Þrjótar komust í einkaskilaboð í innbrotinu hjá Twitter Kjartan Kjartansson skrifar 24. júlí 2020 10:36 Jack Dorsey, forstjóri Twitter, segist miður sín yfir innbrotinu í síðustu viku. Vísir/EPA Forstjóri Twitter staðfesti í gær að tölvuþrjótar sem brutust inn í innri kerfi samfélagsmiðilsins og tóku yfir reikninga heimþekktra notenda í síðustu viku hafi í sumum tilfellum komist í einkaskilaboð þeirra. Baðst hann afsökunar á að fyrirtækið hefði dregist aftur úr í öryggismálum upp á síðkastið. Barack Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, og Elon Musk, stofnandi Tesla, voru á meðal þeirra þekktu einstaklinga sem misstu yfirráð yfir Twitter-reikningum sínum til tölvuþrjóta í síðustu viku. Þrjótarnir tístu skilaboðum til fylgjenda þeirra þar sem falast var eftir greiðslum í rafmyntinni bitcoin. Twitter frysti reikningana sem þrjótarnir náðu á sitt vald tímabundið þannig að notendurnir gátu hvorki tíst né skipt um lykilorð á meðan. Í ljós kom að þrjótarnir höfðu komist yfir reikningana með því að brjótast inn í tölvukerfi Twitter. Fyrirtækið sætti gagnrýni fyrir að hafa brugðist seint við og eðli innbrotsins þótti benda til þess að öryggismálum þess væri ábótavant. Jack Dorsey, forstjóri Twitter, staðfesti að þrjótarnir hefðu komist inn í einkaskilaboð 36 notenda þegar hann ræddi afkomu fyrirtækisins í gær. Á meðal þeirra var reikningur eins kjörins fulltrúa í Hollandi. Twitter telur ekki að skilaboð annarra núverandi eða fyrrverandi embættismanna hafi verið þrjótunum aðgengileg, að sögn Washington Post. „Síðasta vika var virkilega erfið fyrir okkur öll hjá Twitter og við erum miður okkar yfir öryggisatvikinu sem hafði neikvæð áhrif á fólkið sem við þjónum og treystir okkur,“ sagði Dorsey sem viðurkenndi að fyrirtækið hefði ekki gert nóg til að halda í við öryggisvarnir, bæði tæknilegar og mannlegar. Bandaríska alríkislögreglan FBI rannsakar innbrotið. Þrjótarnir komust inn í innri kerfi Twitter með því að svíkja auðkenni nokkurra starfsmanna út úr þeim. Twitter Tölvuárásir Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Twitter bannar fylgjendur fjarstæðukenndrar samsæriskenningar um Trump Fleiri en sjö þúsund Twitter-reikningum sem tengjast fjarstæðukenndri samsæriskenningu af hægri vængnum um Donald Trump Bandaríkjaforseta hefur verið eytt. 22. júlí 2020 11:59 FBI rannsakar tölvuárás á vinsæla Twitter-reikninga Alríkislögregla Bandaríkjanna, FBI, rannsakar nú tölvuárás þar sem netþrjótar hökkuðu sig inn á aðganga frægra einstaklinga á Twitter. 17. júlí 2020 06:49 Óttast um öryggismál Twitter eftir meiriháttar innbrot Tölvuöryggissérfræðingar hafa áhyggjur af öryggismálum samfélagsmiðilsins Twitter eftir að tölvuþrjótar náðu stjórn á reikningum fjölda þekktra einstaklinga til þess að svíkja út greiðslur í rafmynt. Þeir furða sig meðal annars á hversu lengi það tók Twitter að stöðva þrjótana. 16. júlí 2020 14:12 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Fleiri fréttir Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sjá meira
Forstjóri Twitter staðfesti í gær að tölvuþrjótar sem brutust inn í innri kerfi samfélagsmiðilsins og tóku yfir reikninga heimþekktra notenda í síðustu viku hafi í sumum tilfellum komist í einkaskilaboð þeirra. Baðst hann afsökunar á að fyrirtækið hefði dregist aftur úr í öryggismálum upp á síðkastið. Barack Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, og Elon Musk, stofnandi Tesla, voru á meðal þeirra þekktu einstaklinga sem misstu yfirráð yfir Twitter-reikningum sínum til tölvuþrjóta í síðustu viku. Þrjótarnir tístu skilaboðum til fylgjenda þeirra þar sem falast var eftir greiðslum í rafmyntinni bitcoin. Twitter frysti reikningana sem þrjótarnir náðu á sitt vald tímabundið þannig að notendurnir gátu hvorki tíst né skipt um lykilorð á meðan. Í ljós kom að þrjótarnir höfðu komist yfir reikningana með því að brjótast inn í tölvukerfi Twitter. Fyrirtækið sætti gagnrýni fyrir að hafa brugðist seint við og eðli innbrotsins þótti benda til þess að öryggismálum þess væri ábótavant. Jack Dorsey, forstjóri Twitter, staðfesti að þrjótarnir hefðu komist inn í einkaskilaboð 36 notenda þegar hann ræddi afkomu fyrirtækisins í gær. Á meðal þeirra var reikningur eins kjörins fulltrúa í Hollandi. Twitter telur ekki að skilaboð annarra núverandi eða fyrrverandi embættismanna hafi verið þrjótunum aðgengileg, að sögn Washington Post. „Síðasta vika var virkilega erfið fyrir okkur öll hjá Twitter og við erum miður okkar yfir öryggisatvikinu sem hafði neikvæð áhrif á fólkið sem við þjónum og treystir okkur,“ sagði Dorsey sem viðurkenndi að fyrirtækið hefði ekki gert nóg til að halda í við öryggisvarnir, bæði tæknilegar og mannlegar. Bandaríska alríkislögreglan FBI rannsakar innbrotið. Þrjótarnir komust inn í innri kerfi Twitter með því að svíkja auðkenni nokkurra starfsmanna út úr þeim.
Twitter Tölvuárásir Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Twitter bannar fylgjendur fjarstæðukenndrar samsæriskenningar um Trump Fleiri en sjö þúsund Twitter-reikningum sem tengjast fjarstæðukenndri samsæriskenningu af hægri vængnum um Donald Trump Bandaríkjaforseta hefur verið eytt. 22. júlí 2020 11:59 FBI rannsakar tölvuárás á vinsæla Twitter-reikninga Alríkislögregla Bandaríkjanna, FBI, rannsakar nú tölvuárás þar sem netþrjótar hökkuðu sig inn á aðganga frægra einstaklinga á Twitter. 17. júlí 2020 06:49 Óttast um öryggismál Twitter eftir meiriháttar innbrot Tölvuöryggissérfræðingar hafa áhyggjur af öryggismálum samfélagsmiðilsins Twitter eftir að tölvuþrjótar náðu stjórn á reikningum fjölda þekktra einstaklinga til þess að svíkja út greiðslur í rafmynt. Þeir furða sig meðal annars á hversu lengi það tók Twitter að stöðva þrjótana. 16. júlí 2020 14:12 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Fleiri fréttir Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sjá meira
Twitter bannar fylgjendur fjarstæðukenndrar samsæriskenningar um Trump Fleiri en sjö þúsund Twitter-reikningum sem tengjast fjarstæðukenndri samsæriskenningu af hægri vængnum um Donald Trump Bandaríkjaforseta hefur verið eytt. 22. júlí 2020 11:59
FBI rannsakar tölvuárás á vinsæla Twitter-reikninga Alríkislögregla Bandaríkjanna, FBI, rannsakar nú tölvuárás þar sem netþrjótar hökkuðu sig inn á aðganga frægra einstaklinga á Twitter. 17. júlí 2020 06:49
Óttast um öryggismál Twitter eftir meiriháttar innbrot Tölvuöryggissérfræðingar hafa áhyggjur af öryggismálum samfélagsmiðilsins Twitter eftir að tölvuþrjótar náðu stjórn á reikningum fjölda þekktra einstaklinga til þess að svíkja út greiðslur í rafmynt. Þeir furða sig meðal annars á hversu lengi það tók Twitter að stöðva þrjótana. 16. júlí 2020 14:12