Innlent

Tvö innan­lands­smit greindust í gær

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Kórónuveiran á bráðamótökunni í Fossvogi
Kórónuveiran á bráðamótökunni í Fossvogi

Tveir greindust hér á landi í gær í tveimur aðgreindum málum. Báðir einstaklingar eru með einkenni Covid-19 og eru nú komnir í einangrun.

Í öðru málinu hafa á þriðja tug verið settir í fjórtán daga sóttkví og nokkrir í hinu. Smitrakningu er enn ekki lokið en í því máli sem fleiri hafa verið sendir í sóttkví í var einstaklingurinn á frjálsíþróttamóti í Hafnarfirði um síðustu helgi.

Samkvæmt fréttatilkynningu frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra er Frjálsíþróttasamband Íslands meðvitað um stöðuna og vinnur það nú að því að gera viðeigandi ráðstafanir.

Fólk sem var á umræddu móti er beðið að gæta varúðar og huga að einstaklingsbundnum smitvörnum. Almannavarnir og embætti landlæknis biðla til þeirra að leiki minnsti vafi á hvort einkenni Covid-19 sé til staðar fari fólk í sýnatöku á næstu heilsugæslustöð.

Í tilkynningu frá Frjálsíþróttasambandinu segir að samkvæmt mati sóttvarnalæknis og rakningateymis teljist eintaklingarnir þrjátíu í hááhættu. Aðrir mótsgestir eru ekki taldir í hááhættu en almannavarnadeild og embætti landlæknis biðja þá að gæta varúðar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×