Þrjár konur sameina framboð til að steypa forsetanum af stóli Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 27. júlí 2020 08:06 Svetlana Tikhanovskaya (f.m.), Veronika Tsepkalo (t.v.) og Maria Kolesnikova (t.h.) á blaðamannafundi þann 17. júlí s.l. Konurnar hafa vakið mikla athygli og er framboð þeirra talið marka tímamót í hvítrússneskum stjórnmálum. EPA-EFE/TATYANA ZENKOVICH Þrjár konur í Hvíta-Rússlandi hafa sameinast og leiða kosningabaráttu fyrir forsetakosningarnar í Hvíta-Rússlandi, sem haldnar verða í næsta mánuði. Framboðið er sagt breyta pólitísku landslagi landsins en markmið þeirra er að steypa Alexander Lúkasjenkó af stóli en hann hefur verið forseti í 25 ár. Svetlana Tikhanovskaya leiðir framboðið en hún var upphaflega staðgengill eiginmanns síns Sergei Tikhanovsky, en hann var fangelsaður í kjölfar þess að hann tilkynnti framboð sitt til forseta og situr hann enn í fangelsi. Svetlana er sjálf vinsæll bloggari en yfirvöld hafa einnig reynt að koma í veg fyrir framboð hennar með því að fangelsa hana. Hún er sögð hafa náð tökum á hlutverki forsetaframbjóðenda það sem á hefur liðið á framboðið en til að byrja með hafi hún verið frekar hikandi. „Hún hefur náð miklum tökum á hlutverkinu,“ sagði Maria Kolesnikova, kosningastjóri Tikhanovskaya, en hún var áður kosningastjóri Viktor Babariko sem einnig ætlaði að bjóða sig fram til forseta en hefur verið fangelsaður. Sendi börnin úr landi vegna hótana Óánægja Hvít-Rússa með Lúkasjenkó hefur farið stigvaxandi undanfarna mánuði en mikillar reiði má gæta vegna þess hvernig yfirvöld brugðust við kórónuveirufaraldrinum auk langvarandi reiði vegna mannréttindabrota og efnahagsástands í landinu. Lúkasjenkó hefur í forsetakosningunum bæði fangelsað mótframbjóðendur sína og stuðningsmenn þeirra. Frá stuðningsmannafundi í maí fyrir forsetakosningar í Hvíta-Rússlandi.EPA-EFE/TATYANA ZENKOVICH Þá hefur Tikhanovskaya þurft að fórna ýmsu vegna forsetaframboðsins. Í síðustu viku var greint frá því að hún hafi sent börn sín úr landi til að tryggja öryggi þeirra en þá hafði hún næstum því verið neydd til að hætta við framboðið vegna hótana. Þá er eiginmaður hennar, sem eins og áður segir ætlaði að bjóða sig fram til forseta, enn á bak við lás og slá og hefur verið frá því í maí. „Já, ég var hrædd í fyrstu,“ sagði hún í sjónvarpaðri ræðu. „Ég veit til hvaða ráða þessi ríkisstjórn er tilbúin að grípa til í von um að vernda eigin stöðu. Ég er hins vegar ekki lengur hrædd.“ „Samfélagið ekki tilbúið til að kjósa konu“ Veronika Tsepkalo, fyrrverandi starfsmaður Microsoft og kosningastjóri Valery Tsepkalo eiginmanns hennar, hefur einnig gengið til liðs við Tikhanovskaya og Kolesnikova. Hún var kosningastjóri eiginmanns síns sem hafði tilkynnt forsetaframboð en hann flúði til Moskvu með börn þeirra í síðustu viku eftir að hafa frétt af því að handtökutilskipun hefði verið gefin út á hendur honum. Alexander Lúkasjenkó, sitjandi forseti, Hvíta-Rússlands hefur fangelsað flesta mótframbjóðendur sína.EPA-EFE/TATYANA ZENKOVICH Konurnar þrjár tilkynntu fyrr í mánuðinum að þær hygðust sameina krafta sína og vakti það mikla athygli. Konurnar hafa ítrekað talað um að þær geti, rétt eins og karlmenn, tekið þátt í stjórnmálum en Lúkasjenkó hefur í gegn um tíðina haldið því fram að stjórnmál ættu fyrst og fremst að vera vettvangur fyrir karlmenn. „Stjórnarskráin okkar var ekki gerð fyrir konu,“ sagði Lúkasjenkó þegar hann talaði um framboð kvennanna. „Samfélag okkar er ekki tilbúið til að kjósa konu.“ Hann talaði einnig um þær sem „grey.“ Hvíta-Rússland Jafnréttismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Helstu andstæðingum Lúkasjenkó meinað að bjóða sig fram Mótmæli hafa brotist út í hvítrússnesku höfuðborginni Mínsk eftir að helstu andstæðingum sitjandi forseta var meinað að bjóða sig fram í forsetakosningum ársins. 14. júlí 2020 23:58 Leiðtogar stjórnarandstöðunnar útilokaðir frá kosningum í Hvíta-Rússlandi Yfirkjörstjórn Hvíta-Rússlands hafnaði því að skrá framboð tveggja helstu leiðtoga stjórnarandstöðu landsins fyrir forsetakosningar sem fara fram í næsta mánuði. Ákvörðunin þýðir að Alexander Lúkasjenkó forseti til 26 ára verður svo gott sem sjálfkjörinn. 14. júlí 2020 15:14 Mest lesið Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Innlent Fleiri fréttir Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Sjá meira
Þrjár konur í Hvíta-Rússlandi hafa sameinast og leiða kosningabaráttu fyrir forsetakosningarnar í Hvíta-Rússlandi, sem haldnar verða í næsta mánuði. Framboðið er sagt breyta pólitísku landslagi landsins en markmið þeirra er að steypa Alexander Lúkasjenkó af stóli en hann hefur verið forseti í 25 ár. Svetlana Tikhanovskaya leiðir framboðið en hún var upphaflega staðgengill eiginmanns síns Sergei Tikhanovsky, en hann var fangelsaður í kjölfar þess að hann tilkynnti framboð sitt til forseta og situr hann enn í fangelsi. Svetlana er sjálf vinsæll bloggari en yfirvöld hafa einnig reynt að koma í veg fyrir framboð hennar með því að fangelsa hana. Hún er sögð hafa náð tökum á hlutverki forsetaframbjóðenda það sem á hefur liðið á framboðið en til að byrja með hafi hún verið frekar hikandi. „Hún hefur náð miklum tökum á hlutverkinu,“ sagði Maria Kolesnikova, kosningastjóri Tikhanovskaya, en hún var áður kosningastjóri Viktor Babariko sem einnig ætlaði að bjóða sig fram til forseta en hefur verið fangelsaður. Sendi börnin úr landi vegna hótana Óánægja Hvít-Rússa með Lúkasjenkó hefur farið stigvaxandi undanfarna mánuði en mikillar reiði má gæta vegna þess hvernig yfirvöld brugðust við kórónuveirufaraldrinum auk langvarandi reiði vegna mannréttindabrota og efnahagsástands í landinu. Lúkasjenkó hefur í forsetakosningunum bæði fangelsað mótframbjóðendur sína og stuðningsmenn þeirra. Frá stuðningsmannafundi í maí fyrir forsetakosningar í Hvíta-Rússlandi.EPA-EFE/TATYANA ZENKOVICH Þá hefur Tikhanovskaya þurft að fórna ýmsu vegna forsetaframboðsins. Í síðustu viku var greint frá því að hún hafi sent börn sín úr landi til að tryggja öryggi þeirra en þá hafði hún næstum því verið neydd til að hætta við framboðið vegna hótana. Þá er eiginmaður hennar, sem eins og áður segir ætlaði að bjóða sig fram til forseta, enn á bak við lás og slá og hefur verið frá því í maí. „Já, ég var hrædd í fyrstu,“ sagði hún í sjónvarpaðri ræðu. „Ég veit til hvaða ráða þessi ríkisstjórn er tilbúin að grípa til í von um að vernda eigin stöðu. Ég er hins vegar ekki lengur hrædd.“ „Samfélagið ekki tilbúið til að kjósa konu“ Veronika Tsepkalo, fyrrverandi starfsmaður Microsoft og kosningastjóri Valery Tsepkalo eiginmanns hennar, hefur einnig gengið til liðs við Tikhanovskaya og Kolesnikova. Hún var kosningastjóri eiginmanns síns sem hafði tilkynnt forsetaframboð en hann flúði til Moskvu með börn þeirra í síðustu viku eftir að hafa frétt af því að handtökutilskipun hefði verið gefin út á hendur honum. Alexander Lúkasjenkó, sitjandi forseti, Hvíta-Rússlands hefur fangelsað flesta mótframbjóðendur sína.EPA-EFE/TATYANA ZENKOVICH Konurnar þrjár tilkynntu fyrr í mánuðinum að þær hygðust sameina krafta sína og vakti það mikla athygli. Konurnar hafa ítrekað talað um að þær geti, rétt eins og karlmenn, tekið þátt í stjórnmálum en Lúkasjenkó hefur í gegn um tíðina haldið því fram að stjórnmál ættu fyrst og fremst að vera vettvangur fyrir karlmenn. „Stjórnarskráin okkar var ekki gerð fyrir konu,“ sagði Lúkasjenkó þegar hann talaði um framboð kvennanna. „Samfélag okkar er ekki tilbúið til að kjósa konu.“ Hann talaði einnig um þær sem „grey.“
Hvíta-Rússland Jafnréttismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Helstu andstæðingum Lúkasjenkó meinað að bjóða sig fram Mótmæli hafa brotist út í hvítrússnesku höfuðborginni Mínsk eftir að helstu andstæðingum sitjandi forseta var meinað að bjóða sig fram í forsetakosningum ársins. 14. júlí 2020 23:58 Leiðtogar stjórnarandstöðunnar útilokaðir frá kosningum í Hvíta-Rússlandi Yfirkjörstjórn Hvíta-Rússlands hafnaði því að skrá framboð tveggja helstu leiðtoga stjórnarandstöðu landsins fyrir forsetakosningar sem fara fram í næsta mánuði. Ákvörðunin þýðir að Alexander Lúkasjenkó forseti til 26 ára verður svo gott sem sjálfkjörinn. 14. júlí 2020 15:14 Mest lesið Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Innlent Fleiri fréttir Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Sjá meira
Helstu andstæðingum Lúkasjenkó meinað að bjóða sig fram Mótmæli hafa brotist út í hvítrússnesku höfuðborginni Mínsk eftir að helstu andstæðingum sitjandi forseta var meinað að bjóða sig fram í forsetakosningum ársins. 14. júlí 2020 23:58
Leiðtogar stjórnarandstöðunnar útilokaðir frá kosningum í Hvíta-Rússlandi Yfirkjörstjórn Hvíta-Rússlands hafnaði því að skrá framboð tveggja helstu leiðtoga stjórnarandstöðu landsins fyrir forsetakosningar sem fara fram í næsta mánuði. Ákvörðunin þýðir að Alexander Lúkasjenkó forseti til 26 ára verður svo gott sem sjálfkjörinn. 14. júlí 2020 15:14