Innlent

Lækka hraða á sex götum og setja upp „snjallgangbrautir“

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Við Reykjavíkurtjörn, ráðhús Reykjavíkur í baksýn.
Við Reykjavíkurtjörn, ráðhús Reykjavíkur í baksýn. Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson

Alls verður 190 milljónum króna varið í umferðaröryggismál í Reykjavík á þessu ári. Borgarráð hefur heimilað umhverfis- og skipulagssviði að bjóða út framkvæmdir á því sviði, t.a.m. að lækka umferðarhraðann á sex götum í borginni og setja upp svokallaðar snjallgangbrautir á fjórum stöðum.

Í orðsendingu borgarinnar segir að verkefnin séu að hluta samkvæmt áætlun um að flýta fjárfestingaverkefnum Reykjavíkurborgar í kórónuveirufaraldrinum. Þá verði áfram unnið að ýmsum öðrum aðgerðum í umferðaröryggismálum í samræmi við ábendingar og forgangsröðun. Kostnaðaráætlun vegna verkefna ársins 2020 sé 190 milljónir króna sem fyrr segir.

Umræddar umferðaröryggisaðgerðir sem kynntar eru í þessari fyrstu atrennu eru í fjórum liðum:

Snjallgangbrautir

Tækni sem gerir gangandi vegfarendur sýnilegri þegar þeir fara yfir gangbrautir. Um er að ræða tæknibúnað sem skynjar þegar gangandi vegfarendur nálgast gangbraut og kveikir þá á LED götulýsingu, sem sett er upp þannig að einungis gangbrautin og sá sem fer yfir verða lýstir upp. Einnig kviknar lýsing í gangbrautarmerkinu og viðvörunarljós fyrir akandi umferð. Snjallgöngubrautum verður komið upp á eftirtöldum stöðum:

•Neshagi v. Furumel

•Rofabær v. Árbæjarskóla

•Seljaskógar v. Seljabraut

•Fjallkonuvegur v. Logafold

Gangbrautir og bættar gönguþveranir

•Sólvallagata v. Framnesveg, gangbraut og upphækkun

•Framnesvegur v. Brekkustíg, gangbrautarlýsing, þrenging og upphækkun

•Ægisgata v. Ránargötu, gangbraut og upphækkun

•Hverfisgata v. Frakkastíg og Barónsstíg, gangbrautir

•Háteigsvegur v. Hjálmholt, gangbrautarlýsing og biðstöð strætó

•Háteigsvegur v. Stakkahlíð, gangbrautarlýsing

•Hrísateigur v. Otrateig, bætt gönguþverun og upphækkun •Engjateigur, bættar gönguþveranir og upphækkanir

•Reykjavegur v. Hrísateig, gangbraut

•Laugarásvegur, gangbrautarlýsing og upphækkanir

•Reykjahlíð v. Eskihlíð, gangbraut og upphækkun

•Sogavegur, gangbrautarlýsing

•Smárarimi, gangbraut og upphækkun

•Jaðarsel, bætt gönguþverun og biðstöð strætó

•Lambhagavegur, bætt gönguþverun

Hraðalækkun:

•Engjateigur

•Reykjavegur, milli Sigtúns og Kirkjuteigs

•Sundlaugavegur, milli Laugalækjar og Laugarásvegar

•Laugarásvegur

•Lokinhamrar

•Haukdælabraut, Reynisvatnsás

Annað

•Grandavegur, bætt sýn við innkeyrslu Ægissíða,

•Innkeyrsla að bílastæði Stakkahlíð,

•Eyra við innkeyrslu Laugar,

•Loka innkeyrslu að bílastæði Sogavegur,

•Bætt sýn Austurberg breikka gangstétt



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×