Innlent

Kólnar á Norður- og Austur­landi

Sylvía Hall skrifar
Það er kaldara veður í kortunum fyrir norðan.
Það er kaldara veður í kortunum fyrir norðan. Vísir/Vilhelm

Ágætis veður verður á landinu í dag, fremur hægur vindur eða hafgola. Þá er spáð skúrum norðaustantil á landinu í dag sem og í öðrum landshlutum og verður hiti á bilinu 9 til 16 stig.

Í hugleiðingum veðurfræðings kemur fram að búast má við kólnandi veðri á Norður- og Austurlandi á morgun. Spáð er norðaustan golu eða kalda með skúrum eða lítilsháttar rigningu, en þó þurrt vestanlands.

Áframhaldandi norðaustanátt er spáð á föstudag með smá vætu við norðurströndina. Þá má búast við stöku skúrum sunnan heiða.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á fimmtudag:

Norðaustan 5-13 m/s. Bjart með köflum V-lands, en dálítil rigning eða skúrir í öðrum landshlutum. Hiti 10 til 16 stig, en 5 til 10 á N- og A-landi.

Á föstudag:

Norðan og norðaustan 8-13 m/s, en hægari á S- og SA-landi. Skýjað á landinu og stöku skúrir sunnantil, en dálítil rigning við norðurströndina. Hiti 5 til 13 stig, mildast SV-lands.

Á laugardag:

Norðaustanátt og súld eða rigning með köflum um landið N- og A-vert. Hiti 8 til 15 stig, hlýjast SV-lands.

Á sunnudag:

Norðaustanátt og úrkomulítið, en líklega rigning í fyrstu SV-lands. Hiti breytist lítið.

Á mánudag:

Norðanátt og dálítil rigning NA-lands, en léttskýjað á S- og V-landi. Hiti 7 til 17 stig, hlýjast syðst.

Á þriðjudag:

Útlit fyrir norðvestanátt með björtu veðri.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.