Þrjár konur sameina framboð til að steypa forsetanum af stóli Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 27. júlí 2020 08:06 Svetlana Tikhanovskaya (f.m.), Veronika Tsepkalo (t.v.) og Maria Kolesnikova (t.h.) á blaðamannafundi þann 17. júlí s.l. Konurnar hafa vakið mikla athygli og er framboð þeirra talið marka tímamót í hvítrússneskum stjórnmálum. EPA-EFE/TATYANA ZENKOVICH Þrjár konur í Hvíta-Rússlandi hafa sameinast og leiða kosningabaráttu fyrir forsetakosningarnar í Hvíta-Rússlandi, sem haldnar verða í næsta mánuði. Framboðið er sagt breyta pólitísku landslagi landsins en markmið þeirra er að steypa Alexander Lúkasjenkó af stóli en hann hefur verið forseti í 25 ár. Svetlana Tikhanovskaya leiðir framboðið en hún var upphaflega staðgengill eiginmanns síns Sergei Tikhanovsky, en hann var fangelsaður í kjölfar þess að hann tilkynnti framboð sitt til forseta og situr hann enn í fangelsi. Svetlana er sjálf vinsæll bloggari en yfirvöld hafa einnig reynt að koma í veg fyrir framboð hennar með því að fangelsa hana. Hún er sögð hafa náð tökum á hlutverki forsetaframbjóðenda það sem á hefur liðið á framboðið en til að byrja með hafi hún verið frekar hikandi. „Hún hefur náð miklum tökum á hlutverkinu,“ sagði Maria Kolesnikova, kosningastjóri Tikhanovskaya, en hún var áður kosningastjóri Viktor Babariko sem einnig ætlaði að bjóða sig fram til forseta en hefur verið fangelsaður. Sendi börnin úr landi vegna hótana Óánægja Hvít-Rússa með Lúkasjenkó hefur farið stigvaxandi undanfarna mánuði en mikillar reiði má gæta vegna þess hvernig yfirvöld brugðust við kórónuveirufaraldrinum auk langvarandi reiði vegna mannréttindabrota og efnahagsástands í landinu. Lúkasjenkó hefur í forsetakosningunum bæði fangelsað mótframbjóðendur sína og stuðningsmenn þeirra. Frá stuðningsmannafundi í maí fyrir forsetakosningar í Hvíta-Rússlandi.EPA-EFE/TATYANA ZENKOVICH Þá hefur Tikhanovskaya þurft að fórna ýmsu vegna forsetaframboðsins. Í síðustu viku var greint frá því að hún hafi sent börn sín úr landi til að tryggja öryggi þeirra en þá hafði hún næstum því verið neydd til að hætta við framboðið vegna hótana. Þá er eiginmaður hennar, sem eins og áður segir ætlaði að bjóða sig fram til forseta, enn á bak við lás og slá og hefur verið frá því í maí. „Já, ég var hrædd í fyrstu,“ sagði hún í sjónvarpaðri ræðu. „Ég veit til hvaða ráða þessi ríkisstjórn er tilbúin að grípa til í von um að vernda eigin stöðu. Ég er hins vegar ekki lengur hrædd.“ „Samfélagið ekki tilbúið til að kjósa konu“ Veronika Tsepkalo, fyrrverandi starfsmaður Microsoft og kosningastjóri Valery Tsepkalo eiginmanns hennar, hefur einnig gengið til liðs við Tikhanovskaya og Kolesnikova. Hún var kosningastjóri eiginmanns síns sem hafði tilkynnt forsetaframboð en hann flúði til Moskvu með börn þeirra í síðustu viku eftir að hafa frétt af því að handtökutilskipun hefði verið gefin út á hendur honum. Alexander Lúkasjenkó, sitjandi forseti, Hvíta-Rússlands hefur fangelsað flesta mótframbjóðendur sína.EPA-EFE/TATYANA ZENKOVICH Konurnar þrjár tilkynntu fyrr í mánuðinum að þær hygðust sameina krafta sína og vakti það mikla athygli. Konurnar hafa ítrekað talað um að þær geti, rétt eins og karlmenn, tekið þátt í stjórnmálum en Lúkasjenkó hefur í gegn um tíðina haldið því fram að stjórnmál ættu fyrst og fremst að vera vettvangur fyrir karlmenn. „Stjórnarskráin okkar var ekki gerð fyrir konu,“ sagði Lúkasjenkó þegar hann talaði um framboð kvennanna. „Samfélag okkar er ekki tilbúið til að kjósa konu.“ Hann talaði einnig um þær sem „grey.“ Hvíta-Rússland Jafnréttismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Helstu andstæðingum Lúkasjenkó meinað að bjóða sig fram Mótmæli hafa brotist út í hvítrússnesku höfuðborginni Mínsk eftir að helstu andstæðingum sitjandi forseta var meinað að bjóða sig fram í forsetakosningum ársins. 14. júlí 2020 23:58 Leiðtogar stjórnarandstöðunnar útilokaðir frá kosningum í Hvíta-Rússlandi Yfirkjörstjórn Hvíta-Rússlands hafnaði því að skrá framboð tveggja helstu leiðtoga stjórnarandstöðu landsins fyrir forsetakosningar sem fara fram í næsta mánuði. Ákvörðunin þýðir að Alexander Lúkasjenkó forseti til 26 ára verður svo gott sem sjálfkjörinn. 14. júlí 2020 15:14 Mest lesið Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Erlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Innlent Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Innlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Fleiri fréttir Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Sjá meira
Þrjár konur í Hvíta-Rússlandi hafa sameinast og leiða kosningabaráttu fyrir forsetakosningarnar í Hvíta-Rússlandi, sem haldnar verða í næsta mánuði. Framboðið er sagt breyta pólitísku landslagi landsins en markmið þeirra er að steypa Alexander Lúkasjenkó af stóli en hann hefur verið forseti í 25 ár. Svetlana Tikhanovskaya leiðir framboðið en hún var upphaflega staðgengill eiginmanns síns Sergei Tikhanovsky, en hann var fangelsaður í kjölfar þess að hann tilkynnti framboð sitt til forseta og situr hann enn í fangelsi. Svetlana er sjálf vinsæll bloggari en yfirvöld hafa einnig reynt að koma í veg fyrir framboð hennar með því að fangelsa hana. Hún er sögð hafa náð tökum á hlutverki forsetaframbjóðenda það sem á hefur liðið á framboðið en til að byrja með hafi hún verið frekar hikandi. „Hún hefur náð miklum tökum á hlutverkinu,“ sagði Maria Kolesnikova, kosningastjóri Tikhanovskaya, en hún var áður kosningastjóri Viktor Babariko sem einnig ætlaði að bjóða sig fram til forseta en hefur verið fangelsaður. Sendi börnin úr landi vegna hótana Óánægja Hvít-Rússa með Lúkasjenkó hefur farið stigvaxandi undanfarna mánuði en mikillar reiði má gæta vegna þess hvernig yfirvöld brugðust við kórónuveirufaraldrinum auk langvarandi reiði vegna mannréttindabrota og efnahagsástands í landinu. Lúkasjenkó hefur í forsetakosningunum bæði fangelsað mótframbjóðendur sína og stuðningsmenn þeirra. Frá stuðningsmannafundi í maí fyrir forsetakosningar í Hvíta-Rússlandi.EPA-EFE/TATYANA ZENKOVICH Þá hefur Tikhanovskaya þurft að fórna ýmsu vegna forsetaframboðsins. Í síðustu viku var greint frá því að hún hafi sent börn sín úr landi til að tryggja öryggi þeirra en þá hafði hún næstum því verið neydd til að hætta við framboðið vegna hótana. Þá er eiginmaður hennar, sem eins og áður segir ætlaði að bjóða sig fram til forseta, enn á bak við lás og slá og hefur verið frá því í maí. „Já, ég var hrædd í fyrstu,“ sagði hún í sjónvarpaðri ræðu. „Ég veit til hvaða ráða þessi ríkisstjórn er tilbúin að grípa til í von um að vernda eigin stöðu. Ég er hins vegar ekki lengur hrædd.“ „Samfélagið ekki tilbúið til að kjósa konu“ Veronika Tsepkalo, fyrrverandi starfsmaður Microsoft og kosningastjóri Valery Tsepkalo eiginmanns hennar, hefur einnig gengið til liðs við Tikhanovskaya og Kolesnikova. Hún var kosningastjóri eiginmanns síns sem hafði tilkynnt forsetaframboð en hann flúði til Moskvu með börn þeirra í síðustu viku eftir að hafa frétt af því að handtökutilskipun hefði verið gefin út á hendur honum. Alexander Lúkasjenkó, sitjandi forseti, Hvíta-Rússlands hefur fangelsað flesta mótframbjóðendur sína.EPA-EFE/TATYANA ZENKOVICH Konurnar þrjár tilkynntu fyrr í mánuðinum að þær hygðust sameina krafta sína og vakti það mikla athygli. Konurnar hafa ítrekað talað um að þær geti, rétt eins og karlmenn, tekið þátt í stjórnmálum en Lúkasjenkó hefur í gegn um tíðina haldið því fram að stjórnmál ættu fyrst og fremst að vera vettvangur fyrir karlmenn. „Stjórnarskráin okkar var ekki gerð fyrir konu,“ sagði Lúkasjenkó þegar hann talaði um framboð kvennanna. „Samfélag okkar er ekki tilbúið til að kjósa konu.“ Hann talaði einnig um þær sem „grey.“
Hvíta-Rússland Jafnréttismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Helstu andstæðingum Lúkasjenkó meinað að bjóða sig fram Mótmæli hafa brotist út í hvítrússnesku höfuðborginni Mínsk eftir að helstu andstæðingum sitjandi forseta var meinað að bjóða sig fram í forsetakosningum ársins. 14. júlí 2020 23:58 Leiðtogar stjórnarandstöðunnar útilokaðir frá kosningum í Hvíta-Rússlandi Yfirkjörstjórn Hvíta-Rússlands hafnaði því að skrá framboð tveggja helstu leiðtoga stjórnarandstöðu landsins fyrir forsetakosningar sem fara fram í næsta mánuði. Ákvörðunin þýðir að Alexander Lúkasjenkó forseti til 26 ára verður svo gott sem sjálfkjörinn. 14. júlí 2020 15:14 Mest lesið Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Erlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Innlent Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Innlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Fleiri fréttir Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Sjá meira
Helstu andstæðingum Lúkasjenkó meinað að bjóða sig fram Mótmæli hafa brotist út í hvítrússnesku höfuðborginni Mínsk eftir að helstu andstæðingum sitjandi forseta var meinað að bjóða sig fram í forsetakosningum ársins. 14. júlí 2020 23:58
Leiðtogar stjórnarandstöðunnar útilokaðir frá kosningum í Hvíta-Rússlandi Yfirkjörstjórn Hvíta-Rússlands hafnaði því að skrá framboð tveggja helstu leiðtoga stjórnarandstöðu landsins fyrir forsetakosningar sem fara fram í næsta mánuði. Ákvörðunin þýðir að Alexander Lúkasjenkó forseti til 26 ára verður svo gott sem sjálfkjörinn. 14. júlí 2020 15:14