Fótbolti

Kórónuveirusmit greindist á Rey Cup: Á þriðja tug í sóttkví

Ísak Hallmundarson og Andri Eysteinsson skrifa
Fullorðinn einstaklingur á Rey Cup hefur greinst með Covid-smit.
Fullorðinn einstaklingur á Rey Cup hefur greinst með Covid-smit. skjáskot/stöð2

Fullorðinn einstaklingur sem var viðstaddur Rey Cup um helgina greindist með kórónuveirusmit í dag. Einstaklingurinn og hópurinn sem hann var með mun ekki taka frekari þátt í mótinu.

Greint er frá smitinu á Facebook-síðu mótsins. Þar segir að einstaklingurinn hafi verið í nógu langan tíma inn á tilteknu svæði til þess að mótshaldarar þurfi að taka til varúðarráðstafana.

Ráðstafanirnar séu gerðar í fullu samráði við smitrakningarteymi almannavarna og sóttvarnayfirvöld. 

Samkvæmt tilkynningu almannavarnardeildar Ríkislögreglustjóra er einn kominn í einangrun og hefur á þriðja tug verið beðinn um að fara í fjórtán daga sóttkví. Smitrakning þó enn yfir og er ekki útilokað að þeim fjölgi sem þurfa að fara í sóttkví eftir því em smitrakning fer fram.

Almannavarnadeild og embætti landlæknis biðja fólk sem hefur sótt umrætt íþróttamót að gæta varúðar og huga að smitvörnum.

Samkvæmt áætlun mótstjórnar munu einstaklingurinn og hópurinn sem hann tilheyrði þegar vera á leið heim og munu ekki taka frekari þátt á mótinu.

Mótinu verður framhaldið samkvæmt dagskrá að öðru leyti samkvæmt færslu mótshaldara.

Fréttin hefur verið uppfærð með upplýsingum frá Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×