Erlent

Fyrstu kappræðurnar fara fram í Cleveland

Andri Eysteinsson skrifar
Forsetaframbjóðendurnir tveir mætast í þrígang fyrir kosningar.
Forsetaframbjóðendurnir tveir mætast í þrígang fyrir kosningar. Vísir/Getty

Fyrstu kappræðurnar, sem haldnar verða fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum, munu fara fram í borginni Cleveland í Ohio 29. september næstkomandi.

Áætlað hafði verið að kappræðurnar færu fram í húsnæði Notre Dame háskólans í Indíana en því hefur verið breytt af sóttvarnarsjónarmiðum.

Nú munu kappræðurnar vera haldnar í húsnæði Case Western Reserve háskólans í Cleveland. John Jenkins, forseti Notre Dame, sagði að þær ráðstafanir sem þyrftu til þess að halda kappræðurnar á háskólasvæðinu myndu hafa of mikil áhrif á getu skólans til að halda kennslu áfram.

Þrennar kappræður eru fyrirhugaðar milli Donald Trump Bandaríkjaforseta og Joe Biden, forsetaframbjóðanda Demókrataflokksins. Að kappræðunum í Cleveland loknum munu keppinautarnir færa sig til Miami í Flórída þann 15. október. Þar munu aðrar kappræðurnar fara fram eftir að þær voru færðar frá Háskólanum í Michigan.

Þær síðustu fara svo fram í Nashville viku síðar eða 22. október. Þá munu kappræður milli varaforsetaefnanna fara fram 7.október í Salt Lake City.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×