ræddi mál sendiherrans í beinni útsendingu á CBS Kristín Ólafsdóttir skrifar 27. júlí 2020 15:37 Fréttamenn CBS News ræða við Christinu Ruffini í beinni útsendingu í dag. Skjáskot/CBSN Christina Ruffini, fréttamaður CBS sem fjallaði um mál bandaríska sendiherrans á Íslandi um helgina, segir að ósk sendiherrans um að bera byssu og ráða lífvörð skjóti skökku við í ljósi þess að Ísland sé eitt öruggasta ríki heims. Þetta kom fram í viðtali CBS News við Ruffini nú síðdegis. Annar fréttamannanna sem ræddi við hana tók undir með henni og sagði það alls ekki óvenjulegt að sjá forsætisráðherrann „Jakobsdottir“ á vappi í Reykjavík – án allrar öryggisgæslu. Mál Jeffrey Ross Gunter sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi vakti mikla athygli um helgina eftir að umfjöllun Ruffini birtist á vef CBS. Gunter er þar sagður hafa verið „vænisjúkur“ um öryggi sitt síðan hann kom hingað til lands í fyrra og óskað eftir því að fá að bera byssu. Þá hafi hann einnig óskað eftir vesti sem ver hann gegn hnífsstungum og brynvörðum bíl, auk þess sem vakin er athygli á því að bandaríska sendiráðið í Reykjavík auglýsti eftir lífverði til starfa fyrr í mánuðinum. Ruslatunnustuldur alvarlegasti glæpurinn Ruffini lýsti því í viðtali við fréttamenn CBS nú síðdegis að íslenskum tíma að henni hefðu mætt „langar þagnir“ þegar hún innti fólk eftir því hvort erindrekar væru í hættu á Íslandi. „Svarið er nei,“ sagði hún sjálf þegar hún var spurð þessarar sömu spurningar í viðtalinu. Þá kvaðst Ruffini hafa rætt við erindreka sem gegnt hefðu embætti á Íslandi. Þeim hefði ekki fundist sér nokkurn tímann ógnað á embættistímanum. Eini „glæpurinn“ sem þeir mundu eftir að hafa orðið fyrir hafi verið þjófnaður á ruslatunnum. Ruffini hafði jafnframt eftir heimildarmönnum sínum á Íslandi að það skyti afar skökku við að óska eftir því að fá að bera vopn og njóta viðveru lífvarðar hér á landi, líkt og sendiherrann hafi gert. Hér þyrftu erlendir embættismenn ekki að vera hræddir við neitt. Forsætisráðherra óhrædd á vappi Undir þetta tók annar fréttamaðurinn sem tók viðtalið við Ruffini. Hann lýsti því þannig að hann hefði sjálfur komið til Íslands og að í Reykjavík væri það alls ekki óvenjulegt að sjá forsætisráðherrann „Jakobsdottir“ [Katrín Jakobsdóttir] á vappi án hvers kyns öryggisgæslu. Þarna væri greinilega um að ræða einn öruggasta stað heims. Þá ræddi Ruffini einnig hina miklu starfsmannaveltu í bandaríska sendiráðinu í Reykjavík, sem einmitt er fjallað um í frétt hennar um málið. Þar var haft eftir heimildarmönnum að Gunter hafi haft neikvæð áhrif á starfsanda sendiráðsins. Þá hafi hann þegar haft sjö næstráðandi starfsmenn í sendiráðinu frá maí í fyrra og m.a. sakað þá um að tilheyra hinu svokallaða „Djúpríki“. Ruffini sagðist jafnframt hafa sent sendiherranum og sendiráðinu „margar spurningar“ en engin viðbrögð fengið. Það hafi aðeins verið íslenskir fjölmiðlar, sem hún hafi verið í sambandi við, sem hafi fengið nokkuð upp úr sendiráðinu. Umrædda yfirlýsingu, sem Ruffini las upp fyrir fréttamenn CBS, má finna hér að neðan. „Áhersla okkar í sendiráði Bandaríkjanna í Reykjavík er sú sama og hún hefur ávallt verið – að styrkja tvíhliða samband Bandaríkjanna og Íslands sem hefur gefið ríkjunum báðum svo margt. Það er mér heiður að fá að leiða okkar teymi á þessum farsæla tímabili virðingar milli ríkjanna tveggja,“ sagði í yfirlýsingu sendiherrans. Sendiráðið sendi einnig frá sér yfirlýsingu þar sem segir „Stefna Bandaríkjanna er að tjá sig ekki um einstaka öryggismál sem snúa að sendiráðum eða starfsfólki þeirra.“ Utanríkismál Bandaríkin Tengdar fréttir Vilja sendiherrann sinn burt Bandaríkjamenn á Íslandi vilja margir losna við sendiherra sinn sem situr í lokuðu sendiráði og vill fá að bera byssu á Íslandi. 26. júlí 2020 18:30 Sendiherrann vill bera byssu á Íslandi Jeffrey Ross Gunter, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, vill fá að bera byssu hér á landi og vill aukna öryggisgæslu. Hann er sagður hafa verið „vænisjúkur“ um öryggi sitt síðan hann kom til lands í fyrra. 26. júlí 2020 11:56 Bandaríski sendiherrann fær það óþvegið á samfélagsmiðlum Sakaður um rasisma og sagt að snauta heim til sín. 21. júlí 2020 11:08 Mest lesið Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Fleiri fréttir „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Sjá meira
Christina Ruffini, fréttamaður CBS sem fjallaði um mál bandaríska sendiherrans á Íslandi um helgina, segir að ósk sendiherrans um að bera byssu og ráða lífvörð skjóti skökku við í ljósi þess að Ísland sé eitt öruggasta ríki heims. Þetta kom fram í viðtali CBS News við Ruffini nú síðdegis. Annar fréttamannanna sem ræddi við hana tók undir með henni og sagði það alls ekki óvenjulegt að sjá forsætisráðherrann „Jakobsdottir“ á vappi í Reykjavík – án allrar öryggisgæslu. Mál Jeffrey Ross Gunter sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi vakti mikla athygli um helgina eftir að umfjöllun Ruffini birtist á vef CBS. Gunter er þar sagður hafa verið „vænisjúkur“ um öryggi sitt síðan hann kom hingað til lands í fyrra og óskað eftir því að fá að bera byssu. Þá hafi hann einnig óskað eftir vesti sem ver hann gegn hnífsstungum og brynvörðum bíl, auk þess sem vakin er athygli á því að bandaríska sendiráðið í Reykjavík auglýsti eftir lífverði til starfa fyrr í mánuðinum. Ruslatunnustuldur alvarlegasti glæpurinn Ruffini lýsti því í viðtali við fréttamenn CBS nú síðdegis að íslenskum tíma að henni hefðu mætt „langar þagnir“ þegar hún innti fólk eftir því hvort erindrekar væru í hættu á Íslandi. „Svarið er nei,“ sagði hún sjálf þegar hún var spurð þessarar sömu spurningar í viðtalinu. Þá kvaðst Ruffini hafa rætt við erindreka sem gegnt hefðu embætti á Íslandi. Þeim hefði ekki fundist sér nokkurn tímann ógnað á embættistímanum. Eini „glæpurinn“ sem þeir mundu eftir að hafa orðið fyrir hafi verið þjófnaður á ruslatunnum. Ruffini hafði jafnframt eftir heimildarmönnum sínum á Íslandi að það skyti afar skökku við að óska eftir því að fá að bera vopn og njóta viðveru lífvarðar hér á landi, líkt og sendiherrann hafi gert. Hér þyrftu erlendir embættismenn ekki að vera hræddir við neitt. Forsætisráðherra óhrædd á vappi Undir þetta tók annar fréttamaðurinn sem tók viðtalið við Ruffini. Hann lýsti því þannig að hann hefði sjálfur komið til Íslands og að í Reykjavík væri það alls ekki óvenjulegt að sjá forsætisráðherrann „Jakobsdottir“ [Katrín Jakobsdóttir] á vappi án hvers kyns öryggisgæslu. Þarna væri greinilega um að ræða einn öruggasta stað heims. Þá ræddi Ruffini einnig hina miklu starfsmannaveltu í bandaríska sendiráðinu í Reykjavík, sem einmitt er fjallað um í frétt hennar um málið. Þar var haft eftir heimildarmönnum að Gunter hafi haft neikvæð áhrif á starfsanda sendiráðsins. Þá hafi hann þegar haft sjö næstráðandi starfsmenn í sendiráðinu frá maí í fyrra og m.a. sakað þá um að tilheyra hinu svokallaða „Djúpríki“. Ruffini sagðist jafnframt hafa sent sendiherranum og sendiráðinu „margar spurningar“ en engin viðbrögð fengið. Það hafi aðeins verið íslenskir fjölmiðlar, sem hún hafi verið í sambandi við, sem hafi fengið nokkuð upp úr sendiráðinu. Umrædda yfirlýsingu, sem Ruffini las upp fyrir fréttamenn CBS, má finna hér að neðan. „Áhersla okkar í sendiráði Bandaríkjanna í Reykjavík er sú sama og hún hefur ávallt verið – að styrkja tvíhliða samband Bandaríkjanna og Íslands sem hefur gefið ríkjunum báðum svo margt. Það er mér heiður að fá að leiða okkar teymi á þessum farsæla tímabili virðingar milli ríkjanna tveggja,“ sagði í yfirlýsingu sendiherrans. Sendiráðið sendi einnig frá sér yfirlýsingu þar sem segir „Stefna Bandaríkjanna er að tjá sig ekki um einstaka öryggismál sem snúa að sendiráðum eða starfsfólki þeirra.“
Utanríkismál Bandaríkin Tengdar fréttir Vilja sendiherrann sinn burt Bandaríkjamenn á Íslandi vilja margir losna við sendiherra sinn sem situr í lokuðu sendiráði og vill fá að bera byssu á Íslandi. 26. júlí 2020 18:30 Sendiherrann vill bera byssu á Íslandi Jeffrey Ross Gunter, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, vill fá að bera byssu hér á landi og vill aukna öryggisgæslu. Hann er sagður hafa verið „vænisjúkur“ um öryggi sitt síðan hann kom til lands í fyrra. 26. júlí 2020 11:56 Bandaríski sendiherrann fær það óþvegið á samfélagsmiðlum Sakaður um rasisma og sagt að snauta heim til sín. 21. júlí 2020 11:08 Mest lesið Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Fleiri fréttir „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Sjá meira
Vilja sendiherrann sinn burt Bandaríkjamenn á Íslandi vilja margir losna við sendiherra sinn sem situr í lokuðu sendiráði og vill fá að bera byssu á Íslandi. 26. júlí 2020 18:30
Sendiherrann vill bera byssu á Íslandi Jeffrey Ross Gunter, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, vill fá að bera byssu hér á landi og vill aukna öryggisgæslu. Hann er sagður hafa verið „vænisjúkur“ um öryggi sitt síðan hann kom til lands í fyrra. 26. júlí 2020 11:56
Bandaríski sendiherrann fær það óþvegið á samfélagsmiðlum Sakaður um rasisma og sagt að snauta heim til sín. 21. júlí 2020 11:08