Skilgreina Spán aftur sem áhættusvæði eftir fjölgun smita Kjartan Kjartansson skrifar 27. júlí 2020 11:11 Strandgestir njóta lífsins við Palma á Mallorca, einni Baleareyja. Spænsk stjórnvöld vilja undanþágu fyrir Balear- og Kanaríeyjar frá breskri sóttkví og benda á að tíðni smita þar sé lægri en á Bretlandi. AP/Joan Mateu Spænsk stjórnvöld reyna nú að koma ferðamannaiðnaðinum til bjargar eftir að breska ríkisstjórnin gaf út að þeir sem koma frá Spáni þurfi að fara í fjórtán daga sóttkví. Fleiri lönd hvetja borgara sína til þess að forðast ferðalög til Spánar. Ákvörðun Breta um að setja Spán aftur á lista yfir áhættusvæði tók gildi á sunnudag en aðeins var tilkynnt um hana með nokkurra klukkustunda fyrirvara. Margir breskir ferðalangar þurfa því að fara í tveggja vikna sóttkví við heimkomuna sem þeir reiknuðu ekki með þegar þeir héldu að heiman, þar á meðal Grant Shapps, samgönguráðherra Bretlands, að sögn AP-fréttastofunnar. Tui, stærsta ferðaskrifstofa Bretlands, hefur aflýst öllum flugferðum til meginlands Spánar til 9. Ágúst en ætlar að halda áfram ferðum til Kanarí- og Baleareyja. Gripið hefur verið til nýrra sóttvarnaráðstafana á næturklúbbum, börum og ströndum á Spáni eftir að hópsýkingar komu upp á slíkum stöðum, sérstaklega í Katalóníu og Aragón-héraði. Áhyggjur eru af því að önnur bylgja faraldursins sé í uppsiglingu en Spánn er á meðal þeirra ríkja sem hafa farið einna verst út úr honum til þessa með fleiri en 28.000 dauðsföll. Bretar um fjórðungur ferðamanna til Spánar Ríkisstjórn Spánar fullyrðir engu að síður að hún hafi stjórn á faraldrinum og vilja að ákveðin svæði verði undanþegin sóttkví á Bretland, þar á meðal Kanaríeyjar og Baleareyjar sem eru enn háðari ferðamennsku en önnur svæði Spánar. Mikið er í húfi fyrir ferðamannaiðnaðinn og spænskan efnahag enda komu um átján milljónir breskra ferðamanna til Spánar í fyrra, um fjórðungur allra ferðamanna þar, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Ferðamannaiðnaðurinn leggur til um 11% af vergri landsframleiðslu Spánar. Helen Whately, aðstoðarheilbrigðisráðherra Bretlands, segir þó ekki standa til að taka áhættu á að smituðum fjölgi aftur eftir þær fórnir sem almenningur hefur fært undanfarna mánuði. Í Katalóníu hafa yfirvöld skipað um fjórum milljónum manna að halda sig heima, þar á meðal í Barcelona. Quim Torra, forseti héraðsstjórnarinnar, sagði í dag að mögulega yrði gripið til enn harðari aðgerða fækki nýjum smitum ekki næstu tíu dagana. Norsk stjórnvöld hafa skipað fyrir um tíu daga sóttkví fyrir ferðalanga sem koma frá Íberíuskaga. Í Frakklandi og Belgíu hvetja yfirvöld ferðamenn til þess að hætta við sumarleyfi í Barcelona og ströndunum í kringum borgina. Spánn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Sjá meira
Spænsk stjórnvöld reyna nú að koma ferðamannaiðnaðinum til bjargar eftir að breska ríkisstjórnin gaf út að þeir sem koma frá Spáni þurfi að fara í fjórtán daga sóttkví. Fleiri lönd hvetja borgara sína til þess að forðast ferðalög til Spánar. Ákvörðun Breta um að setja Spán aftur á lista yfir áhættusvæði tók gildi á sunnudag en aðeins var tilkynnt um hana með nokkurra klukkustunda fyrirvara. Margir breskir ferðalangar þurfa því að fara í tveggja vikna sóttkví við heimkomuna sem þeir reiknuðu ekki með þegar þeir héldu að heiman, þar á meðal Grant Shapps, samgönguráðherra Bretlands, að sögn AP-fréttastofunnar. Tui, stærsta ferðaskrifstofa Bretlands, hefur aflýst öllum flugferðum til meginlands Spánar til 9. Ágúst en ætlar að halda áfram ferðum til Kanarí- og Baleareyja. Gripið hefur verið til nýrra sóttvarnaráðstafana á næturklúbbum, börum og ströndum á Spáni eftir að hópsýkingar komu upp á slíkum stöðum, sérstaklega í Katalóníu og Aragón-héraði. Áhyggjur eru af því að önnur bylgja faraldursins sé í uppsiglingu en Spánn er á meðal þeirra ríkja sem hafa farið einna verst út úr honum til þessa með fleiri en 28.000 dauðsföll. Bretar um fjórðungur ferðamanna til Spánar Ríkisstjórn Spánar fullyrðir engu að síður að hún hafi stjórn á faraldrinum og vilja að ákveðin svæði verði undanþegin sóttkví á Bretland, þar á meðal Kanaríeyjar og Baleareyjar sem eru enn háðari ferðamennsku en önnur svæði Spánar. Mikið er í húfi fyrir ferðamannaiðnaðinn og spænskan efnahag enda komu um átján milljónir breskra ferðamanna til Spánar í fyrra, um fjórðungur allra ferðamanna þar, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Ferðamannaiðnaðurinn leggur til um 11% af vergri landsframleiðslu Spánar. Helen Whately, aðstoðarheilbrigðisráðherra Bretlands, segir þó ekki standa til að taka áhættu á að smituðum fjölgi aftur eftir þær fórnir sem almenningur hefur fært undanfarna mánuði. Í Katalóníu hafa yfirvöld skipað um fjórum milljónum manna að halda sig heima, þar á meðal í Barcelona. Quim Torra, forseti héraðsstjórnarinnar, sagði í dag að mögulega yrði gripið til enn harðari aðgerða fækki nýjum smitum ekki næstu tíu dagana. Norsk stjórnvöld hafa skipað fyrir um tíu daga sóttkví fyrir ferðalanga sem koma frá Íberíuskaga. Í Frakklandi og Belgíu hvetja yfirvöld ferðamenn til þess að hætta við sumarleyfi í Barcelona og ströndunum í kringum borgina.
Spánn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Sjá meira