Þrjótar komust í einkaskilaboð í innbrotinu hjá Twitter Kjartan Kjartansson skrifar 24. júlí 2020 10:36 Jack Dorsey, forstjóri Twitter, segist miður sín yfir innbrotinu í síðustu viku. Vísir/EPA Forstjóri Twitter staðfesti í gær að tölvuþrjótar sem brutust inn í innri kerfi samfélagsmiðilsins og tóku yfir reikninga heimþekktra notenda í síðustu viku hafi í sumum tilfellum komist í einkaskilaboð þeirra. Baðst hann afsökunar á að fyrirtækið hefði dregist aftur úr í öryggismálum upp á síðkastið. Barack Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, og Elon Musk, stofnandi Tesla, voru á meðal þeirra þekktu einstaklinga sem misstu yfirráð yfir Twitter-reikningum sínum til tölvuþrjóta í síðustu viku. Þrjótarnir tístu skilaboðum til fylgjenda þeirra þar sem falast var eftir greiðslum í rafmyntinni bitcoin. Twitter frysti reikningana sem þrjótarnir náðu á sitt vald tímabundið þannig að notendurnir gátu hvorki tíst né skipt um lykilorð á meðan. Í ljós kom að þrjótarnir höfðu komist yfir reikningana með því að brjótast inn í tölvukerfi Twitter. Fyrirtækið sætti gagnrýni fyrir að hafa brugðist seint við og eðli innbrotsins þótti benda til þess að öryggismálum þess væri ábótavant. Jack Dorsey, forstjóri Twitter, staðfesti að þrjótarnir hefðu komist inn í einkaskilaboð 36 notenda þegar hann ræddi afkomu fyrirtækisins í gær. Á meðal þeirra var reikningur eins kjörins fulltrúa í Hollandi. Twitter telur ekki að skilaboð annarra núverandi eða fyrrverandi embættismanna hafi verið þrjótunum aðgengileg, að sögn Washington Post. „Síðasta vika var virkilega erfið fyrir okkur öll hjá Twitter og við erum miður okkar yfir öryggisatvikinu sem hafði neikvæð áhrif á fólkið sem við þjónum og treystir okkur,“ sagði Dorsey sem viðurkenndi að fyrirtækið hefði ekki gert nóg til að halda í við öryggisvarnir, bæði tæknilegar og mannlegar. Bandaríska alríkislögreglan FBI rannsakar innbrotið. Þrjótarnir komust inn í innri kerfi Twitter með því að svíkja auðkenni nokkurra starfsmanna út úr þeim. Twitter Tölvuárásir Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Twitter bannar fylgjendur fjarstæðukenndrar samsæriskenningar um Trump Fleiri en sjö þúsund Twitter-reikningum sem tengjast fjarstæðukenndri samsæriskenningu af hægri vængnum um Donald Trump Bandaríkjaforseta hefur verið eytt. 22. júlí 2020 11:59 FBI rannsakar tölvuárás á vinsæla Twitter-reikninga Alríkislögregla Bandaríkjanna, FBI, rannsakar nú tölvuárás þar sem netþrjótar hökkuðu sig inn á aðganga frægra einstaklinga á Twitter. 17. júlí 2020 06:49 Óttast um öryggismál Twitter eftir meiriháttar innbrot Tölvuöryggissérfræðingar hafa áhyggjur af öryggismálum samfélagsmiðilsins Twitter eftir að tölvuþrjótar náðu stjórn á reikningum fjölda þekktra einstaklinga til þess að svíkja út greiðslur í rafmynt. Þeir furða sig meðal annars á hversu lengi það tók Twitter að stöðva þrjótana. 16. júlí 2020 14:12 Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira
Forstjóri Twitter staðfesti í gær að tölvuþrjótar sem brutust inn í innri kerfi samfélagsmiðilsins og tóku yfir reikninga heimþekktra notenda í síðustu viku hafi í sumum tilfellum komist í einkaskilaboð þeirra. Baðst hann afsökunar á að fyrirtækið hefði dregist aftur úr í öryggismálum upp á síðkastið. Barack Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, og Elon Musk, stofnandi Tesla, voru á meðal þeirra þekktu einstaklinga sem misstu yfirráð yfir Twitter-reikningum sínum til tölvuþrjóta í síðustu viku. Þrjótarnir tístu skilaboðum til fylgjenda þeirra þar sem falast var eftir greiðslum í rafmyntinni bitcoin. Twitter frysti reikningana sem þrjótarnir náðu á sitt vald tímabundið þannig að notendurnir gátu hvorki tíst né skipt um lykilorð á meðan. Í ljós kom að þrjótarnir höfðu komist yfir reikningana með því að brjótast inn í tölvukerfi Twitter. Fyrirtækið sætti gagnrýni fyrir að hafa brugðist seint við og eðli innbrotsins þótti benda til þess að öryggismálum þess væri ábótavant. Jack Dorsey, forstjóri Twitter, staðfesti að þrjótarnir hefðu komist inn í einkaskilaboð 36 notenda þegar hann ræddi afkomu fyrirtækisins í gær. Á meðal þeirra var reikningur eins kjörins fulltrúa í Hollandi. Twitter telur ekki að skilaboð annarra núverandi eða fyrrverandi embættismanna hafi verið þrjótunum aðgengileg, að sögn Washington Post. „Síðasta vika var virkilega erfið fyrir okkur öll hjá Twitter og við erum miður okkar yfir öryggisatvikinu sem hafði neikvæð áhrif á fólkið sem við þjónum og treystir okkur,“ sagði Dorsey sem viðurkenndi að fyrirtækið hefði ekki gert nóg til að halda í við öryggisvarnir, bæði tæknilegar og mannlegar. Bandaríska alríkislögreglan FBI rannsakar innbrotið. Þrjótarnir komust inn í innri kerfi Twitter með því að svíkja auðkenni nokkurra starfsmanna út úr þeim.
Twitter Tölvuárásir Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Twitter bannar fylgjendur fjarstæðukenndrar samsæriskenningar um Trump Fleiri en sjö þúsund Twitter-reikningum sem tengjast fjarstæðukenndri samsæriskenningu af hægri vængnum um Donald Trump Bandaríkjaforseta hefur verið eytt. 22. júlí 2020 11:59 FBI rannsakar tölvuárás á vinsæla Twitter-reikninga Alríkislögregla Bandaríkjanna, FBI, rannsakar nú tölvuárás þar sem netþrjótar hökkuðu sig inn á aðganga frægra einstaklinga á Twitter. 17. júlí 2020 06:49 Óttast um öryggismál Twitter eftir meiriháttar innbrot Tölvuöryggissérfræðingar hafa áhyggjur af öryggismálum samfélagsmiðilsins Twitter eftir að tölvuþrjótar náðu stjórn á reikningum fjölda þekktra einstaklinga til þess að svíkja út greiðslur í rafmynt. Þeir furða sig meðal annars á hversu lengi það tók Twitter að stöðva þrjótana. 16. júlí 2020 14:12 Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira
Twitter bannar fylgjendur fjarstæðukenndrar samsæriskenningar um Trump Fleiri en sjö þúsund Twitter-reikningum sem tengjast fjarstæðukenndri samsæriskenningu af hægri vængnum um Donald Trump Bandaríkjaforseta hefur verið eytt. 22. júlí 2020 11:59
FBI rannsakar tölvuárás á vinsæla Twitter-reikninga Alríkislögregla Bandaríkjanna, FBI, rannsakar nú tölvuárás þar sem netþrjótar hökkuðu sig inn á aðganga frægra einstaklinga á Twitter. 17. júlí 2020 06:49
Óttast um öryggismál Twitter eftir meiriháttar innbrot Tölvuöryggissérfræðingar hafa áhyggjur af öryggismálum samfélagsmiðilsins Twitter eftir að tölvuþrjótar náðu stjórn á reikningum fjölda þekktra einstaklinga til þess að svíkja út greiðslur í rafmynt. Þeir furða sig meðal annars á hversu lengi það tók Twitter að stöðva þrjótana. 16. júlí 2020 14:12