Ekki vitað hver upprunalegur smitberi er Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 24. júlí 2020 12:00 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Tvö innanlandssmit greindust á landinu í gær í tveimur aðgreindum málum. Um er að ræða fyrsta innanlandssmitið sem greinist síðan 2. júlí og er möguleiki á hópsýkingu. Unnið er að smitrakningu. Báðir einstaklingar sem greindust í gær eru með einkenni og komnir í einangrun. Í öðru málinu hafa nokkrir verið settir í fjórtán daga sóttkví en á þriðja tug í hinu málinu. Þar hafði einstaklingur tekið þátt í frjálsíþróttamóti í Hafnafirði um síðustu helgi og stendur smitrakning enn yfir. Einstaklingarnir þrjátíu teljast í hááhættu. Yfir 200 keppendur voru skráðir á mótið samkvæmt Frey Ólafssyni, formanni Frjálsíþróttasambands Íslands. Um er að ræða fyrsta innanlandssmitið sem greinist hér á landi síðan þann 2. júlí, en smitin tvö tengjast ekki. „Það hafa ekki verið að greinast innanlandssmit, síðasta smitið greindist hér 2. júli og var það í tengslum við einstakling sem var að koma erlendis frá. Við getum ekki rakið þessi smit til smita erlendis frá þannig sú vinna er í gangi,“ sagði Þórólfur Guðnason, sóttvarnarlæknir. Kórónuveiran á bráðamótökunni í Fossvogi Ekki er vitað hver upprunarlegur smitberi er. „En eru ekki allar líkur á því að smitið komi erlendis frá í ljósi þess að innanlandssmit hefur ekki grenist í svo langan tíma?“ „Jú mér finnst það mjög líklegt og það sýnir bara það að smit erlendis frá getur komið þó við séum að lágmarka áhættuna með þeim aðgerðum sem eru í gangi,“ sagði Þórólfur. Um hugsanlega hópsýkingu er að ræða. „Já það er alltaf möguleiki á því og ég held að við þurfum að vera undir það búin. Það kæmi mér ekki á óvart ef við fengum litlar hópsýkingar en ég tel mjög ólíklegt að við fáum einhverjar stærri hópsýkingar eða faraldur hér innanlands. Ef við vinnum þetta svona þá held ég að við ættum að geta kæft þetta í byrjun.“ Þórólfur biðlar til fólks að passa upp á einstaklingsbundnar sýkingarvarnir. „Ég vil biðja fólk að passa sig gríðarlega vel. Ef fólk er að veikjast. Hafa þá samband við heilbrigðiskerfið, halda sig heima. Vera ekki innan um aðra,“ sagði Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Tvö innanlandssmit greindust í gær Tveir greindust hér á landi í gær í tveimur aðgreindum málum. Báðir einstaklingar eru með einkenni Covid-19 og eru nú komnir í einangrun. 24. júlí 2020 10:04 Frjálsíþróttakeppandi með veiruna - Meistaramótið fer fram um helgina Á þriðja tug einstaklinga eru komnir í sóttkví eftir að þátttakandi á meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum, 15-22 ára, um síðustu helgi greindist með kórónuveiruna. 24. júlí 2020 11:28 Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Konan er fundin Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira
Tvö innanlandssmit greindust á landinu í gær í tveimur aðgreindum málum. Um er að ræða fyrsta innanlandssmitið sem greinist síðan 2. júlí og er möguleiki á hópsýkingu. Unnið er að smitrakningu. Báðir einstaklingar sem greindust í gær eru með einkenni og komnir í einangrun. Í öðru málinu hafa nokkrir verið settir í fjórtán daga sóttkví en á þriðja tug í hinu málinu. Þar hafði einstaklingur tekið þátt í frjálsíþróttamóti í Hafnafirði um síðustu helgi og stendur smitrakning enn yfir. Einstaklingarnir þrjátíu teljast í hááhættu. Yfir 200 keppendur voru skráðir á mótið samkvæmt Frey Ólafssyni, formanni Frjálsíþróttasambands Íslands. Um er að ræða fyrsta innanlandssmitið sem greinist hér á landi síðan þann 2. júlí, en smitin tvö tengjast ekki. „Það hafa ekki verið að greinast innanlandssmit, síðasta smitið greindist hér 2. júli og var það í tengslum við einstakling sem var að koma erlendis frá. Við getum ekki rakið þessi smit til smita erlendis frá þannig sú vinna er í gangi,“ sagði Þórólfur Guðnason, sóttvarnarlæknir. Kórónuveiran á bráðamótökunni í Fossvogi Ekki er vitað hver upprunarlegur smitberi er. „En eru ekki allar líkur á því að smitið komi erlendis frá í ljósi þess að innanlandssmit hefur ekki grenist í svo langan tíma?“ „Jú mér finnst það mjög líklegt og það sýnir bara það að smit erlendis frá getur komið þó við séum að lágmarka áhættuna með þeim aðgerðum sem eru í gangi,“ sagði Þórólfur. Um hugsanlega hópsýkingu er að ræða. „Já það er alltaf möguleiki á því og ég held að við þurfum að vera undir það búin. Það kæmi mér ekki á óvart ef við fengum litlar hópsýkingar en ég tel mjög ólíklegt að við fáum einhverjar stærri hópsýkingar eða faraldur hér innanlands. Ef við vinnum þetta svona þá held ég að við ættum að geta kæft þetta í byrjun.“ Þórólfur biðlar til fólks að passa upp á einstaklingsbundnar sýkingarvarnir. „Ég vil biðja fólk að passa sig gríðarlega vel. Ef fólk er að veikjast. Hafa þá samband við heilbrigðiskerfið, halda sig heima. Vera ekki innan um aðra,“ sagði Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Tvö innanlandssmit greindust í gær Tveir greindust hér á landi í gær í tveimur aðgreindum málum. Báðir einstaklingar eru með einkenni Covid-19 og eru nú komnir í einangrun. 24. júlí 2020 10:04 Frjálsíþróttakeppandi með veiruna - Meistaramótið fer fram um helgina Á þriðja tug einstaklinga eru komnir í sóttkví eftir að þátttakandi á meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum, 15-22 ára, um síðustu helgi greindist með kórónuveiruna. 24. júlí 2020 11:28 Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Konan er fundin Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira
Tvö innanlandssmit greindust í gær Tveir greindust hér á landi í gær í tveimur aðgreindum málum. Báðir einstaklingar eru með einkenni Covid-19 og eru nú komnir í einangrun. 24. júlí 2020 10:04
Frjálsíþróttakeppandi með veiruna - Meistaramótið fer fram um helgina Á þriðja tug einstaklinga eru komnir í sóttkví eftir að þátttakandi á meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum, 15-22 ára, um síðustu helgi greindist með kórónuveiruna. 24. júlí 2020 11:28