Telur Icelandair hafa verið á gráu svæði þegar flugfreyjum var sagt upp Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Stefán Ó. Jónsson skrifa 26. júlí 2020 15:04 Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, telur Icelandair hafa verið á gráu svæði þegar félagið sagði upp öllum flugfreyjum í miðjum kjaradeilum. Vísir/Vilhelm Félagsmálaráðherra telur Icelandair hafa verið á gráu svæði þegar félagið sagði upp öllum flugfreyjum í miðri kjaradeilu. Þá segist hann hafa farið fram á að lög sem meina slökkviliðsmönnum að fara inn í íbúðarhúsnæði verði tekin til skoðunar eftir brunann á Bræðraborgarstíg. Þann 17. júlí brá Icelandair á það ráð að segja upp öllum þeim 38 flugfreyjum sem störfuðu þá hjá félaginu á meðan kjaradeilan hjá Flugfreyjufélaginu var enn á borði ríkissáttasemjara. Deildar meiningar voru uppi um hvort Icelandair hafi mátt grípa til þessara uppsagna og var viðbúið að málið yrði leyst fyrir Félagsdómi. Til þess kom þó aldrei enda náðu flugfreyjur og Icelandair saman rúmum sólarhring eftir uppsagnirnar. Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra segir hins vegar að í hans huga að ákvörðun Icelandair hafi verið á gráu svæði og gengið á rétt launafólks. „Mín skoðun er sú að þetta sé ákveðinn réttur sem á að verja launamenn. Þegar þú ert í viðræðum, þegar þú ert inni hjá sáttasemjara þá sé það ekki valkostur að fara þessa leið. Það er algerlega ljóst í mínum huga að þetta hefði ekki staðist. Ég held það sé alveg ljóst, í mínum huga, að menn voru komnir inn á grátt svæði þarna hvað þetta snerti,“ segir Ásmundur. Hann muni þannig ekki tala fyrir því að önnur fyrirtæki fari sömu leið og Icelandair. „Maður sér líka núna hættulega umræðu um að það sé bara eðlilegt að fara að stokka þetta kerfi upp til þess að draga úr þessum rétti og því er ég algerlega mótfallinn.“ Á Sprengisandi í morgun var Ásmundur jafnframt spurður um viðbrögð stjórnvalda við brunanum á bræðraborgarstíg í lok júní þar sem þrennt lét lífið. Ráðherra segir rannsókn málsins nú á borði Húsnæðis og mannvirkjastofnunar, sem hann hafi beint tilmælum til. „Það er inni í lögum í dag að slökkvilið megi ekki fara inn í íbúðarhúsnæði. Ég hef beðið Húsnæðis- og mannvirkjastofnun um að skoða sérstaklega hvort það sé ástæða til þess að fara í einhverjar lagabreytingar. Ég er tilbúinn til þess að koma fram með þær lagabreytingar sem þurfi til að draga úr líkum að svona geti gerst aftur,“ segir Ásmundur Einar. Hægt er að hlusta á viðtalið við Ásmund í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Sprengisandur Icelandair Kjaramál Bruni á Bræðraborgarstíg Tengdar fréttir Atkvæðagreiðslu um kjarasamning lýkur og Icelandair kynnir uppgjör annars ársfjórðungs á morgun Atkvæðagreiðslu flugfreyja um nýjan kjarasamning lýkur klukkan 12 á hádegi á morgun. Uppgjör Icelandair fyrir annan ársfjórðung verður einnig birt á morgun en bráðabirgðarekstrarniðurstöður benda til þess að tekjur félagsins hafi lækkað um 85 prósent frá sama tímabili í fyrra. 26. júlí 2020 10:52 Sprengisandur: Ræða stöðuna á vinnumarkaði, lífeyrissjóði og margt fleira Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamálaráðherra, mætir í Sprengisand sem hefst klukkan tíu á Bylgjunni í dag. Hann er einnig vinnumarkaðsráðherra og ræðir stöðuna á vinnumarkaði sem slíkur, Icelandair-málið og fleiri mál. 26. júlí 2020 09:17 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Sjá meira
Félagsmálaráðherra telur Icelandair hafa verið á gráu svæði þegar félagið sagði upp öllum flugfreyjum í miðri kjaradeilu. Þá segist hann hafa farið fram á að lög sem meina slökkviliðsmönnum að fara inn í íbúðarhúsnæði verði tekin til skoðunar eftir brunann á Bræðraborgarstíg. Þann 17. júlí brá Icelandair á það ráð að segja upp öllum þeim 38 flugfreyjum sem störfuðu þá hjá félaginu á meðan kjaradeilan hjá Flugfreyjufélaginu var enn á borði ríkissáttasemjara. Deildar meiningar voru uppi um hvort Icelandair hafi mátt grípa til þessara uppsagna og var viðbúið að málið yrði leyst fyrir Félagsdómi. Til þess kom þó aldrei enda náðu flugfreyjur og Icelandair saman rúmum sólarhring eftir uppsagnirnar. Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra segir hins vegar að í hans huga að ákvörðun Icelandair hafi verið á gráu svæði og gengið á rétt launafólks. „Mín skoðun er sú að þetta sé ákveðinn réttur sem á að verja launamenn. Þegar þú ert í viðræðum, þegar þú ert inni hjá sáttasemjara þá sé það ekki valkostur að fara þessa leið. Það er algerlega ljóst í mínum huga að þetta hefði ekki staðist. Ég held það sé alveg ljóst, í mínum huga, að menn voru komnir inn á grátt svæði þarna hvað þetta snerti,“ segir Ásmundur. Hann muni þannig ekki tala fyrir því að önnur fyrirtæki fari sömu leið og Icelandair. „Maður sér líka núna hættulega umræðu um að það sé bara eðlilegt að fara að stokka þetta kerfi upp til þess að draga úr þessum rétti og því er ég algerlega mótfallinn.“ Á Sprengisandi í morgun var Ásmundur jafnframt spurður um viðbrögð stjórnvalda við brunanum á bræðraborgarstíg í lok júní þar sem þrennt lét lífið. Ráðherra segir rannsókn málsins nú á borði Húsnæðis og mannvirkjastofnunar, sem hann hafi beint tilmælum til. „Það er inni í lögum í dag að slökkvilið megi ekki fara inn í íbúðarhúsnæði. Ég hef beðið Húsnæðis- og mannvirkjastofnun um að skoða sérstaklega hvort það sé ástæða til þess að fara í einhverjar lagabreytingar. Ég er tilbúinn til þess að koma fram með þær lagabreytingar sem þurfi til að draga úr líkum að svona geti gerst aftur,“ segir Ásmundur Einar. Hægt er að hlusta á viðtalið við Ásmund í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Sprengisandur Icelandair Kjaramál Bruni á Bræðraborgarstíg Tengdar fréttir Atkvæðagreiðslu um kjarasamning lýkur og Icelandair kynnir uppgjör annars ársfjórðungs á morgun Atkvæðagreiðslu flugfreyja um nýjan kjarasamning lýkur klukkan 12 á hádegi á morgun. Uppgjör Icelandair fyrir annan ársfjórðung verður einnig birt á morgun en bráðabirgðarekstrarniðurstöður benda til þess að tekjur félagsins hafi lækkað um 85 prósent frá sama tímabili í fyrra. 26. júlí 2020 10:52 Sprengisandur: Ræða stöðuna á vinnumarkaði, lífeyrissjóði og margt fleira Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamálaráðherra, mætir í Sprengisand sem hefst klukkan tíu á Bylgjunni í dag. Hann er einnig vinnumarkaðsráðherra og ræðir stöðuna á vinnumarkaði sem slíkur, Icelandair-málið og fleiri mál. 26. júlí 2020 09:17 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Sjá meira
Atkvæðagreiðslu um kjarasamning lýkur og Icelandair kynnir uppgjör annars ársfjórðungs á morgun Atkvæðagreiðslu flugfreyja um nýjan kjarasamning lýkur klukkan 12 á hádegi á morgun. Uppgjör Icelandair fyrir annan ársfjórðung verður einnig birt á morgun en bráðabirgðarekstrarniðurstöður benda til þess að tekjur félagsins hafi lækkað um 85 prósent frá sama tímabili í fyrra. 26. júlí 2020 10:52
Sprengisandur: Ræða stöðuna á vinnumarkaði, lífeyrissjóði og margt fleira Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamálaráðherra, mætir í Sprengisand sem hefst klukkan tíu á Bylgjunni í dag. Hann er einnig vinnumarkaðsráðherra og ræðir stöðuna á vinnumarkaði sem slíkur, Icelandair-málið og fleiri mál. 26. júlí 2020 09:17