Verðlaunafé sett til höfuðs forseta hæstaréttar Venesúela Andri Eysteinsson skrifar 22. júlí 2020 18:03 Forseti Hæstaréttar Venesúela segir tilraunir Bandaríkjanna til að grafa undan sér vera klaufalegar. Getty/Pedro Mattey Bandaríkjastjórn hefur sett fimm milljóna dala verðlaunafé til höfuðs hátt settum embættismanni í Venesúela. Getur hver sá sem veitir upplýsingar sem leiðir til handtöku og sakfellingar forseta hæstaréttar Venesúela, Maikel Moreno, gert tilkall til verðlaunanna. Hinn fimmtíu og fjögurra ára gamli Moreno hefur gegnt embætti forseta hæstaréttar Venesúela frá því í febrúar 2017 og saka Bandaríkjamenn hann um þátttöku í skipulagðri glæpastarfsemi. Moreno hefur neitað þeim ásökunum staðfastlega. Bandaríkjastjórn, sem ekki viðurkennir tilkall Nicolas Maduro til forsetaembættis Venesúela, hefur áður sett fé til höfuðs hátt settra embættismanna í suður-ameríkuríkinu. Til að mynda setti stjórnin fimmtán milljóna dala verðlaunafé til höfuðs Maduro sjálfum í mars. BBC greinir frá því að Moreno sé sakaður um að hafa þegið mútur í skiptum fyrir það að beita sér fyrir því að mál verði felld niður og ákærðir menn fái að ganga lausir. Fyrr á árinu var hann kærður fyrir peningaþvætti í Flórída-ríki Bandaríkjanna. Moreno gefur lítið fyrir ásakanirnar og segir Bandaríkjastjórn ljúga. „Þetta er ekki í fyrsta skipti sem málpípur norður-ameríska keisaradæmisins ráðast að mér með klaufalegum hætti. Full af blekkingum og lygum,“ sagði Moreno. Bandaríkjamenn segja Nicolas Maduro ekki réttmætan forseta Venesúela.vísir/epa „Ásakanir sem þessi, byggðar á sandi, gera ekkert nema að styrkja mig á þeirri vegferð að tryggja aðgengi allra að réttlátri málsmeðferð og réttlæti.“ Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir að með þessu séu Bandaríkjamenn að senda skýr skilaboð en þó er ólíklegt að þessi ákvörðun Bandaríkjanna muni hafa í för með sé miklar breytingar á lífi Moreno. Ólíklegt þykir að Moreno muni lenda í nokkrum vandræðum í heimalandinu en hann gæti verið handtekinn ef hann yfirgefur landið. Þegar hefur honum og eiginkonu hans verið bannað að ferðast til Bandaríkjanna. Bandaríkjastjórn, eins og áður segir, viðurkennir ekki tilkall Maduro til forsetaembættisins og styður þess í stað Juan Guaidó leiðtoga stjórnarandstöðunnar. Venesúela Bandaríkin Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Innlent Fleiri fréttir Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Sjá meira
Bandaríkjastjórn hefur sett fimm milljóna dala verðlaunafé til höfuðs hátt settum embættismanni í Venesúela. Getur hver sá sem veitir upplýsingar sem leiðir til handtöku og sakfellingar forseta hæstaréttar Venesúela, Maikel Moreno, gert tilkall til verðlaunanna. Hinn fimmtíu og fjögurra ára gamli Moreno hefur gegnt embætti forseta hæstaréttar Venesúela frá því í febrúar 2017 og saka Bandaríkjamenn hann um þátttöku í skipulagðri glæpastarfsemi. Moreno hefur neitað þeim ásökunum staðfastlega. Bandaríkjastjórn, sem ekki viðurkennir tilkall Nicolas Maduro til forsetaembættis Venesúela, hefur áður sett fé til höfuðs hátt settra embættismanna í suður-ameríkuríkinu. Til að mynda setti stjórnin fimmtán milljóna dala verðlaunafé til höfuðs Maduro sjálfum í mars. BBC greinir frá því að Moreno sé sakaður um að hafa þegið mútur í skiptum fyrir það að beita sér fyrir því að mál verði felld niður og ákærðir menn fái að ganga lausir. Fyrr á árinu var hann kærður fyrir peningaþvætti í Flórída-ríki Bandaríkjanna. Moreno gefur lítið fyrir ásakanirnar og segir Bandaríkjastjórn ljúga. „Þetta er ekki í fyrsta skipti sem málpípur norður-ameríska keisaradæmisins ráðast að mér með klaufalegum hætti. Full af blekkingum og lygum,“ sagði Moreno. Bandaríkjamenn segja Nicolas Maduro ekki réttmætan forseta Venesúela.vísir/epa „Ásakanir sem þessi, byggðar á sandi, gera ekkert nema að styrkja mig á þeirri vegferð að tryggja aðgengi allra að réttlátri málsmeðferð og réttlæti.“ Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir að með þessu séu Bandaríkjamenn að senda skýr skilaboð en þó er ólíklegt að þessi ákvörðun Bandaríkjanna muni hafa í för með sé miklar breytingar á lífi Moreno. Ólíklegt þykir að Moreno muni lenda í nokkrum vandræðum í heimalandinu en hann gæti verið handtekinn ef hann yfirgefur landið. Þegar hefur honum og eiginkonu hans verið bannað að ferðast til Bandaríkjanna. Bandaríkjastjórn, eins og áður segir, viðurkennir ekki tilkall Maduro til forsetaembættisins og styður þess í stað Juan Guaidó leiðtoga stjórnarandstöðunnar.
Venesúela Bandaríkin Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Innlent Fleiri fréttir Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Sjá meira