Sjáðu markasúpuna í Kópavoginum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. júlí 2020 10:30 Alexander Helgi Sigurðarson skoraði fyrsta markið í leik Breiðabliks og ÍA í gær. vísir/bára Eftir fimm leiki í röð án sigurs vann Breiðablik langþráðan sigur á ÍA, 5-3, á Kópavogsvelli í gær. Blikar voru 4-1 yfir í hálfleik. Með sigrinum komst Breiðablik upp í 3. sæti Pepsi Max-deildar karla. ÍA er í 8. sætinu. Skagamenn hafa tapað þremur leikjum í röð og fengið á sig þrettán mörk í þeim. Alexander Helgi Sigurðarson kom Blikum á bragðið á 11. mínútu. Sex mínútum síðar skoraði Kristinn Steindórsson annað mark heimamanna eftir frábæran undirbúning Gísla Eyjólfssonar sem var í fyrsta sinn í byrjunarliði Breiðabliks síðan gegn KA 5. júlí. Thomas Mikkelsen kom Blikum í 3-0 á 36. mínútu með skalla eftir hornspyrnu Höskuldar Gunnlaugssonar og þremur mínútum síðar skoraði Kristinn fjórða mark Kópavogsliðsins. Hann hefur skorað sjö mörk í átta leikjum í deild og bikar í sumar. Á 43. mínútu braut Kwame Quee á Viktori Jónssyni innan vítateigs og Einar Ingi Jóhannsson benti á punktinn. Tryggvi Hrafn Haraldsson tók spyrnuna og skoraði af öryggi. Mikið gekk á í upphafi seinni hálfleiks. Á 48. mínútu minnkaði Hlynur Sævar Jónsson muninn í 4-2 þegar hann skoraði af stuttu færi eftir hornspyrnu Tryggva. Tveimur mínútum síðar braut Hlynur á Alexander innan vítateigs og aftur benti Einar Ingi á punktinn. Mikkelsen skoraði úr spyrnunni, sitt níunda deildarmark í sumar. Á 53. mínútu skoraði Viktor og minnkaði muninn í 5-3 eftir skelfileg mistök Antons Ara Einarssonar í marki Breiðabliks. Fleiri urðu mörkin ekki en þau átta sem voru skoruð í leiknum í gær má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Mörkin úr leik Breiðabliks og ÍA Pepsi Max-deild karla Breiðablik ÍA Tengdar fréttir Óskar Hrafn: Mitt lið sýndi að það er með karakter „Já okkur er létt það er alltaf gaman að vinna miklu frekar en að tapa, þó er þessi bolti ekki bein og breið leið, það koma hæðir og hólar svo er alltaf spurning hverjir standa upp þegar menn eru kýldir í magann,” sagði Óskar Hrafn. 26. júlí 2020 22:09 Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik 5-3 ÍA | Markasúpa í sunnudagssól Breiðablik vann loksins leik í júlí. Sigurinn kom í markaleik gegn ÍA í Kópavogi. Lokatölur 5-3 Blikum í vil. 26. júlí 2020 22:55 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Fleiri fréttir Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Sjá meira
Eftir fimm leiki í röð án sigurs vann Breiðablik langþráðan sigur á ÍA, 5-3, á Kópavogsvelli í gær. Blikar voru 4-1 yfir í hálfleik. Með sigrinum komst Breiðablik upp í 3. sæti Pepsi Max-deildar karla. ÍA er í 8. sætinu. Skagamenn hafa tapað þremur leikjum í röð og fengið á sig þrettán mörk í þeim. Alexander Helgi Sigurðarson kom Blikum á bragðið á 11. mínútu. Sex mínútum síðar skoraði Kristinn Steindórsson annað mark heimamanna eftir frábæran undirbúning Gísla Eyjólfssonar sem var í fyrsta sinn í byrjunarliði Breiðabliks síðan gegn KA 5. júlí. Thomas Mikkelsen kom Blikum í 3-0 á 36. mínútu með skalla eftir hornspyrnu Höskuldar Gunnlaugssonar og þremur mínútum síðar skoraði Kristinn fjórða mark Kópavogsliðsins. Hann hefur skorað sjö mörk í átta leikjum í deild og bikar í sumar. Á 43. mínútu braut Kwame Quee á Viktori Jónssyni innan vítateigs og Einar Ingi Jóhannsson benti á punktinn. Tryggvi Hrafn Haraldsson tók spyrnuna og skoraði af öryggi. Mikið gekk á í upphafi seinni hálfleiks. Á 48. mínútu minnkaði Hlynur Sævar Jónsson muninn í 4-2 þegar hann skoraði af stuttu færi eftir hornspyrnu Tryggva. Tveimur mínútum síðar braut Hlynur á Alexander innan vítateigs og aftur benti Einar Ingi á punktinn. Mikkelsen skoraði úr spyrnunni, sitt níunda deildarmark í sumar. Á 53. mínútu skoraði Viktor og minnkaði muninn í 5-3 eftir skelfileg mistök Antons Ara Einarssonar í marki Breiðabliks. Fleiri urðu mörkin ekki en þau átta sem voru skoruð í leiknum í gær má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Mörkin úr leik Breiðabliks og ÍA
Pepsi Max-deild karla Breiðablik ÍA Tengdar fréttir Óskar Hrafn: Mitt lið sýndi að það er með karakter „Já okkur er létt það er alltaf gaman að vinna miklu frekar en að tapa, þó er þessi bolti ekki bein og breið leið, það koma hæðir og hólar svo er alltaf spurning hverjir standa upp þegar menn eru kýldir í magann,” sagði Óskar Hrafn. 26. júlí 2020 22:09 Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik 5-3 ÍA | Markasúpa í sunnudagssól Breiðablik vann loksins leik í júlí. Sigurinn kom í markaleik gegn ÍA í Kópavogi. Lokatölur 5-3 Blikum í vil. 26. júlí 2020 22:55 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Fleiri fréttir Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Sjá meira
Óskar Hrafn: Mitt lið sýndi að það er með karakter „Já okkur er létt það er alltaf gaman að vinna miklu frekar en að tapa, þó er þessi bolti ekki bein og breið leið, það koma hæðir og hólar svo er alltaf spurning hverjir standa upp þegar menn eru kýldir í magann,” sagði Óskar Hrafn. 26. júlí 2020 22:09
Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik 5-3 ÍA | Markasúpa í sunnudagssól Breiðablik vann loksins leik í júlí. Sigurinn kom í markaleik gegn ÍA í Kópavogi. Lokatölur 5-3 Blikum í vil. 26. júlí 2020 22:55
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki